Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1991, Page 43

Læknablaðið - 15.11.1991, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 363-6. 363 \ z' Halldór Baldursson TÓMSTUNDAGAMAN II: AÐ GERA UPP FALLBYSSUR OG SKJÓTA AF ÞEIM INNGANGUR Læknum er hætt við að einangrast og verða fagidíótar. Læknanámið er erfitt og í raun er þess krafist, að menn séu vakandi og sofandi með hugann allan við námið, enda er námsefnið slíkt, að tímar sólarhringsins eru varla nógu margir. Eftir læknapróf tekur við kandidatstíminn og oftast sémám með einbeitingu að faginu og skerðingu á öðrum lestri, jafnvel hugsun. Læknum er nauðsynlegt að hafa eitthvert tómstundagaman, sem ólíkast starfinu. »A change is as good as a rest«. Sumir safna frímerkjum, iðka tónlist, mála, leika golf eða veiða lax. Allt er þetta fánýtt í augum þeirra, sem ekki hafa áhugann (eða bakteríuna). Frímerki - hvað eru þau nema mislitir pappírssneplar, sumir með lími og sumir ekki? Hvers virði er tónlist hinum laglausu? Málverk eru falleg eða ljót í augum annarra, án þess að það endilega auki eða skerði sköpunargleði listamannsins. Þurfa menn að kaupa kylfusett, borga árgjald í golfklúbbi og elta síðan litla hvíta kúlu út um grundir og hóla? Væri ekki nær að fara bara í gönguferð? Laxinn væri yfirleitt ódýrari úr fiskbúð en með því að kaupa veiðileyfi. Nei - vitrænar skýringar á ágæti tiltekins tómstundagamans eru í besta lagi vafasamar. Kjami málsins er, að til að hlaða rafhlöðu sálarinnar þurfa menn að komast burt frá því, sem þeir starfa venjulega við. Mynd. 1. Fallbyssuhlaup sem bryggjupolli í Akureyrarhöfn. FUNDIN FALLBYSSUHLAUP Hér verður lítillega gerð grein fyrir sérstöku tómstundagamni mínu, sem er að gera upp gamlar framhlaðningsfallbyssur og skjóta af þeim. Árið 1981 kom ég til starfa á Akureyri og veitti því fljótlega athygli, að nokkrir bryggjupollar í Akureyrarhöfn voru óvenjulegir að gerð. Pollamir virtust vera holir og auk þess var útstæður hluti á efri brún með holu í og skrúfugangi í holunni

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.