Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 46

Læknablaðið - 15.11.1991, Síða 46
366 LÆKNABLAÐIÐ \ 1990, var um leið verið að skjóta til heiðurs brúðhjónum, sem verið var að gefa saman í kirkjunni hjá Minjasafninu. Síðara fallbyssuhlaupið var komið á vagn og prófað í ágústlok 1990 (mynd 4). Aðeins hefur verið hleypt af púðurskotum (lausum skotum), alls 26 skotum, að meðtöldum sex skotum 17. júní 1991. Þá voru í fyrsta sinn báðar fallbyssumar í notkun samtímis. Lögreglan á Akureyri hefur aðstoðað við að halda áhorfendum í hæfilegri fjarlægð frá skotstað. Með sérstöku leyfi dómsmálaráðuneytisins var mér veitt skotvopnaleyfi fyrir fallbyssunum. Það leyfi mun vera hið fyrsta sinnar tegundar á Islandi. VARNAÐARORÐ Hér verður ekki lýst tækni við að hlaða eða skjóta af framhlaðningsfallbyssum. Ef einhverjir lesendur ætla að fara að stunda þessa iðju, er þeim bent á að hafa samband við greinarhöfund eða aðra, sem reynslu hafa, en þreifa sig ekki áfram með brjóstvitinu einu. Svartpúður er mun vandmeðfamara en til dæmis dýnamít. Ef ekki er gætt fyllstu varúðar, má búast við alvarlegum atburðum. Jón Indíafari slasaðist illa og varð örkumla af því að glóð leyndist í hlaupi byssu, sem hann var að hlaða (3). Þegar Kristján IX. var í Reykjavík 1874, var skotið af fallbyssu við hátíðahöldin í Öskjuhlíð. Þar tókst svo illa til, að tveir menn slösuðust og misstu báðir hönd (4). HVERSVEGNA? Hvers vegna leiðist miðaldra læknir út í tómstundagaman eins og hér er lýst? Svörin gætu orðið margvísleg, til dæmis: * Sögulegur áhugi, áhugi á fomininjum. * Dulin ofbeldishneigð, sem fær útrás í að skjóta af fallbyssum í þéttbýli. HVERS VEGNA EKKI? Skýringar á tómstundagamni eru marklausar. Mér finnst gaman að þessu fallbyssudundi og Akureyringum hefur fundist fallbyssuskot á tyllidögum góð nýbreytni í bæjarlífinu. Ef menn eru hræddir við að vera taldir sérvitringar, er margt að varast. Menn ættu til dæmis ekki að skjóta af fallbyssum í þéttbýli að viðstöddum fjölda manns og fulltrúum fjölmiðla. En líklegt er, að sérvitringamir skemmti sér oft vel, þar sem hinir fara mikils á mis. HEIMILDIR 1. Fréttabréf lækna 1989; 7(10); 17. 2. Nordisk Medicin 1989; 104 (10); 263. 3. Reisubók Jóns Indíafara, 2.bindi. Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1946: 183. 4. Þjóðólfur 1874 12. ágúst; 26: 176.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.