Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1989, Page 56

Læknablaðið - 15.03.1989, Page 56
118 LÆKNABLAÐIÐ Tafla 1. Ástæður útilokunar frá rannsókn (n = ! 1). 1. Gallblöðrunám hluti af annarri aðgerð (9 sjúklingar). a) Losun samvaxta vegna garnastiflu. b) Samgötun maga og ásgarnar (Gastro-jejunostomy). c) Hnitrof (HSV) og cruraplastic á þind. d) Brottnám á botnristli (Caecum). e) 5 sjúklingar með krabbamein í brisi. 2. Tveir sjúklingar með steinalausa gallblöðrubólgu eftir slys. Tafla II. Aldurs- og kynskipting hópanna. Hópur A Hópur B bráðaðgerð (n = 67) valaðgerð (n = 70) karlar konur karlar konur 32 35 21 49 Aldur (miðtala-ár) 69,5 53 61 51 Tafla III. Legutími og aðgerðartími. Bráö aðgerð (n = 67) Valagerð (n = 70) Legutími (dagar) 14 (5-74) 8 (3-26) *) Legutími eftir aðgerð (dagar) 10 (3-52) 7 (2-25) *) Aðgerðartími (mín.) 100(40-230) 75 (40-150) *) Miðtala og bil (Median og range). *) p<0,01. Tafla IV. Fylgikvillar við aðgerð. Hópur A (n = 67) Hópur B (n = 70) I. Fylgivillar í kvið a) Sýking í skurðsári i 3 b) Gallleki í c) Blæðing í kviðarhol .... 1 d) ígerð í kviðarholi 2 II. Hjarta- og lungna- fylgikvillar a) Samfall á lunga (Atelectasis) 5 5 b) Lungnabólga 4 c) Brátt hjartadrep 1 III. Ýmislegt a) Þvagteppa 1 b) Segamyndun í bláæð ... 1 c) Lömun á peroneus taug 1 Fjöldi sjúklinga 15 (22,4%)*) 9 (12,8%)*) *) Sumir fengu fleiri en einn fylgikvilla. eftir aðgerð, aðgerðartími, fylgikvillar aðgerðar og dánartíðni. Einnig var fjöldi gallrásarskurða í hvorum hópi skráður. Student’s t-test var notað til að bera saman mismun á meðaltölum. Við samanburð á dánartíðni var stuðst við Fisher’s exact test. NIÐURSTÖÐUR Athugunin náði til 137 sjúklinga, 84 (61,3%) kvenna og 53 (39,7%) karla. Miðtala aldurs kvenna var 52,5 ár (aldursbil 18-96 ár) og karla 61 ár (aldursbil 20-86 ár). Tafla II sýnir skiptingu í flokka og aldur. Aldursmunurinn, sem kemur fram milli hópanna er marktækur (p<0,05) og einnig reyndust fleiri karlar vera í hópi A (p<0,05). Tafla III sýnir heildarlegutíma, legutíma eftir aðgerð og aðgerðartíma. Um lengri heildarlegutíma, legutíma eftir aðgerð og aðgerðartíma var að ræða í hópi A (p<0,05). Tafla IV sýnir fylgikvilla eftir aðgerð í hvorum hópi fyrir sig. Voru þeir tíðari í hópi A, en sá munur er ekki marktækur (p>0,05). Þrír sjúklingar Iétust eftir bráða aðgerð, en enginn eftir valaðgerð. Það jafngildir 2,2% dánartíðni fyrir allan hópinn, en 4,5% dánartíðni fyrir hóp A. Þessi munur er ekki marktækur milli hópanna. Tveir þeirra sem létust voru 89 og 96 ára gamlir og skornir upp vegna bráðrar lífhimnubólgu. Smásjárskoðun á gallblöðru sýndi bráða bólgu með drepmyndun. Þriðji sjúklingurinn sem lést, áttræður karlmaður, var skorinn upp vegna stíflugulu. Einn steinn varð eftir í gallpípu (ductus choledochus) og fékk sjúklingur briskirtilsbólgu eftir aðgerð og lést. Vegna gruns um stein var gallpípan opnuð 17 sinnum í hópi A (25%), en fjórum sinnum í hópi B (6%) (p<0,01). UMRÆÐA Meginniðurstaða þessarar afturskyggnu rannsóknar bendir til þess, að á Borgarspítalanum sé bráð gallblöðruaðgerð sambærileg við valaðgerð, a.m.k. hvað dánartíðni varðar. Nokkurs misræmis gætir í aldurs- og kynskiptingu milli aðgerðarhópanna, þannig að sjúklingar í hópi A eru 11,5 árum eldri en sjúklingar í hópi B. Af þessum sökum er varhugavert að draga afdráttarlausar ályktanir af niðurstöðunum. Þó ætti þessi aldursmunur að hafa í för með sér aukna dánartíðni (3, 8-10), þannig að »slagsíðan« (bias) er í »rétta« átt.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.