Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 335-6.
335
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafclag íslands og
Læknaíclag Rcykjavikur
77. ARG. - NOVEMBER 1991
NAUÐSYN SLYSAVARNA
Þegar undirritaður samdi frumvarp að lögum
um Slysavamaskóla sjómanna var í þeim
ákvæði um að enginn yrði lögskráður á
íslenskt skip, nema að hafa lokið »námi«
frá skólanum. Svo ná mætti samkomulagi
um frumvarpið og gera það að lögum, varð
að fella þetta ákvæði út. Þar komu við sögu
hagsmunir, sem ég tel að þjóni ekki öryggi
sjómanna.
Þessa niðurstöðu taldi ég afleitari fyrir þær
sakir, að nú er almennt talið að nýliðafræðsla
um borð í skipum sé of lítil, í raun hvergi
fullnægjandi. Og ástæðan er aukið vinnuálag
sjómanna, minni tími og færri tækifæri til
að leiðbeina nýliðum. Þetta kann að vera
meginástæða margra slysa.
Líklegt má telja, að höfundi þessa leiðara hafi
verið ætlað það hlutverk að draga ályktanir af
meginniðurstöðu könnunar þeirra Hólmfríðar
Gunnarsdóttur og Vilhjálms Rafnssonar á
dauðaslysum á sjó (drukknanir sjómanna) á
árabilinu 1966 til 1986.
Könnunin/rannsóknin birtist í þessu blaði og
þar segir meðal annars orðrétt: »Niðurstöður
þessarar rannsóknar sýna að þrátt fyrir átak
í slysavömum hefur dauðaslysum á sjó,
þar á meðal drukknunum, ekki fækkað svo
óyggjandi sé.« Þessi staðhæfing hlýtur að
valda starfsmönnum Slysavamafélags íslands
og slysavamafólki öllu talsverðu hugarangri.
Getur verið, að 60 ára barátta fyrir bættum
slysavömum hafi ekki borið árangur?1*
Það er ekki viðunandi að draga slíka ályktun,
en niðurstaðan vekur hins vegar fjölmargar
spumingar. Það má til dæmis velta því fyrir
sér hvort ný tækni, öflugri vélar, auknar
kröfur um afköst, gífurlegt vinnuálag og
núverandi fiskveiðistefna hafi aukið hættu
á slysum. Eða getur verið, að nauðsynlegar
slysavamir hafi að einhverju leyti setið á
hakanum af því að þær kosta peninga? Eru
slysin kannski fómarkostnaður kröfunnar
um aukna þjóðarframleiðslu og meiri
þjóðartekjur?
'^Þess má geta, aö Slysavarnaskóli sjómanna tók til
starfa áriö 1985 og áhrifa hans gætir ekki í títtnefndri
rannsókn. Þá ber aö hafa í huga, aö sóknarmynstur
íslenska flotans hefur breyst. Dregiö hefur úr netaveiöum
en togveiðar aukist, og þaö er einmitt um borö í
togveiðiskipunum, sem flest slysin veröa. Tækjabúnaöur
vinnsluskipanna veldur þvi einnig, aö slysahættan hefur
aukist.
Kannanir sýna, að yngstu aldurshópamir eru í
langmestri hættu um borð í skipum.
Samvinna hefur nú tekist með
öryggisfræðslunefnd sjómanna og
Félagsmálaráðuneytinu um nýliðafræðslu og
má vænta góðs árangurs á þeim vettvangi.
Rannsóknin, sem er tilefni þessa leiðara,
hefur áður kallað fram nokkur skoðanaskipti.
Bent hefur verið á, að niðurstaðan stangist
á við rannsóknir, sem gerðar hafa verið hjá
Siglingamálastofnun ríkisins. Starfsmenn
Slysavamafélagsins telja einnig, að
niðurstaðan komi ekki heim og saman við
tölur og upplýsingar, sem þeir hafa undir
höndum.
Þannig segir Kristinn Ingólfsson,
starfsmaður Siglingamálastofnunar, í grein
í Morgunblaðinu 20. ágúst síðastliðinn: »Sé
tekið tímabilið 1971-1974 eru dauðaslys á
tíu þúsund ársverk 41, en aftur á móti fyrir
tímabilið 1984-1989 em dauðaslysin komin
niður í 12 á tíu þúsund ársverk. Því má
segja með sanni að dauðaslysum til sjós hafi
fækkað vegna aukinnar sjóhæfni skipa, aukins
öryggisbúnaðar, fræðslu og að björgunarsveitir,
í landinu hafa stóreflst.«
Það er mikill munur á þessum tölum
og rannsókn þeirra Hólmfríðar og
Vilhjálms. Skýringamar má kannski finna í
aðferðafræðinni. En það er ekki tilefni til að
gera ágreining um það hvort dauðaslysum
á sjó hefur fjölgað eða fækkað. Það er hins
vegar tilefni til að hvetja til óumdeilanlegrar
skráningar á sjóslysum.