Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
381
Mælt var hámarks þrýstingsfall, hið hefðbundna
þrýstingsfall frá toppi til topps og
meðalþrýstingsfall (Mynd 2).
Ósæðarlokuflatarmálið var reiknað út frá líkingu
Gorlins (14) og leiðrétt fyrir líkamsyfirborð. Hjá
sjúklingum er einnig höfðu marktækan
ósæðarlokuleka var flatarmál ósæðarlokunnar
ákvarðað út frá rúmmálsmælingar gögnum á
vinstra slegli eftir inndælingu röntgenþéttiefnis, í
stað þess að nota mínútuútstreymi hjartans mælt
með hitaútþynningar aðferð.
Tölfrœði. Niðurstöður eru gefnar upp sem
meðaltal ± staðalfrávik. Metin var línuleg fylgni
milli þrýstingsfalla er mæld voru með
Doppler-ómun og við hjartaþræðingu, en
kúrfulínuleg tengsl milli Doppler þrýstingsfalla og
leiðréttra ósæðarlokuflatarmála er ákvörðuð
voru við hjartaþræðingu (15). Við samanburð var
stuðst við parað Student’s t-próf.
Marktæknimörk voru sett við p<0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Samrœmi milli þrýstingsfalla. Hámarks Doppler
þrýstingsföll mældust á bilinu 25 til 144 (meðaltal
79 ± 35) mmHg og hámarksþrýstingsföll við
hjartaþræðingu voru á bilinu 24 til 165 (meðaltal
84 ±38) mmHg. Góð fylgni fannst milli þessara
þrýstingsfalla (r = 0,96 ) (Mynd 3 a).
Hámarks þrýstingsföll ákvörðuð með Doppler og
við hjartaþræðingu reyndust marktækt hærri en
hin hefðbundnu topp til topps þrýstingsföll við
hjartaþræðingu (p< 0,001), er mældust á bilinu
10 til 140 (meðaltal 68 ±38) mmHg. Þótt bæði
þessi hámarks þrýstingsföll sýndu sterka fylgni
við þrýstingsföll frá toppi til topps (r = 0,95
(mmHg)
Mynd 2. Teikning af þrýstingskúrfum sem skráðar eru
við hjartaþrœðingu og mceld þrýstingsföll. L V = left
ventricle = vinstri slegill; Ao = aorta = ósæð;
Peak-to-peak = topp til topps þrýstingsfall; Max. =
hámarks þrýstingsfall; Mean = meðal þrýstingsfall.
annarsvegar og r = 0,98 hinsvegar) (Mynd 3 b, c),
er óskyldleiki þeirra við síðastnefnd þrýstingsföll
augljós út frá eftirfarandi líkingu:
Hjartaþræðingar þrýstingsfall frá toppi til topps
Max. cath. gradient, mmHg
Max. doppler gradient, mmHg
Peak-peak cath. gradient, mmHg
Max. doppler gradient, mmHg
Mynd 3. Fylgni milli Doppler og hjartaþræðingar
þrýstingsfalla. a) Hámarks (max.) Doppler þrýstingsföll
í samanburði við hámarks hjartaþrœðingar
þrýstingsföll. b) Hámarks Doppler þrýstingsföll í
samanburði við topp til topps (peaktopeak)
hjarlaþræðingarþrýstingsföll. c) Hámarks
hjartaþræðingar þrýstingsföll í samanburði við
þrýstingsföll frá toppi til topps.