Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 375 krabbameina í eggjastokkum helst svipað og verið hefur. Miðað við óbreyttar forsendur er spáð nálægt 570 nýjum krabbameinstilfellum hjá körlum og nálægt 540 hjá konum árið 2000. Á mynd 4-1 sýnir efri línan A fjölda krabbameinstilfella á ári fyrir tímabilið 1957 til 1986 og spá fyrir árið 2000. Neðri línan B sýnir fjölda krabbameina ef nýgengi áranna 1957-61 hefði haldist óbreytt en aukningin er eingöngu vegna breytinga í aldurssamsetningu og fjölgunar þjóðarinnar. Mynd 4-2 sýnir sömu upplýsingar fyrir konur. Út frá þessum upplýsingum má sjá að það hefði verið nálægt 200 krabbameinstilfellum færra árlega siðustu árin ef áhættan hefði ekki aukist frá 1957-61. t— co to t- cd o Years cocor^r^opop o 'ödia S CÍI S W S CÍI £} m cd co oo 0)0)0)0 0) o Fig. 4-1. Trend of number of cases for males for all siles 1957-1986 and expecled number 2000 (A). If the population had the same risk as 1957-1961, the number of cases are shown in line B. UMRÆÐA Spá um fjölda krabbameinstilfella í framtíðinni þjónar ýmsum tilgangi. Tilgangurinn hefur nokkur áhrif á val líkansins sem beitt er. Líkan það sem valið var byggir á nýgengi á sex fimm ára tímabilum 1957-1986 og spáir fyrir nýgengi árið 2000. í þessu líkani voru notaðar hlutfallstölur nýgengis á ári til að gera samanburð milli timabila mögulegan. Með því að nota logaritmann af nýgengishlutfallinu veginn með tilfellafjölda er unnt að samnýta upplýsingar frá öllum aldursskeiðum og fyrir krabbamein með lækkandi nýgengi er komið í veg fyrir að spáin fari niður fyrir 0. Fólksfæð landsins veldur því að nýgengistölur einstakra aldurshópa verða háðar tilviljanakenndum sveiflum. Til þess að vega upp á móti þessu eru annars vegar dregnar saman tölur nokkurra ára (5 ár) og hins vegar þarf mörg tímabil til ákvörðunar aðhvarfslínu. Þetta til samans gerir kröfu um langt viðmiðunartímabil og í þessu tilviki eru nýtt 30 ár. Ókostir við langt viðmiðunartímabil er, að á löngum tíma verða miklar þjóðfélagsbreytingar en samfara þeim má gera ráð fyrir breytingum á orsökum krabbmameina. Spáin gerir ráð fyrir að sú hækkun/lækkun á nýgengi krabbameina sem verið hefur síðastliðin 30 ár haldi áfram. Ef breyting verður þar á svo sem vegna fyrirbyggjandi aðgerða eða breytinga á magni eða virkni orsaka gerir líkanið að sjálfsögðu ekki ráð fyrir þeim. Meðalaldur á íslandi hefur hækkað síðustu 30 árin. Þrátt fyrir að krabbamein sé algengast meðal eldra fólks þá sýnir mynd 1 að aukningin á fjölda nýrra krabbameinstilfella síðustu árin er ekki eingöngu vegna breyttrar aldurssamsetningar Number of cases sites 1957-1986 and expected number 2000 (line A). If the population had the same risk as 1957-1961, the number of cases are shown in line B. þjóðarinnar, heldur verður að rekja þetta einnig til annarra þátta. Síðustu 30 árin hafa greiningaraðferðir batnað, og getur það útskýrt eitthvað af þeim breytingum sem orðið hafa á nýgengi í einstökum líffærum. Erfitt er að meta þetta til talna, en þó má gera ráð fyrir að þessar breytingar hafi frekar leitt til aukningar en hins gagnstæða. Finnar (4) og Danir (5) hafa gefið út spár varðandi fjölda krabbameina. Fjöldi nýgreindra krabbameinstilfella í Finlandi er yfir 15.000 á ári og í Danmörku yfir 20.000 þannig að þeir geta notað styttra viðmiðunartímabil og samt haft minni sveiflur í fjölda einstakra meina milli ára. Finnar birtu fyrstu spá sína 1974 og spáðu fyrir fjölda krabbameina 1980. Fyrir tvo-þriðju hluta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.