Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 40
154 LÆKNABLAÐIÐ og eru þessi einkenni merki um síaukna skemmd á heilastofni. Þegar mænukylfa klemmist saman í þessu ferli stöðvast öndun og heilastofn deyr. Stíflufleigsmyndun (infarction) í undirstúku kemur fram þannig að slagbilsþrýstingur eykst fyrst um 20-60 mm Hg og fellur síðan í nálega 80 mm Hg. Þetta fall er oftast óafturkræft og einkennist einnig oft af ofsamigu (polyura) og kulnun (hypotherma) og er liður í svokölluðu undirstúkuheilkenni (syndrom) (12). Við krufningu er heilinn við þessar aðstæður fljótandi formi og án frumumarka og kallast öndunarvélarheili (respiratorbrain) (13). SAMANBURÐARGREININGAR Líkamshiti <33°C, alvarlegar blóðrásartruflanir, eitranir, einkum af völdum barbitúrsýra, dá af völdum efnaskiptatruflana og rof á taugaleiðni milli vöðva og tauga eru helstu samanburðargreiningar. I kaflanum greiningu hér að framan er gerð grein fyrir hvemig þessar mismunargreiningar eru útilokaðar. Almenningi getur oft reynst erfitt að gera greinarmun á heiladauða og því ástandi þegar sjúklingur opnar augun þegar talað er til hans en er að öðru leyti án annarra samskiptamöguleika, án hreyfisvörunar en andar sjálfur og hefur eðlilega stjómun blóðþrýstings (chronic vegetative state). Æsifregnir af sjúklingum sem taldir eru hafa legið með heiladrep í fleiri ár byggjast oft á þessum misskilningi. I þessu sambandi má geta þess að öfugt við heiladrep má deila meðvitundarleysi í ýmis stig. SUMMARY Brain death has been known for more than 30 years. It is an irreversible cessation of all cerebral function which is followed by cardiac arrest in a few days. The diagnosis is verified through absence of cranial nerve reflexes although sometimes supported by EEG and cerebral angiography is needed. Brain death is most often caused by raised intracranial pressure resulting in a total brain infarction. The diagnosis is not depending on legal criteria or transplantation of organs. HEIMILDIR 1. Pluni F, Posner JB. The diagnoses of stupor and coma. Philadelphia: Davis, 1983. 2. Mollaret P, Goulon M. Le coma depasse. Rev Neurol 1959; 101: 3-15. 3. Report of the Ad Hoc Committee of the Harvard Medical School to examine the definition of brain death. A definition of the irreversible coma. JAMA 1968; 205: 85-8. 4. Conference of Medical Royal Colleges and their Faculties in the UK. Br Med J 1976; II: 1187-8. 5. Pallis C. Diagnosis of brain stem death I-II. Br Med J 1982; 1558-60 (I), 1641-3 (II). 6. Jörgensen EO, Brodersen P. Knterier for död. Nord Med 1971; 86: 1549-60. 7. Goodmann JM, Mishkin FS, Dykin H. Determination of brain death by isotope angiography. JAMA 1969; 209: 1869-72. 8. Brodersen P. Jörgensen EO. Cerebral blood flow and oxygen uptake and cerebrospinal fluid biochemistry in severe coma. J Neurol Neurosurg Psychiatry 1974; 37: 384-91. 9. Sörensen EJ, Kruse-Larsen C. Hjemedödsdiagnosen i praktisk anvendelse. Ugeskr Læger 1990; 152: 805-6. 10. Kosteljanetz M, Öhlström JK, Skjödt S, Teglberg PS. Clinical brain death with preserved cerebral arterial circulation. Acta Neurol Scand 1988; 78: 418-21. 11. Astmp J. Energy-requiring cell functions in the ischemic brain. J Neurosurg 1982; 56: 482-97. 12. Pia HW. Brain death. Acta Neurochir 1986; 82: 1-6. 13. Walker AE, Diamond EL, Mosley J. The neuropathological findings in irreversible coma. A critique of the »respirator brain«. J Neuropathol Exp Neurol 1975; 34: 295-323. 14. Takeuchi K, Takeshita H, Takakura K. Evolution of criteria for determination of brain death in Japan. Acta Neurochir 1987; 87: 93-8.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.