Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 6

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 6
80 LÆKNABLAÐIÐ á Borgarspítala og 18.3. 1987 15 sýni úr sturtuhausum og hitaböðum á Landakotsspítala. Á hverjum stað voru teknir um það bil 100 ml af vatni í dauðhreinsuð plastílát og sett í hitabað við 50°C í hálfa til eina klukkustund til þess að drepa bakteríur, sem ekki eru eins hitaþolnar og Legionella. Úr hverju íláti var síðan sáð með 10 pl talningarlykkju á BCYE alfa agar (»Buffered Charcoal Yeast Extract« bætt með alfaketoglutarate, Oxoid CM655 + SR110) og 1 ml af sýninu settur á sama æti, sem í var bætt sýklalyfjum (Oxoid SRlll eða SR 118) til að halda niðri vexti annarra baktería. Afgangurinn af vatninu var síaður gegnum 0,2 gm síu frá Millipore, sem síðan var hvolft á BCYE alfa-æti með sýklalyfjum. Sían var fjarlægð eftir 18-20 klukkustundir. Skálarnar voru síðan hafðar í hitaskáp við 36°C og þeim tryggður nægur raki i fjóra sólarhringa áður en lesið var af þeim. Bakteríuþyrpingum með dæmigerðu útliti og vægt jákvæðri súrvatnskljúfssvörun (catalasa), var umsáð á venjulegan blóðagar og BCYE alfa æti. Kæmi enginn vöxtur fram á blóðagarnum var greiningin endanlega staðfest með ónæmisflúrljómun. NIÐURSTÖÐUR Útbreiðsla Legionella spp. á Landspítala. Fyrstu 10 sýnin (1.000 ml hvert) voru tekin úr rakagjöfum loftræstikerfa spítalans. Öll reyndust neikvæð nema sýni úr rakagjafa fyrir loftræstikerfi hluta röntgendeildar, sem er í hinni nýju W-álmu. Þar óx Legionella upp af síu. Ræktun mánuði síðar var neikvæð. Sýni úr rakagjafa fyrir loftræstikerfi Vökudeildar, sem hýsti L. pneumophila 1985, var neikvætt. Sjö sýni frá vistarverum starfsfólks í húsi kvennadeildar, úr sturtuhausum og handlaugum voru neikvæð. Þann 24.9. 1986 voru tekin 11 sýni úr 8 hitaböðum á rannsóknarstofum á Landspítala (Rannsókn 1, 2, 3 og 6). Úr tveim hitaböðum ræktaðist L. pneumophila seroptypa 1, 20 til 30 þúsund þyrpingar úr ml, en hin böðin voru öll neikvæð. Þann 7.10. 1986 voru aftur tekin sýni og var niðurstaðan sú sama. í kjölfar þessa voru hitaböðin hreinsuð og ræktanir endurteknar. Reyndust þá bæði neikvæð. Ekki ræktaðist Legionella úr þrem hitaböðum á sýklarannsóknadeild Landspítala. Á gangi 14D eru herbergi aðstoðarlækna, skrifstofur lækna og fyrirlestrasalur (Loftsalir). Ræktaðist L. pneumophila úr öllum þeim 17 sýnum sem tekin voru þar úr krönum og sturtuhausum. Þegar skrúfað var frá sturtum og tekin vatnssýni með hálfrar mínútu millibili varð niðurstaðan eins og sést í töflum 1 (Table I) og II (Table II). Var bakterían mjög útbreidd á þessum stöðum. Til að ganga úr skugga um hvort bakterían kæmi úr heita eða kalda vatninu voru tekin sýni úr inntökum vaska fyrir heita vatnið annars vegar og kalda vatnið hins vegar. Niðurstöður má sjá í töflu III (Table III). Þrisvar voru tekin sýni á blóðskilunardeild Landspítala, 13.10., 3.11. og 1.12. 1986. Vatnssýni voru tekin úr þeim vélum, sem voru í notkun hverju sinni. Tekið var vatn, sem var inni á vélunum og ræktaðist Legionella úr sex af átta vélum. Einnig ræktaðist L. pneumophila úr vatnsinntaki fyrir blóðskilunardeildina báðum megin við síur, sem voru á vatnsinntakinu. Vatn úr handlaugarkrana á blóðskilunardeildinni reyndist einnig jákvætt. Table I. The Nationa! University Hospitat (Landspltalinn): Serial cultures from showers. House staff rooms 1 (cold) and 3 (hot). 10 |il No. of colonies 1 ml filter hot cold hot cold hot cold After 0 min. ...35 0 25 After Vi min. ... 0 0 3 5 After 1 min. ... 0 0 13 7 After 1 /i min. ... 0 0 7 1 After 2 min. ... 1 0 5 0 After 2'A min. ... 0 0 3 0 pos. Table II. The National University Hospital (Landspítalinn): Serial cultures from showers. House staff rooms 1 (hot) and 3 (cold). No. of colonies 10 ul 1 ml filter hot cold hot cold hot cold After 0 min. .. .. 55 4 nc*) nc nc nc After Vi min. .. .. 1 0 30 4 nc nc After 1 min. .. .. 0 0 14 8 nc nc After 1/2 min. .. .. 0 0 8 0 -100 50 After 2 min. .. .. 0 0 5 0 -100 17 After 2/i min. .. .. 0 0 0 1 40 40 After 3 min. .. .. 0 0 2 1 42 50 After 3'/2 min. .. .. 0 0 2 0 60 30 After 4 min. .. .. 0 0 1 1 54 4 After 4 '/2 min. .. .. 0 0 0 0 7 7 After 5 min. .. .. 0 0 2 0 32 16 *) too numerous to count.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.