Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 56
118 LÆKNABLAÐIÐ Tafla 1. Ástæður útilokunar frá rannsókn (n = ! 1). 1. Gallblöðrunám hluti af annarri aðgerð (9 sjúklingar). a) Losun samvaxta vegna garnastiflu. b) Samgötun maga og ásgarnar (Gastro-jejunostomy). c) Hnitrof (HSV) og cruraplastic á þind. d) Brottnám á botnristli (Caecum). e) 5 sjúklingar með krabbamein í brisi. 2. Tveir sjúklingar með steinalausa gallblöðrubólgu eftir slys. Tafla II. Aldurs- og kynskipting hópanna. Hópur A Hópur B bráðaðgerð (n = 67) valaðgerð (n = 70) karlar konur karlar konur 32 35 21 49 Aldur (miðtala-ár) 69,5 53 61 51 Tafla III. Legutími og aðgerðartími. Bráö aðgerð (n = 67) Valagerð (n = 70) Legutími (dagar) 14 (5-74) 8 (3-26) *) Legutími eftir aðgerð (dagar) 10 (3-52) 7 (2-25) *) Aðgerðartími (mín.) 100(40-230) 75 (40-150) *) Miðtala og bil (Median og range). *) p<0,01. Tafla IV. Fylgikvillar við aðgerð. Hópur A (n = 67) Hópur B (n = 70) I. Fylgivillar í kvið a) Sýking í skurðsári i 3 b) Gallleki í c) Blæðing í kviðarhol .... 1 d) ígerð í kviðarholi 2 II. Hjarta- og lungna- fylgikvillar a) Samfall á lunga (Atelectasis) 5 5 b) Lungnabólga 4 c) Brátt hjartadrep 1 III. Ýmislegt a) Þvagteppa 1 b) Segamyndun í bláæð ... 1 c) Lömun á peroneus taug 1 Fjöldi sjúklinga 15 (22,4%)*) 9 (12,8%)*) *) Sumir fengu fleiri en einn fylgikvilla. eftir aðgerð, aðgerðartími, fylgikvillar aðgerðar og dánartíðni. Einnig var fjöldi gallrásarskurða í hvorum hópi skráður. Student’s t-test var notað til að bera saman mismun á meðaltölum. Við samanburð á dánartíðni var stuðst við Fisher’s exact test. NIÐURSTÖÐUR Athugunin náði til 137 sjúklinga, 84 (61,3%) kvenna og 53 (39,7%) karla. Miðtala aldurs kvenna var 52,5 ár (aldursbil 18-96 ár) og karla 61 ár (aldursbil 20-86 ár). Tafla II sýnir skiptingu í flokka og aldur. Aldursmunurinn, sem kemur fram milli hópanna er marktækur (p<0,05) og einnig reyndust fleiri karlar vera í hópi A (p<0,05). Tafla III sýnir heildarlegutíma, legutíma eftir aðgerð og aðgerðartíma. Um lengri heildarlegutíma, legutíma eftir aðgerð og aðgerðartíma var að ræða í hópi A (p<0,05). Tafla IV sýnir fylgikvilla eftir aðgerð í hvorum hópi fyrir sig. Voru þeir tíðari í hópi A, en sá munur er ekki marktækur (p>0,05). Þrír sjúklingar Iétust eftir bráða aðgerð, en enginn eftir valaðgerð. Það jafngildir 2,2% dánartíðni fyrir allan hópinn, en 4,5% dánartíðni fyrir hóp A. Þessi munur er ekki marktækur milli hópanna. Tveir þeirra sem létust voru 89 og 96 ára gamlir og skornir upp vegna bráðrar lífhimnubólgu. Smásjárskoðun á gallblöðru sýndi bráða bólgu með drepmyndun. Þriðji sjúklingurinn sem lést, áttræður karlmaður, var skorinn upp vegna stíflugulu. Einn steinn varð eftir í gallpípu (ductus choledochus) og fékk sjúklingur briskirtilsbólgu eftir aðgerð og lést. Vegna gruns um stein var gallpípan opnuð 17 sinnum í hópi A (25%), en fjórum sinnum í hópi B (6%) (p<0,01). UMRÆÐA Meginniðurstaða þessarar afturskyggnu rannsóknar bendir til þess, að á Borgarspítalanum sé bráð gallblöðruaðgerð sambærileg við valaðgerð, a.m.k. hvað dánartíðni varðar. Nokkurs misræmis gætir í aldurs- og kynskiptingu milli aðgerðarhópanna, þannig að sjúklingar í hópi A eru 11,5 árum eldri en sjúklingar í hópi B. Af þessum sökum er varhugavert að draga afdráttarlausar ályktanir af niðurstöðunum. Þó ætti þessi aldursmunur að hafa í för með sér aukna dánartíðni (3, 8-10), þannig að »slagsíðan« (bias) er í »rétta« átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.