Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 153 Table II. Brain stem reflexes. Reflex: Tests: Effects: Ciliary- Touching the eyelashes with a swab Blinking Corneal- Touching the cornea with a swab Blinking Pupillary- Shining light on the pupil Contraction of pupils Oculocephalic- Turning the head fast from side to side The eye axis turns (doll’s head eye phenomenon) to the new position Oculovestibular- (caloric testing) Irrigating the external auditory canals with cold water Nystagmus Ciliospinal- Painstimulating the skin (f.instance of the skin over m.trapezius) Dilatation of pupils Ciliovagal- Pressing on the eyeball Bradycardy Pharyngeal (gag)- Stimulating the posterior part of the tongue and soft palate Swallowing Cough- Stimulating the tracheal mucosa Coughing Respiration- (apnea) Described in the text Table III. The way of making the diagnoses of hrain death in the Scandinavian countries. The diagnoses is based on: Supporting investigations in unclarified cases: Denmark Clinical examination ensuring brain stem - areflexia (repeated with an interval of at least 1 hr) Norway - and EEG and cerebral angiography Finland - lceland - and EEG (submitted as a proposal in the Parlament 1990) Sweden - (repeated with an interval of at least 2 hr) Cerebral angiography (EEG is very rarely used) EEG and cerebral angiography Cerebral angiography EEG and cerebral angiography Þar að auki þarf að liggja fyrir svar við eitrunarprófum og eðlileg leiðni boða milli tauga og vöðva sem oftast er athugað við örvun á ölnartaug. Þegar lokið hefur verið við þessar athuganir hefst athugun á viðbrögðum heilatauga (tafla II). Ef engin viðbrögð koma í ljós eru öndunarviðbrögð athuguð. Ildisleiðsla er færð niður í barkann jafnframt því sem slökkt er á öndunarvél. Sýni sjúklingur engin merki um sjálfkrafa öndun við þessi skilyrði er að fimm mínútum liðnum gerð slagæðaástunga. Sé PCO^ við þessar aðstæður >60 mmHg er hægt að staðfesta stöðvun á allri heilastarfsemi. I flestum Evrópulöndum er greiningin framkvæmd eftir þessum staðli í meginatriðum. Þó er í lögum hvers lands slegið föstu hvort framkvæma skuli heilarit og/eða röntgenmyndatöku af heilaæðum til staðfestingar klínískri greiningu. Af töflu III má sjá hvemig þessu er varið á Norðurlöndum. LÍFEÐLISMEINAFRÆDI Heiladrep orsakast nær alltaf af þrýstingsaukningu ofan hnykiltjalds (tentorium cerebelli). Af því leiðir að starfsemi heilahvela stöðvast nær alltaf fyrr en starfsemi heilastofns. I örfáum tilvikum er þessu þó öfugt varið (10). Stöðvist starfsemi beggja heilahvela stöðvast þó einnig starfsemi heila neðan hnykiltjalds. Þegar þrýstingur í höfði (ICP) eykst og nálgast meðalþrýsting í slagæðum, kemur fram ildisþurrð sem fyrst er staðbundin en dreifist síðan um allan heila. Við þessar aðstæður myndast heilabjúgur sem enn frekar eykur þrýsting í höfði. Til þess að varðveita flæði í heila við þessar aðstæður eykur líkaminn þrýsting í slagæðum og minnkar ef unnt er magn mænuvökva (CSF). Ef þessar tilraunir til þess að halda við jafnvægi bregðast fellur flæði í æðum heila (CBF). Lækkun á flæði í 17 ml/100 gr vef/mín. hefur í för með sér stöðvun allrar frumustarfsemi (11) og minnki flæði í 10 mg/100 gr vef/mín. á sér stað óafturkræfur frumudauði í heila, heiladrep. Við þess konar þrýstingsaukningu í heila þrýstist heilinn niður í gegnum hnykiltjaldsskarðið. Við þessar aðstæður koma í fyrstu fram beygingarkrampar og síðar teygingarkrampar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.