Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 16
360 LÆKNABLAÐIÐ Glákugrunur var meðhöndlaður þegar ástæða þótti til að ætla að sjúklingur fengi glákuskemmd án meðferðar á ævitíma sínum, augnþrýstingur ítrekað hærri en 27 mmHg, þrýstingsmunur augna meiri en 6 mmHg, sterk ættarsaga um gláku, ellegar exfoliations syndrome til staðar eða aðrir áhættuþættir. Þann 1. júlí 1987 voru í meðferð vegna hægfara gláku (POAG) alls 809 einstaklingar (409 karlar og 400 konur). Fjallar greinin einvörðungu um þá. Sjúklingar berast til deildarinnar frá augnlæknum, öðrum læknum, Rannsóknarstöð Hjartaverndar eða sjúklingar hafa leitað þangað á eigin vegum vegna ættarsögu um gláku eða sökum glákuótta. Skipuleg glákuleit meðal almennings hefur ekki farið fram á vegum deildarinnar. Að einhverju leyti er sjúklingahópurinn valinn, þar sem deildin sinnir öllum glákusjúklingum, er meðhöndla þarf með leysigeislum og lang flestum sem þarfnast skurðaðgerðar. Við deildina starfa 8 sérfræðingar í augnsjúkdómum. Skilmerki þau sem deildin notar við greiningu og meðferð hægfara gláku eru: 1) Glákuskemmd (Glaucomatous Visual Field Defect = GVFD), en þá er eyða finnanleg á Bjerrum svæðum, vegna skemmda á taugaknippum í sjóntaugarósi, sem frá þeim svæðum liggja (nerve fibre bundle defect) og/eða neflægt þrep í útjaðri sjónsviðs (nasal step). Stækkaður blindur blettur er ekki talinn með, enda ekki einkennandi fyrir hægfara gláku. 2) Dæmigert útlit sjóntaugaróss (glaucomatous excavation). 3) Augnþrýstingur hærri en 27 mmHg. Ekki er gerður greinarmunur á glaucoma simplex og glaucoma capsulare í uppgjöri þessu, og flokkast hvoru tveggja sem hægfara gláka. Fig. 1. Number of POAG patients by age and sex June 1987. Males 409. Females 400. B Blindness 369.0 m Low vision 369.2 □ Visual acuity 6/18 or better Fig. 2. Categories of visual acuity by 809 POAG patients 1987. Percentage and number of patients. ■ Blindness 369.0 m Low vision 369.2 □ Visual acuity >6/18 Fig. 3. Categories of visual acuity of all eyes by 809 POAG patients. Pecentage and number of eyes. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám Göngudeildar Augndeildar Landakotsspitala og miðað við síðustu skoðun. Sjúkraskrár voru allar yfirfarnar á tímabilinu 1.7.-31.8.1987. Yfirleitt voru upplýsingar ekki eldri en þriggja til fjögurra mánaða, þar sem glákusjúklingar eru að jafnaði skoðaðir þrisvar til fjórum sinnum á ári. Sjónskerpa var könnuð með Snellen sjónprófunartöflu. Alltaf var miðað við bestu sjón með besta gleri. Sjónskerðing var flokkuð samkvæmt ábendingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Til sjónsviðsmælinga var notaður sjónsviðsmælir Goldmanns og/eða tölvustýrður sjónsviðsmælir af gerðinni Competer 750, en til að kanna ljósvegi og augnbotna (biomicroscopia) Haag-Streit 900 rauflampi. Á þennan hátt fékkst nánast í öllum tilvikum fram meginástæða sjónskerðingar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.