Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 30
262
1986; 72: 262-5 LÆKNABLAÐIÐ
Kristinn Sigvaldason, Þorbjörg Magnúsdóttir
BRÁÐ BÓLGA í GALLBLÖÐRU ÁN STEINA
Sjúkrasögur sex sjúklinga sem vistaðir voru á Borgarspítalanum
1980-1986
INNGANGUR
Bráð gallblöðrubólga steinalaus er alvarlegur
sjúkdómur, sem einkum leggst á þá sem veikir eru
fyrir, t.d. af völdum fjöláverka, alvarlegra
sjúkdóma eða hafa nýverið gengist undir
skurðaðgerðir. í eftirfarandi grein er ætlunin að
kynna sex tilfelli, sem greinst hafa á
Borgarspítalanum undanfarin sex ár.
Sjúkdómnum eru gerð skil í leiðara á öðrum stað
í þessu tölublaði. Hér nægir að endurtaka það
eitt, að til þess að flokkast undir þessa
sjúkdómsgreiningu mega menn ekki hafa sögu
um gallsjúkdóm eða steina í gallblöðru eða í
gallvegum og sjást þurfa merki um bráða bólgu í
gallblöðruveggnum. Sé stuðst við þessi skilmerki
útilokast öll vafatilfelli, en við þessa leit fundust
nokkur slik og verða þau ekki rakin hér.
í þessari grein eru því einungis tekin fyrir þau
tilfelli þar sem sjúkdómurinn greindist með vissu,
þ.e. gerð var skurðaðgerð eða krufning og
gallblaðran rannsökuð meinafræðilega.
SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR
Kannaðar voru sjúkraskýrslur þeirra sjúklinga,
sem legið höfðu á gjörgæsludeild Borgarspítalans
frá janúar 1980 til mars 1986. Farið var í gegnum
gögn um þá sem vistaðir voru vegna bráðrar
gallblöðrubólgu á sama tímabili samkvæmt
sjúkdómaskrá spítalans. Ennfremur voru
athugaðar krufningsskýrslur þeirra, sem létust af
völdum fjöláverka á tímabilinu og vistaðir höfðu
verið á Borgarspítalanum og reyndist enginn
þeirra hafa gallblöðrubólgu. Á árinu 1980 voru
greind 25 tilvik af bráðri gallblöðrubólgu, 18 á
árinu 1981, 27 árið 1982, 28 árið 1983, 20 árið
1984 og 20 árið 1985. Samtals 138 tilvik á sex
árum. Fyrstu tvo mánuði ársins 1986 greindust
átta tilvik.
Við þessa leit fundust samtals sex tilfelli af bráðri
gallblöðrubólgu án steina (AAC): Árið 1980 eitt,
1984 tvö, 1985 eitt og fyrstu tvo mánuði ársins
1986 greindust tvö tilfelli.
Frá gjörgæsludeild Borgarspítala. Barst ritstjórn 22/05/1986.
Samþykkt i breyttu formi 27/06/1986.
Sjúkrasaga 1. Sjötugur karlmaður, sem hafði verið
hraustur um ævina. Hann hafði gengist tvisvar undir
aðgerð vegna brjóskloss. Átta mánuðum eftir seinni
aðgerðina lá hann á endurhæfingardeild, þar sem tekið
var eftir húðþykkildi á hægri síðu hans. Tekið var sýni
úr því og við rannsókn kom í ljós traffrumueitlaæxli
(histocytic lymphoma). í framhaldi af þvi var hann
lagður inn á lyflækningadeild.
Fyrir utan hækkað kalsíum í blóði var ekkert athugavert
að finna við rannsóknir. Hafin var meðferð með
prednísólóni, adríamýsíni, endoxani og vínkristíni.
Sjúklingnum hrakaði um þremur vikum síðar, fór að fá
kviðverki og uppköst. Yfirlitsmynd af kvið leiddi ekkert
sérstakt í Ijós. Fylgst var með sjúklingnum í tvo daga án
þess að einkennin löguðust. Endurtekin yfirlitsmynd
leiddi í ljós frítt loft í kvið og garnalömun. Hann fór í
aðgerð í framhaldi af því og reyndist vera með sprungna
gallblöðru og lífhimnubólgu. Enginn æxlisvöxtur fannst
í kviðarholi né aftan við það og engin meinvörp sáust í
lifur. Gallblaðran var fjarlægð og smásjárskoðun á
henni sýndi bráða gallblöðrubólgu, en engir steinar
fundust. Æxlisberið á kviðveggnum gekk saman við
lyfjameðferðina en sjúklingurinn náði sér aldrei á strik
eftir þetta. Mánuði eftir aðgerðina fannst hann látinn í
rúmi sínu. Krufning var ekki framkvæmd.
Sjúkrasaga 2. Hálffimmtugur karlmaður, áður
hraustur, lagður inn eftir að hafa veitt sjálfum sér
stungusár á kvið í tilraun til sjálfsmorðs.
Við komu á slysadeild reyndist hann hafa tvö stungusár
á neðanverðum kvið hægra megin, en kviður var
mjúkur og garnahljóð voru lífleg. Sárin voru ekki talin
ná inn í kviðarholið og hann var útskrifaður sama dag.
Daginn eftir var hann lagður inn á ný vegna vaxandi
kviðverkja frá því um nóttina. Við komu var hann
veikindalegur, með hita og þaninn kvið, sem var aumur
við þreifingu. Við aðgerð sama dag kom í ljós gat á
mjógirni sem var saumað. Aðrir sjúkdómar eða áverkar
sáust ekki í kviðarholi. Svæfing og aðgerð voru
áfallalaus. Honum heilsaðist vel í fyrstu eftir aðgerðina
og útskrifaðist af gjörgæslu eftir stutta legu. Á fjórða
degi eftir aðgerð fékk hann skyndilega takverk vinstra
megin fyrir brjósti. Eftir rannsóknir vaknaði grunur um
lungnarek og var hann settur á blóðþynningarmeðferð.
Um þrem vikum eftir aðgerð fór hann að fá verki í
hægri síðu og hita. Rannsóknir sýndu fjölgun hvítra
blóðkorna og fjölgun blóðflagna. Einnig reyndist hann
vera meö hækkaöa alkalíska fósfatasa,
gammaglútamlntransferasa og bílírúbín. Ómskoðun
sýndi víða og þykkveggja gallblöðru en engir steinar
sáust. ísótópa-skönnun af gallblöðru sýndi jafna
upptöku í lifur og útskilnað í gallvegi, en gallblaðran
fylltist ekki. Tölvusneiðmyndun sýndi víkkaða