Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 4
118 LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 118-24 Ólöf Kristín Ólafsdóttir, María Soffía Gottfreðsdóttir, Ingimundur Gíslason, Friöbert Jónasson, Einar Stefánsson ELLIHRÖRNUN í AUGNBOTNUM INNGANGUR Samkvæmt rannsókn Guðmundar Bjömssonar á blindu á Islandi er ellihrömun í augnbotnum (age related macular degeneration) algengasta orsök lögblindu (sjón 6/60 eða minni á betra auga) eða hjá 39.6% (1). Þessi sjúkdómur leggst fyrst og fremst á gamalt fólk, sést oftast fyrst í kringum sextugt og verður algengari og alvarlegri með vaxandi aldri. Ellihrömun í augnbotnum er flokkuð eftir útlitsbreytingum í augnbotnum í tvo aðalflokka, þ.e. þurra (atrophic) og vota (exudative) ellihrömun. Orsakir ellihrömunar em ekki þekktar. Við þurra ellihrömun sjást aðallega þrenns konar breytingar í augnbotnum. I fyrsta lagi harðar útfellingar (hard drusen, HD), í öðru lagi mjúkar útfellingar (soft dmsen, SD) og í þriðja lagi óregla í litþekju, litarefnistilfærsla, (pigmentary changes, PC). Utfellingarnar eru í grunnhimnu (Bruchs membrane). Við vota ellihrömun sjást aðallega fimm gerðir augnbotnabreytinga. I fyrsta lagi vökvasöfnun undir skynfrumulagi (sensory retinal detachment, SRD), í öðru lagi vökvasöfnun undir litþekjulagi (pigment epithelial detachment, PED), í þriðja lagi nýæðamyndun undir sjónhimnu (subretinal neovascular membrane, NV), í fjórða lagi blæðing undir sjónhimnu (subretinal haemorrhage, SRH) og í fimmta lagi ör í sjónhimnu (disciform scarring, DS) (mynd 1). Sjóntap af völdum ellihrömunar er venjulega bundið við miðhluta sjónsviðsins. Þannig tapast skarpasta sjónin, lestrarsjónin, en hliðarsjón er óskemmd og þar með ratsjón. Einkenni sjúkdómsins eru annarsvegar hægvaxandi sjóndepra og á það aðallega við Frá augndeild Landakotsspltala, Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Einar Stefánsson um þurra ellihrömun. Hins vegar er snöggt sjóntap eða bjögun á sjón (metamorphopsia), en það á fremur við um vota ellihrömun. Meðferð við ellihrömun í augnbotnum er sjaldnast tiltæk í þurri ellihrömun en í votri ellihrömun er í sumum tilfellum hægt að brenna nýjar æðar sem myndast undir sjónhimnu, með leysigeislum. Þessi meðferð miðar að því að koma í veg fyrir frekara sjóntap en dugar yfirleitt lítið til að bæta sjón. EFNIVIÐUR Göngudeild augndeildar Landakotsspítala hefur frá 1980 sinnt sjúklingum með ellihrömun í augnbotnum. Þessir sjúklingar eru sendir af augnlæknum til frekari rannsókna og hugsanlegrar meðferðar. Á árunum 1985 til 1989 komu 250 nýir sjúklingar til skoðunar. Við gerðum afturskyggna rannsókn til að fá upplýsingar um aldur, kyn, búsetu, sjónskerpu, gerð ellihrömunar og árangur meðferðar þessa sjúklingahóps. Neðri aldursmörk vom miðuð við 45 ár. Yngsti einstaklingurinn var 47 ára og sá elsti 94 ára. Meðalaldur var 72.6 ár. Flestir sjúklinganna voru 70-74 ára, en eftir aldursstöðlun voru flestir úr aldursflokknum 75-79 ára (myndir 2 og 3). Konur voru í meirihluta eða 66.0% en karlmenn 34.0%. Karlar og konur voru álíka mörg í aldurshópum upp að 65 ára aldri, en eftir það fór hlutfall kvenna vaxandi. Flestir reyndust búa í Reykjavík og á Reykjanesi eða 84.0% (mynd 4). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands búa 64.3% íslendinga 45 ára og eldri á þessu svæði. Æðamyndataka (fluorescein angiografia) var gerð hjá 81.2% sjúklinganna og litmyndir af augnbotnum voru teknar hjá öllum sjúklingunum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.