Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1991, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.11.1991, Qupperneq 20
344 LÆKNABLAÐIÐ veirunnar úr sermi sýktra tilraunaapa, en á veiruna var síðan hægt að beita ýmsum erfðatækniaðferðum. I stuttu máli var eftirfarandi gert (19): 1. Fyrst var veiran skilin frá í hraðskilvindum úr sermi sýktra apa. 2. Síðan var efnið eðlissvipt og kjamsýrumar umritaðar (transcribed) yfir í DNA með ensíminu bakrita (»reverse transcriptase«). 3. Síðan var c DNA (complementary DNA) komið fyrir í plasmíð ferjum (plasmid vector), sem tjáðu sérstakar hvítusameindir. Þetta leiddi til myndunar fjölda einrækta (klóna) sem framleiddu polypeptíð. Leitað var svo að einræktum, sem gæfu frá sér polypeptíð, sem hvörfuðust við sermi úr nonA, nonB lifrarbólgusjúklingum. 4. Nokkrar slíkar einræktir fundust. Reyndust þær vera frá svipuðum stað á erfðaefni veirunnar og sköruðust. Var þeim skeytt saman og komið fyrir í gersveppum, sem stuðluðu að tjáningu veiruerfðaefnishlutans í miklu magni. Var hvítusameindin, sem varð til, nefnd C100-3. GERÐ VEIRUNNAR Frekari rannsóknir svo sem raðgreining kjamsýra veirunnar, sem nefnd hefur verið lifrarbólguveira C, hafa leitt í ljós að hún er einstrend RNA veira (19). Kjamsýran er jákvæður strendingur um það bil 10000 nukleótíð að stærð. Veiran er skyldust svonefndum gulveiru ættbálki (Flaviviridae), en mannagulveirur berast einkum milli manna með skordýrum. Dæmi um sjúkdóma, sem gulveirur valda, eru mýgulusótt (yellow fever) og »dengue hemorrhagic fever«. Nokkru fjarskyldari eru togaveirur, en veiran sem veldur rauðum hundum (rubella) er ein þeirra. MÓTEFNAMÆLINGAR Þegar tekist hafði að framleiða hluta lifrarbólgu C veirunnar, þ.e. hvítusameindina C100-3, voru þróaðar aðferðir til mótefnamælinga gegn C100-3 sameindinni með RIA (radio-immuno-assay) og ELISA (enzyme-linked-immunosorbent-assay) tækni (20). Hægt er nú að kaupa efni til þessara mælinga og hafa þær verið teknar upp hérlendis. Mótefnamælingar hafa leitt í ljós ýmsa nýja vitneskju. 7. Samhand lifrarbólgu C veirunnar og nonA, nonB lifrarbólgu eftir blóð- og blóðhlutagjafir. Niðurstöður frá ýmsum löndum hafa leitt í ljós að um þrír af hverjum fjórum sjúklingum (60-84%) hafa mótefni gegn lifrarbólgu C (20-22). I athugunum þar sem sjúklingar með lifrarbólgu C hafa verið rannsakaðir í langan tíma hefur komið í ljós að mótefni gegn C100-3 hvítusameindinni birtast oft ekki fyrr en mörgum vikum, jafnvel mörgum mánuðum eftir smit (23). Einnig eru dæmi þess að sjúklingar hafi misst mótefni sem þeir hafa fengið í kjölfar sýkingar (23). Hafa verður þessa möguleika í huga við greiningu á lifrarbólgu C og ekki síst í skimun í blóðbönkum, þar sem sýktir og smitandi einstaklingar gætu verið mótefnalausir og ekki fundist með núverandi aðferðum. Gæti þessi langi tími, sem oft líður áður en mótefni gegn C100-3 myndast, og einnig það að þau geta horfið, verið meðal ástæðna fyrir því, að um fjórðungur nonA, nonB lifrarbólgusjúklinga eftir blóðgjöf mælast ekki með mótefni gegn C100-3 sameindinni. Annar möguleiki er að allir hafi ekki hæfileika til að mynda mótefni gegn þessari sameind og ef aðrir og fleiri hlutar veirunnar væru notaðir myndu fleiri sjúklingar mælast með mótefni. Þriðji möguleikinn er að til séu fleiri veirur, sem orsaka nonA, nonB lifrarbólgu (sbr. lifrarbólga E). 2. Samband lifrarbólgu C og einstakra (sporadískra) tilfella af nonA, nonB lifrarbólgu sem eru ekki tengd blóð- eða blóðhlutagjöf. Athuganir sýna að um þrír af hverjum fjórum hafa mótefni gegn lifrarbólgu C, þ.e. mjög svipað hlutfall og hópurinn sem sýkst hefur eftir blóðgjafir (21,24,25). Tekið skal fram að þessar niðurstöður eru frá Vesturlöndum. 3. Tíðni. Gerðar hafa verið margar rannsóknir á tíðni mótefna gegn lifrarbólgu C í hinum ýmsu þjóðfélags- og sjúkdómshópum. Komið hefur í ljós í mörgum rannsóknum að meðal blóðgjafa er tíðni mótefna mjög lág, oftast á bilinu 0.5-1% á Vesturlöndum, en rúmlega 1% í Japan (26-30). Frumkönnun meðal blóðgjafa á Islandi hefur leitt í ljós að tíðni mótefna er 0.7%. Var könnunin gerð með. »Ortho« ELISA tækni (upplýsingar frá Ólafi Jenssyni yfirlækni Blóðbankans og Barböru Stanzeit líffræðingi). í Afríku er tíðnin hærri, eða 6% (31). I sjúklingum með sfblæði, þeim sem

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.