Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 50
388 LÆKNABLAÐIÐ læknaskólum, tannlæknaskólum, lyfjafræðiskólum og »public health« skólum. Þetta er mjög greinargott og ítarlegt uppsláttarrit sem verður aðgengilegt á skrifstofu læknadeildar. Foreign Faculty Fellowship Program in the Basic Medical Sciences ECFMG kynnir nýtt prógram sem gefur kennurum frá erlendum háskólum tækifæri til þess að eyða ári í Bandaríkjunum í því skyni að kynna sér aðferðir og öðlast reynslu í kennslu grunngreina. Ástæðan fyrir þessu framtaki er sú, að ECFMG hefur tekið eftir því að frammistaða erlendra nemenda í prófum þeirra í grunngreinum er lakari en bandarískra þótt prófið sé ef til vill ekki tekið á sambærilegum tíma. Þeir vilja því skapa mótvægi við þá ofur áherslu sem af ýmsum er lögð á klíníska menntun og sýna í verki að þeir skilji mikilvægi grunngreinanna og reyni að sporna við þvi að vanmat þróist á þeim greinum. Upplýsingar um þessi efni liggja frammi hjá læknadeild Háskólans. International Medical Scholar Program (IMSP) Alllöngum tíma var eytt í að kynna þessa leið. í stórum dráttum virðist hér vera um að ræða viljayfirlýsingu á þessu stigi frekar en endanlega áætlun um að bandarískir háskólar og spítalar vilji taka við erlendum kandídötum í þjálfun. Þeir sem taka þátt í þessu eru American Board of Medical Specialities (ABMS), The American Hospital Association (AHA), The American Medical Association (AMA), The Association of American Medical Colleges (AAMC), The Council of Medical Speciality Societies (CMSS) og Educational Commission for Foreign Medical Graduates (ECFMG). f stórum dráttum virðast þessi samtök ætla að greiða fyrir því að útlendingar geti komið til Bandaríkjanna til lengri eða skemmri dvalar, hjálpa þeim sem ekki hafa sambönd til að koma sér í sambönd, tryggja að þeir staðir sem taki við útlendingum uppfylli lágmarkskröfur, aðstoða við samskipti við innflytjendayfírvöld og aðstoða við styrki. Samantekt Samtök stofnana í bandaríska heilbrigðiskerfinu hafa tekið sig saman til þess að stuðla að auknu og auðveldara flæði útlendinga til framhaldnáms og þjálfunar í Bandarikjunum. Bandaríkjamenn og flestir fulltrúar erlendu þjóðanna eru sammála um að þessi þjálfunartími skuli vera undir eftirliti heimastofnana, einstaklingar valdir og sendir og snúi allir heim að lokinni þjálfun. Fáir virtust hafa áhuga á því að kandídatar færu upp á eigin spýtur en þó greinilegt að Bandaríkjamenn munu halda því opnu enda hafi þeir hag af því sjálfir. Mögulegt er að fslendingar geti notfært sér IMSP þegar skipulagt framhaldsnám hefst á fslandi í þeim tilgangi að ljúka námi sem hafið er hér heima. Niðurlag Fundur þessi var athyglisverður og árangursríkur. Greinilegt er að ECFMG er ekki eingöngu sú hindrun gegn flæði erlendra lækna til Bandaríkjanna sem margir íslendingar hafa að minnsta kosti talið stofnunina vera. Hún virðist þvert á móti hafa uppi tilburði til þess að auðvelda samskiptin en þó í fullu samráði við fulltrúa erlendu þjóðanna. Þau áform sem þarna voru kynnt gætu orðið til að auka þá möguleika sem íslenskir læknar hafa til framhalds- og viðhaldsmenntunar án þess að tapa því sem þegar er. Á þessum fundi komust höfundar einnig í samband við ýmsa aðra aðila er gætu reynst hjálplegir í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að eiga sér stað í íslensku læknadeildinni. Þar má nefna fulltrúa frá World Federation for Medical Education sem hefur mikla reynslu í að meta kennslufyrirkomulag og prófa og meta hæfni stúdenta. Ennfremur komumst við þar í beint samband við formann þeirrar stofnunar sem sér um bandarísku sérfræðiprófin ef áhugi væri á að nota slík próf til að meta árangur breytinga sem eru að verða. Þá komumst við í samband við fulltrúa Royal College of Physicians í Bretlandi en þeir eru einnig að fara af stað með námsleiðir á þessu sviði og lýstu yfir miklum áhuga á að fá íslendinga til Bretlands i framhaldsnám til lengri eða skemmri tíma. Munum við fá frekari upplýsingar frá þeim. Það er mikilvægt í framhaldi af þessum fundi að íslendingar fylgist með þróun þessara mála og viðhaldi þeim tengslum sem hafa komist á. Læknadeild mun svara þeim spurningum sem ECFMG lagði fram að loknum fundinum og leggja þar áherslu á hvað íslendingar hefðu áhuga á að nýta sér af þessum áformum en jafnframt að gæta þess að glata ekki fyrri sérstöðu sem við virðumst hafa, sem er vilji og áhugi á því að kandídatar okkar komist í raunhæfa starfsþjálfun en ekki áheyrendastöður og geti eftir sem áður farið upp á eigin spýtur ef þeir kjósa svo.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.