Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 40
266 1986; 72: 266-70 LÆKNABLAÐIÐ Guðmundur Jón Elíasson, Kjartan Pálsson, Kristján Eyjólfsson, Atli Árnason, Ágústa Andrésdóttir, Þórður Harðarson VINSTRA GREINROF Á ÍSLANDIII INNGANGUR í fyrri grein (1) frá sömu höfundum var gerð grein fyrir algengi og nýgengi vinstra greinrofs í rannsóknarhópi Hjartaverndar auk tengsla þess við aðra sjúkdóma, dánartíðni og dánarorsakir. Tilgangurinn var, að kanna áhrif vinstra greinrofs á heilsufar og lífslíkur íslendinga. Margar rannsóknir á tengslum vinstra greinrofs við aðra hjartasjúkdóma og lífshorfur hafa verið mótsagnakenndar. Ýmist hefur virst, að vinstra greinrof væri meinlaust fyrirbæri eða formerki alvarlegra hjarta- og æðasjúkdóma (2). í þessari grein er fjallað um niðurstöður áreynsluprófs, hjartaómrits og röntgenmyndar af hjarta og lungum þeirra, sem höfðu vinstra greinrof og mættu í rannsóknina. Að auki er gerð grein fyrir niðurstöðum sömu rannsókna, að undanskildu áreynsluprófi, hjá fjórfalt stærri samanburðarhópi. Könnuð voru tengsl þessara rannsóknarþátta við sjúkdómseinkenni í báðum hópunum. Loks var borið saman heilsufar greinrofshóps og samanburðarhóps, með sérstakri áherslu á hjarta- og æðasjúkdóma. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin tók til þeirra, sem höfðu vinstra greinrof í einhverjum áfanga rannsóknar Hjartaverndar (1), alls 27 karla og 17 kvenna (tafla I). Meðalaldur karla var 63,9 ár (51-76) og meðalaldur kvenna 61,8 ár (50-72). Greinrofshópurinn var boðaður á tímabilinu febrúar til apríl 1983 (1). Af 27 körlum voru 22 á lífi og mætti 21 (95,4%). Af 17 konum voru 15 á lífi og mættu þær allar. Til samanburðar var valinn fjórfalt stærri hópur úr rannsóknarhópi Hjartaverndar, sambærilegur að aldri fyrir bæði kynin, en án vinstra greinrofs. Valin voru tvö næstu einkennisnúmer fyrir ofan og neðan einstakling með vinstra greinrof. Alls voru því í samanburðarhópnum 108 karlar Frá Lyflækningadeild Landspitalans, Röntgendeild Landspítalans og Rannsóknarstöð Hjartavemdar. Barst 20/06/1986. Samþykkt 27/06/1986. og 68 konur (tafla I). Meðalaldur karla var 66,6 ár (53-77) og meðalaldur kvenna 63,6 ár (52-74). Samanburðarhópurinn var boðaður á lyflækningadeild Landspítalans klukkan 12.30 til 14.30 mánudaga og þriðjudaga á tímabilinu frá október 1984 til mars 1985. Fólkið var boðað símleiðis af ritara Hjartaverndar eða greinarhöfundum. Mæting var án sérstaks undirbúnings og tók skoðun hvers einstaklings um eina og hálfa klukkustund. Rannsóknin fólst í eftirfarandi: 1. Sjúkrasaga, skráð með sérstöku tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma. 2. Líkamsskoðun. 3. Tólf leiðslu hjartarafrit skráð á 50 millimetra hraða á sekúndu. 4. Hjartaómritun með 2,25 MHz örbylgjugjafa samkvæmt tækni Feigenbaums (3). Notað var tæki af gerðinni Picker Echoview System 80C. 5. Röntgenmynd af lungum og hjarta með skuggaefni í vélinda og hjartarúmmál mælt (4). Sami læknir sá um hvern lið fyrir sig. K.E. annaðist ómritun. Alls mættu af samanburðarhópi 74 karlar og 56 konur (tafla I). Ein kona var látin og 18 karlar. Krufningsskýrslur og sjúkraskrár þeirra voru kannaðar. Af þeim 11 konum og 16 körlum sem mættu ekki til skoðunar, en voru á lífi reyndist unnt af afla fullnægjandi upplýsinga um 6 konur og 8 karla með athugun á sjúkraskrám sjúkrahúsanna í Reykjavík og Hjartaverndar. Hins vegar voru 5 Table I. The study population. Lcft bundle branch block Controls women men total women men total Attended . 15 21 36 56 74 130 Did not attend .. . 0 1 1 11 16 27 Death ,. 2 5 7 1 18 19 Total 17 27 44 68 108 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.