Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 113 penicillíns (41). Nú er því að nefna til sögunnar tvo menn, er loks skildu gildi rannsókna Flemings, og ásamt samverkamönnum í Bretlandi og Bandaríkjunum auðnaðist að framleiða nægjanlega mikið penicillin til þess að nota við alvarlegar sýkingar. Annar þeirra var Howard Walter Florey (1898-1968), sem var fæddur í Ástralíu og lauk þar læknanámi. Nam hann eftir það í Oxford og Cambridge. Hann hafði fengið Rockefellerstyrk til rannsókna í Bandaríkjunum. Sérgrein hans var meinafræði (í víðum skilningi). Eftir að hafa annast kennslu og rannsóknir í greininni í Cambridge og Sheffield varð hann prófessor í Oxford 1935 og var þar til æviloka. Hinn var Ernst Boris Chain (1906-1979), sem var fæddur í Berlin og lauk þar námi í efnafræði og eðlisfræði, en taldist síðar lífefnafræðingur. Hann var af gyðingaættum og hrökklaðist undan nasistum og fór til Bretlands. Árið 1935 kom hann til Oxford að vinna með Florey. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar vann hann lengi við þekkta rannsóknastofnun í Róm (Instituto Superiore di Mynd 11. Howard Walter Florey (1898-1968). Florey var prófessor í meinafrœði í Oxford og stýrði þeim hópi vísindamanna, er nefndist »Oxfordhópurinn« og tókst fyrstum að framleiða nœgjanlega hreint penicillín til þess að nota að gagni við alvarlegar sýkingar. Sanitá), en lauk ferli sínum í starfi prófessors í lífefnafræði í London (Imperial College) (42). Florey hafði mikinn áhuga á rannsóknum Flemings á lýsózými, sem áður ræðir. Eftir að Chain hafði staðfest, að skoðanir Flemings á lýsózými væru réttar og rannsakað virkni þess nánar, vaknaði áhugi þeirra félaga á því að kanna, hvað vitað væri um önnur hliðstæð bakteriudrepandi efni. Þeir staðnæmdust fljótt við ritgerð Flemings um penicillín frá árinu 1929. Með styrkveitingu frá Rockefellersjóði, sem Florey útvegaði, hófst Chain handa við rannsóknir á penicillíni í ársbyrjun 1939. Svo vel vildi til, að í Oxford voru til ræktanir af myglusveppum frá Fleming, er hann hafði sent fyrirrennara Floreys. Hafði hann haft mikinn áhuga á bakteríufögum, en misst áhuga á viðfangsefninu, þegar penicillín reyndist ekki vera bakteríufag! (43). Chain hélt í fyrstu, að penicillín væri enzým. Hann reyndi því að einangra það og vinna úr svepparæktununum með því m.a. að beita aðferð, sem þá var nýlega tekið að nota við Mynd 12. Ernst Boris Chain (1906-1979). Hann var helsti samverkamaður Floreys í Oxford og síðast prófessor í lífefnafrceði í London, Sérþekking hans á llfefnafrœði skipti sköpum í þá veru, að vinna mætti nægjanlega hreint penicillín til lækninga úr Penicillium- sveppum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.