Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 58

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 58
278 LÆKNABLAÐIÐ (n= 122). Þar á eftir kom brottnám á næstum öllum skjaldkirtli (n= 101) og síðan brottnám á öllum skjaldkirtli (n = 94). Þeir sjúklingar, sem greindust síðustu fimm árin, gengust þó flestir undir brottnám á öllum skjaldkirtilsvef. Brottnám á æxlinu eingöngu var gert hjá 48 sjúklingum, en einungis tekið sýni til vefjagreiningar hjá 37. Eina aðgerðin hjá þrem sjúklingum var barkaskurður. Hjá nokkrum hluta sjúklinganna var einnig um brottnám á aðlægum eitlum að ræða. Geislajoð fengu 77 sjúklingar og ytri geislun 72. í þessum hópum eru sex sjúklingar, sem fengu bæði geislajoð og ytri geislun. Geislajoðmeðferðin hefur aðallega verið gefin síðustu 10 árin en ytri geislunin á fyrri hluta tímabilsins. Hér er um að ræða heildarfjölda sjúklinga, sem fengið hafa geislameðferð bæði sem hluta af fyrstu meðferð og við endurkomu æxlis. Endurkoma æxlis: Af þeim sjúklingum, sem taldir voru læknaðir eftir fyrstu meðferð (n = 335), birtust æxli að nýju hjá 66 sjúklingum (20%), hjá 55 eingöngu á hálsinum, fimm fengu fjarmeinvörp án merkis um hnúta á hálsi og sex fengu bæði endurkomu á háls ogk fjarmeinvörp. Langflestir eða 60 sjúklinganna höfðu totumyndandi vefjagerð og var helmingur (n = 30) þeirra látinn í árslok 1984. Samtals greindust 296 sjúklingar í hópi A með totumyndandi krabbamein eins og áður hefur komið fram. Af þeim fjölda töldust 267 læknaðir eftir fyrstu meðferð þannig að 22% sjúklinga með þessa vefjagerð fengu endurkomu. Fjöldi sjúklinga í hópi A með skildilsbúskrabbamein voru 66. Fimmtíu og einn þeirra var talinn Iæknaður eftir fyrstu meðferð og fengu þrír endurkomu (7%). Tveir sjúklingar með krabbamein merggerðar fengu endurkomu. Meðaltími fram að endurkomu var fjögur og hálft ár (2 mánuðir - 21 ár). Flestir sjúklinganna, sem fengið hafa endurkomu og eru á lífi við lok athugunartímabilsins eru án merkis um krabbamein. Lifslíkur. Hópur A: Á mynd 10 sjást lífslíkur kvenna eftir vefjagerð og á mynd 11 karla. Hjá konum voru fimm ára Iífslíkur bestar við totumyndandi krabbamein 85%, næst kom skyldilsbús- krabbamein 78%. Sjúklingar með merggerðarkrabbamein höfðu 67% fimm ára lífslíkur en engin kona með villivaxtarkrabbamein lifði lengur en rúmlega tvö ár. Ein kona greind 1984 var á lífi í lok sama árs. Tíu ára lífslíkur fyrir % by histology for females. % Fig. 11. Clinical cases of thyroid cancer. Survival rates by histology for males. þessa sjúklingahópa eftir gerð krabbameins voru: totumyndandi 77%, skildilsbú 69% og merggerðar 67%. Ekki reyndist marktækur munur á lífslíkum kvenna með totumyndandi og skildilsbúskrabbamein, hvorki eftir fimm né tíu ár. Á mynd 11 sést að karlar með

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.