Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 359-65 359 Guðmundur Björnsson, Guðmundur Viggósson, Þórður Sverrisson ORSAKIR SJÓNSKERÐINGAR HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ HÆGFARA GLÁKU INNGANGUR Grein þessi er rituð í þeim tilgangi að kanna augnhag glákusjúklinga á íslandi, með sérstöku tilliti til orsaka sjónskerðingar. Gláka hefur til skamms tíma verið aðal orsök alvarlegrar sjónskerðingar og blindu hér á landi. Orðið gláka er notað um sjúklegt ástand i auga þar sem skemmd verður á taugaþráðum í sjóntaugarósi vegna hækkaðs þrýstings í auganu. Orsakir þrýstingshækkunar í auga eru margar en flestar óþekktar. Lang algengasta tegund gláku er svo köíluð hægfara gláka (Primary Open Angle Glaucoma = POAG). Afleiðingar sjúkdómsins eru vel þekktar, svo sem rýrnun á taugaþráðum í sjóntaugarósi með tilsvarandi skerðingu á sjónvídd, sem smám saman leiðir til blindu, sé ekkert að gert. Þróun sjúkdómsins er yfirleitt mjög hæg og veldur hann venjulega engum umtalsverðum óþægindum á fyrstu stigum. Það er því oft ekki fyrr en á lokastigum sjúkdómsins sem fólk leitar fyrst læknis. Þar sem glákuskemmdir verða aldrei bættar, er nauðsynlegt að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi til að koma í veg fyrir alvarlegar skemmdir á sjón. Með það að leiðarljósi var glákudeild formlega stofnuð við Augndeild Landakotsspítala í október 1973. Með auknu forvarnarstarfi og bættri læknismeðferð hefur á síðari árum orðið mikil breyting til batnaðar. Mönnum hefur líka lengi verið ljóst, að fleira en glákuskemmd veldur sjónskerðingu og blindu hjá glákusjúklingum, enda eru þeir vel flestir í elstu aldurshópum, þar sem tíðni annarra blinduvaldandi sjúkdóma er há. Við könnunina kom reyndar í ljós, að einungis um helmingur sjónskerðingar var af völdum glákuskemmdar. Aðrar algengar orsakir reyndust, ellidrer (cataracta senilis) og ellirýrnun i miðgróf sjónu (degeneratio macularis senilis). Þetta mun vera í fyrsta skipti sem orsakir sjónskerðingar hjá glákusjúklingum hér á landi Frá glákudeild augndeildar Landakotsspítala. Barst ritstjórn 16/03/1988. Samþykkt 12/09/1988. eru kannaðar og skráðar samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Niðurstöður ættu að endurspegla allvel almennan augnhag glákusjúklinga, þar sem ætla má að kannaðar hafi verið sjúkraskýrslur um 40% allra sjúklinga með hægfara gláku hér á landi (1). Vonumst við til að birting þeirra hér megi varpa frekara ljósi á þennan illviga sjúkdóm, sem blindað hefur fleiri íslendinga en nokkur annar sjúkdómur. Höfundum hefur ekki tekist að finna upplýsingar um sambærilegar rannsóknir annarsstaðar frá. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Greint er frá glákusjúklingum sem voru í eftirliti á Glákudeild Augndeildar Landakotsspítala 31. júní 1987. Farið var yfir sjúkraskrár allra skráðra sjúklinga, hvort heldur þeir voru með óyggjandi gláku eða glákugrun (glaucoma suspectum). Einungis þeir glákugrunssjúklingar, sem meðferð fá, voru teknir með í uppgjöri þessu og þá flokkaðir með hægfara gláku, þótt ekki væru dæmigerðar sjónsviðsbreytingar til staðar. Flokkun sjónskerðingar. Tafla þessi er einfölduð útgáfa af »Classification of severity of visual impairment recommended by WHO Study Group on the Prevention of Blindness, Geneva, 6-10 November 1972». WHO Technical Report Series 518. International Classification of Diseases, Revision WHO General 1977. Flokkun Sjónskerpa með besta gleri Besta sjón Minnsta sjón sjón- skerðingar minni en jöfn eða betri en í 6/18 6/60 Sjóndepra 2 6/60 3/60 (low vision) 3 4 5 3/60 1/60 1/60 Ljósskynjun Engin ljósskynjun Blinda (blindness) 9 Sjón óviss Auk þess skipast þeir í flokk blindra, sem hafa mjög þröngt sjónsvið, enda þótt sjónskerpa sé óskert. í 3. flokk þeir sem hafa sjónvídd minni en 10° frá sjónmiðju (central fixation) og í 4. flokk sé sjónvídd ekki meiri en 5°.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.