Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 21

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 95-9 95 Jón Þorgeir Hallgrímsson, Gunnlaugur Snædal KEISARASKURÐIR Á ÍSLANDI 1930-1939 Sögulegt yfirlit III. grein INNGANGUR í fyrri tveimur greinum var gerð grein fyrir þeim keisaraskurðum sem gerðir voru á íslandi frá árinu 1865 til og með 1929 (1,2). í töflu I eru allar aðgerðirnar teknar saman, þannig að í ljós kemur hvar aðgerð fór fram, hver læknirinn var, ábending og loks upplýsingar um afdrif móður og barns. Við nánari skoðun á töflu I sést, að ábendingar fyrir keisaraskurðum á þessu tímabili eru aðeins fjórar og af þeim eru grindarþrengsl algengust. Eftir 1920 koma fram aðrar ábendingar, svo sem fóstureitrun (preeclampsia) árið 1922 og fyrirsæt fylgja (placenta previa) árið 1925. Þetta eru því fyrstu keisaraskurðir á íslandi sem gerðir voru vegna þessara ábendinga. Sé litið til áranna 1920-1929 kemur í ljós, að gerðar eru sjö aðgerðir vegna grindarþrengsla (pelvis contracta) en tvær vegna fæðingakrampa (eclampsia), þrjár vegna fyrirsætrar fylgju og ein vegna hríðatruflana (dysdynamia - dystocia). Af þeim 17 keisaraskurðum sem gerðir voru á íslandi frá 1865 til og með 1929 virðist að í níu tilfellum hafi móðir og barn lifað af aðgerðir (53%). í sex tilfellum af þessum 17 er þess getið að móðirin hafi látist (35%) en hins vegar eru mjög ófullnægjandi upplýsingar fyrirliggjandi varðandi börnin. Vitað er að stúlkubarnið sem fæddist fyrst allra með keisaraskurði á íslandi árið 1865 dó rúmlega misseris gamalt. í aðeins einu tilfelli öðru er talað um að barn hafi látist en það var í sambandi við keisaraskurðinn sem Páll Kolka gerði í Vestmannaeyjum árið 1925, enda var þar um mikinn fyrirburð að ræða. í sex tilfellum eru engar upplýsingar um það hvort barnið lifði af aðgerðina og þá fyrstu vikuna á eftir. Landspítalinn í skýrslum Landspítalans (3) er þess getið að hann Barst 24/11/1988. Samþykkt 02/12/1988. hafi tekið til starfa 20. desember 1930 en þá komu fyrstu sjúklingarnir á spítalann. Síðan segir: »Starfsfólk spítalans var að vísu komið þangað áður en þá fyrst hófst hið reglulega spítalastarf er sjúklingarnir komu. Starfsmannalið spítalans var ekki fullskipað strax og spitalinn tók til starfa, og þótti sumum það jafnvel úr hófi margt, trúðu því ekki að svona mörg ný sjúkrarúm myndu fyllast í bráðina. En svo fór, að brátt varð að fjölga starfsfólki, vegna þess að fleiri og fleiri sjúklingar leituðu til spítalans, enda hafði lengi verið tilfinnanlegur skortur á sjúkrarúmum í Reykjavík. Um miðjan aprílmánuð voru sjúklingarnir orðnir 92, öll hin áætluðu sjúkrarúm fullsetin og í lok aprílmánuðar voru sjúklingarnir orðnir 100, þá farið að bæta við rúmum og þrengja á stofunum. Síðan hefur sjúklingatalan enn aukist og eins eftirspurn eftir sjúkrarúmum, svo oft hafa sjúklingar orðið að bíða eftir spítalavist. Þetta mun þó ekki stafa af því að sjúklingum sé að fjölga í Iandinu, heldur af hinu að fólki lærist betur og betur að á spítölum fær það betri bataskilyrði en í heimahúsum, ekki síst þar sem húsnæði er lélegt og hjálp ónóg.« Opnun fæðingadeildar á Landspítalanum árið 1930 olli vissum straumhvörfum, þar sem hún var fyrsta deild sinnar tegundar á íslandi. Hún virðist hins vegar ekki valda neinum straumhvörfum hvað varðar tíðni keisaraskurða. Vissulega fjölgaði aðgerðum á landinu öllu efíir 1930, því auk Reykjavíkur og Akureyrar voru á þessum áratug gerðir keisaraskurðir á ísafirði, Þingeyri, Blönduósi, Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Á sama tíma fer tíðni þeirra aldrei yfir 2% af fæðingum á hinni nýju deild og virðist lítil breyting verða á þessu fyrr en á miðjum sjötta tug aldarinnar. Líkleg skýring á þessu er hinn mikli barna- og mæðradauði, sem var fylgifiskur aðgerðanna lengi fram eftir. Ekki var deildin stór i byrjun, aðeins tvær

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.