Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 44

Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 44
364 LÆKNABLAÐIÐ (mynd 1). Við nánari athugun var augljóst, að hér höfðu fallbyssuhlaup (eða hlutar af hlaupum) verið steypt í bryggjuna. Slík notkun á fallbyssum er vel þekkt, m.a. á Seyðisfirði. Þegar steyptar framhlaðningsfallbyssur úr jámi voru orðnar úreltar eða ónothæfar, voru þær oft notaðar á þennan hátt, enda henta þær ágætlega og er mun ódýrara að nota hlaupin beint en að bræða þau og steypa úr þeim polla. Sennilega hafa fallbyssur úr bronsi aldrei verið notaðar á þennan hátt. Til þess var bronsið of verðmætt. Þegar Drottningarbraut var framlengd til norðurs yfir hluta bryggjunnar, þar sem þessir pollar voru, voru tveir þeirra teknir upp og komust í eigu Minjasafnsins á Akureyri vorið 1988. Pollamir reyndust vera hlaup af framhlaðningsfallbyssum úr jámi. Hlaupin voru furðu vel varðveitt hið ytra (mynd 2) og voru verksmiðjustimplar og númer læsileg á hlaupunum. í umboði Minjasafnsins á Akureyri tók ég að mér að grafast fyrir um uppruna byssuhlaupanna og leitaði þá til Týhússafnsins (Töjhusmuseet) í Kaupmannahöfn. Með aðstoð Ole Louis Frantzen, sem nú er forstjóri Týhússafnsins, fékk ég ekki aðeins upplýsingar um, hvaðan byssumar væru upprunnar, heldur einnig Ijósrit af smíðateikningum fyrir fallbyssuvagna þá, sem hafðir voru til að bera hlaupin. UPPRUNI BYSSUHLAUPANNA Byssumar voru steyptar í Svfþjóð 1864 fyrir danska herinn, en komu of seint til að taka þátt í stríði Dana við Þjóðverja það ár, þegar Danir misstu Slésvík, Holtsetaland og fleiri héruð. Þær hafa aldrei verið í stríði. Tegundin er kölluð System 1863 eða de Jonquieres’ System eftir hönnuðinum. Ártalið 1863 vísar til ársins, þegar þessi byssutegund var fyrst tekin í notkun. Byssumar teljast fjögurra punda. Þetta er gömul aðferð við að lýsa hlaupvídd fallbyssu. Þá er miðað við að gegnheil kúla (»kúlulaga kúla«) úr jámi, fjögur dönsk pund á þyngd, komist léttilega inn í hlaupið. Slík skotfæri voru þó aldrei notuð í þá fallbyssutegund, sem hér er sagt frá, heldur voru notaðar aflangar sprengikúlur, um það bil fjögurra kílógramma þungar. Skotvídd með góðri nákvæmni var að minnsta kosti 2.5 kílómetrar. Hlaupið vegur 445 kg. Haustið 1988 var ég í Danmörku og notaði tækifærið til að heimsækja Týhússafnið, ræða þar við menn og grúska í skjalasafni safnsins. Þar fékk ég mjög nákvæmar upplýsingar um þessi tilteknu hlaup (eintök), hve mörgum kúluskotum hafði verið hleypt af þeim, hvenær viðhaldsaðgerðir og stillingar voru framkvæmdar og hvar byssurnar höfðu verið staðsettar. Þær höfðu verið seldar úr birgðum Danahers 23. maí 1925. Kaupandi var brotajámsfyrirtækið Petersen & Albeck A/S. Um þetta leyti var verið að gera bryggju í Akureyrarhöfn og voru fjögur byssuhlaup sett niður í bryggjuna sem pollar. Safngripir eru að öðru jöfnu því merkilegri, sem meir er vitað um notkun þeira og sögu. Nú var saga bryggjupollanna nokkuð Ijós. BYSSURNAR GERÐAR UPP Minjasafnið hafði veitt mér umboð til að stilla byssuhlaupunum upp, eins og hentugast þætti, en safnið átti að sjálfsögðu enga peninga til þessa verkefnis. Ur því að hlaupin litu vel út og vitað var, hvemig fallbyssuvagnamir höfðu litið út, fannst mér réttast að reyna að koma byssunum sem næst upprunalegu útliti. Fyrirtækið Sandblástur og Málmhúðun s/f á Akureyri tók að sér að hreinsa steypu og ryð utan af og innan úr hlaupunum. Hlaupin voru full af steypu og var saltsýrublanda notuð til að leysa steypuna innan úr hlaupunum. Slippstöðin h.f. á Akureyri smíðaði vagna undir hlaupin eftir upprunalegu teikningunum. Eitt af því, sem þurfti að aðgæta, var að þumlungar á teikningum voru ekki enskir þumlungar (25.4 mm), eins og mönnum eru tamastir á íslandi á síðari tímum, heldur danskir þumlungar (26.35 mm). Bæði þessi fyrirtæki gáfu Minjasafninu á Akureyri allt efni og alla vinnu. Bændur í Eyjafirði gáfu gömul kerruhjól undir vagnana. SKOT! Vorið 1989 var fyrra hlaupið komið á vagn (mynd 3). Þar sem hlaupið virtist í mjög góðu lagi og ekki fundust merki um bresti, var ákveðið að reyna að skjóta púðurskotum á 17. júní, eins og dæmi eru til frá Seyðisfirði. Rétt tegund af púðri (grófkornótt svartpúður) var útveguð. Nákvæmlega var farið eftir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.