Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 14
128 LÆKNABLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR Dreifing á niðurstöðutölum kadmíumákvarðana í nýmaberki 30 einstaklinga á aldrinum 17-75 ára, er fengið höfðu voveiflegan dauðdaga (sbr. á undan), er sýnd í mynd 5. Af myndinni sést, að magn kadmíums var mjög lítið (0-9 míkróg/g) í nýmaberki 14 einstaklinga. í nýmaberki annarra 14 einstaklinga var magn kadmíums á bilinu 10-29 míkróg/g (í sjö voru 10-19 míkróg/g og í öðrum sjö 20-29 míkróg/g), en einungis í tveimur var magn kadmíums á bilinu 30-39 míkróg/g. Reynt var að tengja magn kadmíums í nýmaberki við aldur hlutaðeigandi einstaklinga. Af mynd 6 sést, að magn kadmíums er minnst á ungum aldri, en eykst fram að 70 ára aldri. Eftir það minnkar þéttni kadmíums aftur, af hverjum sökum sem vera kann. Ekki var marktækur munur á þéttni kadmíums í nýmaberki einstaklinga eftir því, hvort þeir höfðu búið á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu (P>0.05). í aldursflokknum 45-60 ára var þéttni kadmíums að meðaltali allnokkru meiri í einstaklingum, er búið höfðu utan höfuðborgarsvæðisins. í aldursflokknum 61-75 ára var þéttni kadmíums hins vegar rneiri í einstaklingum af höfuðborgarsvæðinu en annars staðar af á landinu (mynd 7). UMRÆÐA Við þessar rannsóknir var notuð örbylgja til þess að hita upp sýru í þá veru að sundra sýnum. Notkun örbylgju í þessu skyni er tiltölulega mjög ný (7-9). Kostir þessarar aðferðar umfram eldri aðferðir eru umtalsverðir. Má þar einkum nefna tímaspamað (sýnum er sundrað á tveimur mínútum) og lokað kerfi, er kemur í veg fyrir hugsanlega rnengun (sbr. ntynd 1 og texta). Anóðustrípun (potentiometric stripping analysis) er einföld aðferð til ákvörðunar á ýmsum málmum. Þessari aðferð var fyrst lýst árið 1976 (10). Aðferð þessi hefur síðar verið þróuð á marga vegu (11-14). Eins og henni er lýst hér er aðferðin þó að verulegu leyti heimaunnin í Rannsóknastofu í lyfjafræði. Til kosta anóðustrípunar má telja, að tækjabúnaður er bæði einfaldur og ódýr. Sundurgreining á málmjónum er einnig auðveld og tryggir góð sannkennsl á Fjöldi einstaklinga Magn kadmíums (mikróg/g) Mynd 5. Myndin sýnir þéttni kadmíums í nýmaberki 30 einstaklinga, raðað í fjóra þéttnisflokka (0-9, 10-19, 20-29 og 30-39 míkróg/g). Magn kadmiums (míkróg/g) Mynd 6. Myndin sýnir þéttni kadmíums í nýmaberki eftir aldri (raðað í sex aldursflokka). hlutaðeigandi málmum. Magnákvörðun er jafnframt tiltölulega auðveld og næmi aðferðarinnar er einnig mjög viðunandi (sjá myndir 2,3,4 og texta). Til ókosta má hins vegar telja, að aðferðin er seinvirk þrátt fyrir tölvubúnað, er auðveldar aflestur. Hirða og viðhald á rafskautum er sömuleiðis umtalsverð og sveiflur í næmi skautanna frá degi til dags kunna að vera allnokkrar. Af þeim sökum er ákvörðun á magni málma í sýnum að jafnaði dreift á tvo daga (sbr. texta). Þá er það sömuleiðis ókostur, að aðferðina er ekki unnt að nota til ákvörðunar á öllum málmum. I Rannsóknastofu í lyfjafræði hefur aðferðin einkunt sannað gildi sitt við ákvörðun á blýi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.