Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 151-4 151 Christian Kruse-Larsen, Elín Jónasdóttir Sörensen GREINING HEILADAUDA ÁGRIP Heiladrepsgreiningin hefur verið þekkt í meira en 30 ár. Heiladrep er óafturkræft ástand sem hefur í för með sér hjartastopp innan fárra daga. Greiningin er klínísk og miðast við að sýna fram á stöðvun á viðbrögðum heilatauga. Til staðfestingar á greiningunni er stuðst við heilaafrit og/eða röntgenmyndatöku af heilaæðum. Ástæðan fyrir heiladrepi er oftast þrýstingsaukning í höfði sem hefur í för með sér drep í heila. Greiningin er óháð lögleiðingu skilmerkja heiladreps og ígræðslu líffæra. INNGANGUR Allmikil umræða hefur farið fram á síðastliðnum árum um dauðahugtakið. Sú staðreynd að hægt er að viðhalda öndun og hjartslætti með öndunarvélum, þrátt fyrir stöðvun á heilastarfsemi, hefur skapað aukna þörf fyrir nánari skilgreiningu á dauðahugtakinu. Hin hefðbundna skilgreining gerir eins og kunnugt er ráð fyrir að maður sé látinn þegar öndun og hjartsláttur stöðvast. Hægt er að skilgreina heiladrep sem óbætanlega skemmd á heilanum (heilaberki og heilastofni) og óafturkræfa stöðvun á starfsemi líffærisins. Við þessar aðstæður stöðvast innra jafnvægi (intemal homeostasis) í líkamanum svo sem eðlileg öndun, hjartastarfsemi, hitatemprun og eðlileg starfsemi meltingarfæra (1). Auknar framfarir við ígræðslu líffæra og þar af leiðandi aukin »eftirspum« eftir líffærum hefur aukið umræðu um greiningu á stöðvun heilastarfsemi. Forsenda fyrir ígræðslu líffæra er að fyrir hendi sé líffæragjafi sem hefur fengið greint heiladrep. Greining á heiladrepi er þó sjálfstæð greining með öllu óháð ígræðslu líffæra. Frá Hvidovre Hospital, neurokirurgisk afdeling 2650 Hvidovre, Danmark. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Elín Jónasdóttir Sörensen Drachmannsvej 18, 2930 Klampenborg. Lykilorö: Greining heiladreps, lífeölismeinafræöi, mismunagreiningar. í öllunt löndum Vestur Evrópu hefur um fjölda ára farið fram greining á stöðvun heilastarfsemi og hefur greining heiladreps verið lögleidd í öllum löndununt. Með lögleiðingu á skilmerkjum heiladreps stóraukast möguleikar á því að framkvæma ígræðslur sérstaklega frá hjarta- og lifrargjöfum. Tilgangur þessarar greinar er að gera grein fyrir þeim aðferðum sem beitt er við greiningu á stöðvun heilastarfsemi. Jafnframt er rakin saga greiningarinnar. SAGA GREININGARINNAR Fyrsta klíníska lýsing á heiladrepi var geíin út árið 1959 af Mollaret og Goulon (2). í þeirri grein lýstu þeir »coma depasse« hjá 20 sjúklingum höldnum sjúkdómum í heilabúi og þremur sjúklingum með heilaskemmdir af völdum vefildisþurrðar (anoxia) eftir hjartastopp. Árið 1968 var sett á laggimar við læknadeild Harvardháskóla nefnd sem sama ár gaf út hina svokölluðu »Harvard yfirlýsingu« (3). Þar er gerð grein fyrir »óafturkræfu dauðadái« (irreversible coma). Samkvæmt þessari lýsingu skynjar sjúklingurinn ekki og svarar ekki áreiti, er lamaður og andar ekki sjálfur. Klínísk skoðun á þessum sjúklingum fól í sér athugun á viðbrögðum heilatauga og viðbrögðum mænutauga í útlimum. í yfirlýsingunni var lögð rík áhersla á að engin rafhrif í heila væri að finna á heilariti (EEG). Gert var ráð fyrir að rannsóknina ætti að endurtaka 24 tímum síðar. Árið 1976 gaf The Conference of Medical Royal Colleges út nýjar reglur fyrir greiningu heiladreps (4). Greiningin snerist nú að mestu leyti unt athugun á viðbrögðum heilatauga þar á meðal athugun á öndunarviðbragði. Borið saman við Harvard-yfirlýsinguna var nú lögð rfk áhersla á að orsök sjúkdómsins væri þekkt og að um

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.