Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 371-7.
371
Jón Hrafnkelsson, Helgi Sigvaldason, G. Snorri Ingimarsson, Hrafn Tulinius
SPÁ UM FJÖLDA KRABBAMEINA Á ÍSLANDI ÁRIÐ
2000 BYGGÐ Á UPPLÝSINGUM ÚR KRABBAMEINS-
SKRÁ FRÁ 1957 TIL 1986
ÚTDRÁTTUR
Á árunum 1982 til 1986 greindust á áttunda
hundrað krabbameinstilfella árlega. Á sama
tímabili dóu á fimmta hundrað einstaklingar
árlega úr krabbameini. Hlutfall krabbameina af
dánarorsökum var á þessu tímabili um tuttugu og
fimm af hundraði (1). Fjöldi nýrra
krabbameinstilfella hefur aukist að meðaltali um
3,1% á ári, siðustu 30 árin. Þessa aukningu má
skýra út frá ákveðnum staðreyndum (mynd 1);
a) Vegna almennrar fólksfjölgunar 1,3% (jafnt
hjá báðum kynjurn)
b) vegna hækkaðs meðalaldurs 0,7% hjá körlum
en 0,9% hjá konum og
c) vegna annarra orsaka (aukinnar áhættu) 1,2%
hjá körlum og 0,7% hjá konum.
Breytingar á nýgengi einstakra krabbameina hafa
verið miklar. Mest aukning hefur orðið á nýgengi
lungnakrabbameina fyrir bæði kynin, sortumeina
hjá konum og þvagblöðru- og
blöðruhálskirtilskrabbameina hjá körlum. Mest
lækkun hefur orðið á nýgengi krabbameina í
maga og vélinda hjá báðum kynjum og leghálsi
hjá konum.
Viðfangsefni þessarar greinar er spá um földa
krabbameina á íslandi árið 2000. Við spána er
notað líkan sem byggir á upplýsingum úr
krabbameinsskrá ásamt mannfjöldatölum og
mannfjöldaspám. Hugmyndin er að nota megi
slíkar upplýsingar við skipulagningu aðgerða
gegn krabbameinum.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
í greininni er notað aldursbundið nýgengi
krabbameina á árunum 1957 til 1986 sem
grundvöllur fyrir spá um fjölda krabbameina árið
2000. Aldursbundið nýgengi krabbameina er
hlutfall nýgreindra krabbameinstilfella á ákveðnu
aldursskeiði og tilteknu tímabili af
fólksfjöldanum. Nýgengið er reiknað fyrir hvort
Frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Barst
29/03/1988. Samþykkt til birtingar 06/09/1988.
kyn fyrir sig. Samandregnar nýgengistölur yfir öll
aldursskeið eru staðlaðar að heimsstaðli, sem
gerir mögulegt að bera þær saman við tölur frá
öðrum löndum. Tölur um fjölda
krabbameinstilfella eru úr krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands, en mannfjöldatölur
frá Hagstofu íslands. Spár um fólksfjölda með
aldurs- og kynskiptingu hans fram til ársins 2020
hafa verið birtar (2). Nálægt tveim þriðju hlutum
af aukningu krabbameina á síðustu 30 árum má
rekja til fólksfjölgunar og breytinga á
aldursdreifingu. Ætla má að mannfjöldaspá fram
til ársins 2000 sé tiltölulega örugg í þeim
aldursflokkum sem skipta máli fyrir spá um
fjölda krabbameina. Óvissa í spá um fjölda
krabbameina er því að mestu bundin
hugsanlegum og óvæntum sveiflum í nýgengi
krabbameina og nákvæmni þeirra nýgengistalna
sem spáin byggist á. Á síðustu 30 árum hefur
nákvæmni greiningar aukist. Sem dæmi má nefna
að á árunum 1957-1961 voru 75% krabbameina
hjá körlum og 84% krabbameina hjá konum
greind með vefjagreiningu en nú er þetta hlutfall
yfir 98% fyrir hvort kyn. Æxli greind við
krufningu án undangenginna einkenna (incidental
Per cent
1957-62/1982-86 Time periods 1982-86/2000
Fig. 1. Cancer in Iceland. Yearly increase in no of cases
in per cents.