Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 60
280
LÆKNABLAÐIÐ
tíma. Kom fram marktækur munur hjá konum
(p < 0,05) milli árabilanna 1960-64 og næstu fimm
ára þar á eftir, en þessi breyting á lífslíkum til
batnaðar reyndist ekki marktæk meðal karla milli
þessara árabila. Hjá körlum fóru lífslíkurnar
síðan hægt batnandi síðustu 20 árin en hjá konum
varð ekki mikil breyting frá 1965.
í hópi A (n = 428) voru 160 (37%) dánir í árslok
1984 (45 karlar og 115 konur). Hjá 105 var
aðaldánarorsök skjaldkirtilskrabbamein og var
skipting milli kynja 75 konur og 30 karlar.
Hlutfallslega fleiri karlar en konur, sem greindust
með skjaldkirtilskrabbamein dóu af völdum þess.
í hópi A greindust 132 konur yngri en 50 ára
(41%) en einungis ein þeirra, greind 49 ára, lést úr
totumyndandi krabbameini, þrjár úr merggerðar-
og ein úr villivaxtar- krabbameini. Af körlum
greindust 32 fyrir 50 ára aldur (30%) en einungis
tveir létust úr skjaldkirtilskrabbameini, annar af
völdum totumyndandi og hinn
skildilsbúskrabbameins. Í töflu VI sést að
einungis 1% sjúklinga, sem greindust yngri en 40
ára létust úr skjaldkirtilskrabbameini en 8%
sjúklinga greindra á aldrinum 40-50 ára og eftir
50 ára aldur 37%.
Mynd 15 sýnir hlutfall sjúklinga eftirvefjagerð,
sem höfðu dáið úr skjaldkirtilskrabbameini fyrstu
15 árin eftir greiningu. Þar kemur fram, að
dánartíðnin er hæst af völdum krabbameins
merggerðar, af þeim vefjagerðum sem sýndar eru,
en fjöldi sjúklinga er lítill (n = 6). Hlutfallslega
fleiri létust úr skildilsbúskrabbameini (n= 10)
fyrstu árin eftir greiningu en af totumyndandi
Table VI .Relation of age at diagnosis to mortality due
to thyroid cancer.
Diagnosis and mortality Age groups
<40 years 40-49 years > 50 years
n °7o n °7o n °7o
Papillary 75 54 167
Dead of disease ... - 2 (4) M2 (25)
Follicular 17 11 38
Dead of disease ... 1 (6) - 9 (24)
Medullary - 4 11
Dead of disease ... - 3 ( ) 3 (27)
Anaplastic - 2 36
Dead of disease ... - 1 ( ) 35 (97)
Unclassified 1 - 6
Dead of disease ... - - 4 ( )
Without histology ... - - 6
Dead of disease ... - - 5 ( )
Total number 93 71 264
Dead of disease 1 (1) 6 (8) 98 (37)
%
years after diagnosis
— papillary (n = 44)
-- follicular (n = 10)
• ■ medullary (n = 6)
Fig. 15. Cumulative percentage dying of thyroid cancer
by histology.
vefjagerð (n = 44). Eftir því sem lengra leið frá
greiningu jafnaðist þetta hlutfall og eftir 15 ár
voru 15% þeirra sjúklinga, sem greindust með
totumyndandi og skildilsbúskrabbamein dánir úr
sjúkdómnum. Villivaxtar- krabbamein er ekki
sýnt á þessari mynd, en í þeim hópi voru allir
dánir innan þriggja ára (36 sjúklingar) af völdum
sjúkdómsins, utan tveir sjúklingar, sem greindust
í lok athugunartímabilsins. Meðal sjúklinga, sem
greindust án vefjagreiningar og þeirra sem voru
óflokkaðir, voru níu dánir úr
skjaldkirtilskrabbameini (tafla VI).
Sé athugunartímabilinu skipt niður eftir
greiningarárum í sex fimm ára tímabil eins og
áður, þá sést, að fjöldi látinna úr
skjaldkirtilskrabbameini hélst svipaðurfyrstu
fimm tímabilin eða frá 16 og uppí 23 hvert fimm
ára tímabil, en síðustu fimm árin er þessi tala
lægri eða átta, enda stuttur tími liðinn síðan sá
hópur greindist. Þessar tölur gefa þó ekki
heildardánartíðni af völdum
skjaldkirtilskrabbameins á íslandi fyrir
ofangreint tímabil, þar sem einungis eru taldir
með þeir sjúklingar sem greindust á árunum
1955-1984, en ekki þeir sem greindust fyrir 1955
og létust á athugunartímabilinu.