Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 141-3 141 Kristján Oddsson, Davíð O. Arnar ATVINNUHORFUR LÆKNA í EVRÓPU Atvinnuhorfur eru ofarlega á baugi hjá mörgum læknum og samtökum þeirra. Samtök ungra sjúkrahúslækna í Evrópu, PWG (Permanent Working Group of European Junior Hospital Doctors), gerðu nýlega könnun á atvinnuhorfum og atvinnuleysi lækna í V- Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem samræmd könnun á þessu sviði er gerð í löndum V- Evrópu. Vöru niðurstöður hennar kynntar á »European Manpower Symposium« í Flórens á Ítalíu 31. október 1991 (1). Könnunin fór fram á tímabilinu 1. janúar 1990 til 25. október 1991 og náði til allra V-Evrópuríkja nema Luxemborgar, Belgíu og Grikklands. Tilgangur könnunarinnar var þríþœttur: 1. Afla upplýsinga um fjölda lækna, aldur, kyn og hversu margir væru atvinnulausir. 2. Spá um atvinnuhorfur næsta áratugar og kanna sérstaklega hvert framboð og eftirspum yrði árið 2000. 3. Bera saman atvinnuástand milli landa. Könnunin var framkvæmd á þann hátt að ungir læknar öfluðu upplýsinga og útfylltu stöðluð spurningaeyðublöð. Meðal annars var safnað upplýsingum um fjölda lifandi lækna, aldur og kyndreifingu þeirra, dánartíðni, eftirlaunaaldur og tímabundin starfsleyfi. Einnig var aflað upplýsinga um fjölda, kyn og aldur nýútskrifaðra lækna, námslengd, búferlaflutninga milli landa, laus störf, atvinnuleysi og hversu margir læknar fengjust við störf sem ekki samræmdust menntun þeirra (underemployment). A þessum upplýsingum var byggð spá um atvinnuhorfur lækna í allri V-Evrópu og hverju landi fyrir sig varðandi tímabilið 1990- 2010. ATVINNULEYSI MEÐAL LÆKNA Þegar könnunin var gerð voru í V-Evrópu um 1.05 milljónir lækna. Atvinnulausir læknar voru 64.500 eða 6.1% (landsmeðaltöl 0- 17.3%). Af atvinnulausum læknum voru 60% ítalir, 23% Þjóðverjar, 9% Spánverjar, 2.9% Austurríkismenn og 2.6% Hollendingar. Atvinnuleysið var því aðallega að finna í þessum fimm löndum en í þeim voru 57% allra lækna V-Evrópu. FJÖLGUN LÆKNA í V-EVRÓPU Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hefur læknum fjölgað jafnt og þétt í V-Evrópu og er búist við að sú þróun haldi áfram til aldamóta. Læknum mun fjölga að meðaltali um 1.85% á ári á núverandi áratug en það er rúmlega helmingi minna en fjölgunin á áratugnum 1980-1990. Aftur á móti er búist við að læknum fjölgi nánast ekkert í V-Evrópu á áratugnum 2000-2010. Þessi þróun á ekki við um Island þar sem fjöldi lækna verður líklega mestur um árið 2010, eins og vikið verður að síðar. FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN I V-Evrópu þarf eftirspurn eftir læknum að vera um 2.3% á ári að meðaltali, umfram eðlilega endumýjun, áratuginn 1990-2000 ef uppræta á allt atvinnuleysi fyrir aldamót og 3-3.5% í þeim löndum þar sem atvinnuleysi er mest. A árunum 2000-2010 þarf eftirspumin umfram eðlilega endumýjun hins vegar aðeins að vera um 0.4% á ári að meðaltali til þess að framboð og eftirspum haldist í hendur. Talið er að í kringum 2005 verði komið á jafnvægi milli framboðs og eftirspumar og í fyrsta sinn í sögunni verði ekki fjölgun í evrópskri læknastétt. Atvinnuástand lækna í V-Evrópu virðist því vera nokkuð bærilegt þegar til lengri tíma er litið, gagnstætt því sem almennt hefur verið álitið. Meginástæður þessa eru tvær. Asókn jókst verulega í læknanám á sjöunda áratugnum og þar af leiðandi fjöldi útskrifaðra lækna. Upp úr aldamótum mun þessi fjölmenna kynslóð lækna nálgast eftirlaunaaldur. Meðalaldur þeirra mun því

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.