Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 8
122 LÆKNABLAÐIÐ Skilmerki fyrir ellihrömun var sjón 6/9 eða verri sem skýrðist af aldurstengdum útlitsbreytingum í augnbotnum. Algengi á ellihrömun í þessari rannsókn var 8.8% (karlar 6.7%, konur 10.3%) (7). Vinding rannsakaði ellihrömun í augnbotnum og notaði þýði úr Copenhagen City - hjartarannsókninni á aldrinum 60-80 ára. Algengi á ellihrömun þar sem breytingar í augnbotnum orsökuðu sjónskerðingu var 12.2%, en ef einungis var litið á breytingar í augnbotnum en ekki tekið tillit til sjónskerðingar var algengi 28.5% í þýðinu (5). Athugun á augnsjúkdómum á Austfjörðum (12) leiddi í ljós að algengi á ellihrömun í augnbotnum var 9.4% hjá 53 ára og eldri en 14.9% hjá 63 ára og eldri. í Borgamesrannsókn Guðmundar Bjömssonar (13) var algengi ellihrörnunar í augnbotnum í þýði 60-80 ára 12.4%. í báðum síðastnefndu könnununum var um að ræða útlitsbreytingar og sjónskerðingu. Meðalaldur í þýði göngudeildar augndeildar með ellihrörnun var 72.6 ár. Algengi jókst með hækkandi aldri upp að 80 árum. í næstu tveimur aldurshópum 80-84 og 85 ára og eldri fór algengi lækkandi. Hugsanleg skýring er að þessir aldurshópar skili sér síður eða að færri í þessum aldurshópum séu sendir til rannsókna. Samkvæmt rannsókn Vindings jókst algengi ellihrörnunar með hækkandi aldri, en þeir rannsökuðu fólk á aldrinum 60-80 ára. I Austfjarðarannsókninni og Borgarnesrannsókninni jókst algengið einnig með hækkandi aldri. Kynjaskipting og ellihrörnun í augnbotnum: Konur voru í meirihluta, umfram það sem skýrist eingöngu af fjölda þeirra í þessum aldurshópum. I rannsókn Vindings (5) kom ekki fram kynjamunur. I Framingham- augnrannsókninni var ellihrömun algengari hjá konum í öllum aldurshópum (7). Sperduto & Siegel rannsökuðu síðar sama þýði en tóku þá ekki tillit til sjónskerpu og fundu þá ekki marktækan mun á algengi ellihrömunar milli kynja (8). Klein og Klein fundu ekki mun á ellihrörnun milli kynja í rannsókn sinni (9). Hjá Maltzmann et al í sjúklingasamanburðar- rannsókn (10) og Knave et al í afturskyggnri rannsókn (11) var ellihrörnun marktækt algengari hjá konum. Þessar rannsóknir voru leiðréttar fyrir kynjahlutfalli en ekki fyrir því að konur leita oftar til lækna (12,14,15). Utlit augnbotna í ellihrörnun: Eins og sést á myndum 6, 7 og 8 fannst þurr ellihrömun í 56.0% augna en vot í 40.6% augna. í þurri ellihrörnun var algengast að sjá blandað form af litarefnistilfærslu og útfellingum (39.6%). I Framingham-augnrannsókninni var blandað form af litarefnistilfærslum og útfellingum einnig algengast eða í 47.8% augna með ellihrörnun í augnbotnum. Hjá Vinding var þetta form einnig algengast, eða í 31.4% augna (6). I 40.6% augnanna sáust votar breytingar. í rannsókn Vinding sáust votar breytingar í 19.1% augna með ellihrörnun í augnbotnum og í Austfjarðarannsókninni (12) í 21.1% augna. I Framingham-augnrannsókninni sáust votar breytingar hins vegar í tæplega 10.0% augna. Þetta háa hlutfall votra breytinga hjá okkur er að öllum líkindum vegna þess að við erum með valinn hóp eins og áður hefur verið nefnt sem sendur er vegna gruns um vota ellihrörnun. Hœgri og vinstri augnbotn: í okkar rannsókn voru 93.2% einstaklinga með ellihrömun í báðum augum en 50.0% í rannsókn Vindings (5). Framingham-augnrannsóknin (7) gaf svipaða niðurstöðu og Vinding, en fjöldi einstaklinga með ellihrömun í báðum augnbotnum jókst með hækkuðum aldri. Það kann að skýra muninn að í Framingham- augnrannsókninni og hjá Vinding var ekki sett greiningin ellihrömun nema sjónin væri 6/9 eða verri, þ.e. ekki var tekið tillit til útlitsbreytinga nema sjón hefði hrakað af völdum hennar. Ekki var munur á algengi ellihrömunar í hægri eða vinstri augnbotni. Sjónskerpa og ellihrörnun í augnbotnum: Mikill munur er á sjónskerpu í votri og þurri ellihrömun og er vot ellihrömun mun alvarlegri sjúkdómur. Vinding komst að sömu niðurstöðu (4). Þá vekur athygli að sjónskerpa á betra auga er tiltölulega góð, 1.0-0.5 hjá 72.0% sjúklinganna og einungis 21 sjúklingur (8.4%) í þessum hópi er lögblindur. Ef hins vegar er litið á öll augun eru 49.4%

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.