Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 48

Læknablaðið - 15.03.1989, Side 48
114 LÆKNABLAÐIÐ einangrun og hreinsun enzýma og annarra viðkvæmra lífefna og nefnist frostþurrkun (lyofilization). Með því að beita þessari nýju tækni heppnaðist Chain og samverkamönnum að einangra penicillín og hreinsa í þeim mæli, að það var þúsund sinnum virkara gegn næmum bakteríum en það penicillín, sem Fleming vann með. Florey og aðrir í hópnum, sem nú var saman kominn í Oxford (oft kallaður »Oxfordhópurinn«), önnuðust bakteríufræðilegar rannsóknir og aðrar líffræðilegar rannsóknir á penicillíni. í fyrstu ritgerð þeirra félaga, er nefnist: Penicillin as a chemotherapeutic agent og birtist í Lancet 24. ágúst 1940, er fyrst vikið að hreinsun efnisins og virkni. Þar segir orðrétt: »During the last year methods have been devised here for obtaining a considerable yield of penicillin, and for rapid assay of its inhibitory power. From the culture medium a brown powder has been obtained which is freely soluble in water. It and its solution are stable for a considerable time and though it is not a pure substance, its antibacterial activity is very great» (44). - í ritgerðinni eru raktar klassískar tilraunir með mýs, sem sýktar voru með þremur tegundum baktería (Streptococcus pyogenes, Staphylococcus aureus eða Clostridium septicum (septique)) og hvernig penicillín bjargaði þeimfrá bráðum dauða. Af þessum tilraunum var sú tilraun ef til vill athyglisverðust, sem gerð var 1. júlí sumarið 1940 (45). Einmitt um þetta leyti var gengi Breta í heimsstyrjöldinni síðari um það bil eins slæmt og verða mátti. Vonir um stuðning frá bresku ríkisstjórninni eða frá breskum lyfjaverksmiðjum til þess að framleiða penicillín urðu því að engu. Varð því ekki annað úrræða en halda áfram vinnunni í Oxford með þeirri aðstöðu, mannafla og fjármagni, sem þar var (46). Tólfta febrúar 1941 var penicillín reynt í fyrsta sinn við alvarlegt sjúkdómstilfelli sem frægt er. Sjúklingurinn var lögreglumaður í Oxford, sem kominn var að dauða af völdum stafýlókokkablóðeitrunar. Súlfónamíð höfðu verið reynd, en án árangurs. Sjúklingurinn fékk penicillin í æð auk blóðgjafar. Allt virtist benda til þess, að manninum yrði bjargað. Hann fékk allt það penicillín, sem til var, en það hrökk ekki til og hann dó. Skömmu síðar, þegar meira penicillín hafði verið framleitt, var það reynt í þremur alvarlegum sjúkdómstilfellum og sannaði þar ágæti sitt (47). Mynd 13 a og b. Myndin er af penicillíni í hettugiasi í vörslu Rannsóknastofu í lyfjafrœði. Glasið er frá fyrstu árum penicillínframleiðslu. Mynd a sýnir forhlið glassins. íþví voru 100.000 svokallaðar Oxford-einingar af penicillíni og það hefur átt að nota fyrir 10.1.1947. Framleiðandi var Parke, Davis & Co. í Detroit í Bandarikjunum. Mynd b sýnir, að penicillín var í þá daga óhreint efni (»brown powder«) eins og Florey et. al. skrifuðu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.