Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 145 145 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL li Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 78. ARG. - APRÍL 1992 Offramboð á íslenskum læknum í þessu hefti Læknablaðsins rita Kristján Oddsson og Davíð O. Amar um atvinnuhorfur lækna í Evrópu. Nokkurt atvinnuleysi er meðal lækna í Vestúr- Evrópu, en misjafnt eftir löndum. Þótt ekki sé opinbert atvinnuleysi meðal lækna á Islandi, benda Kristján og Davíð á það, að tæplega fjögur hundruð íslenskir læknar eru við framhaldsnám eða störf erlendis og augljóslega fer því fjarri að allir íslenskir læknar geti fundið störf á íslandi. Læknum hefur fjölgað í fiestum ríkjum Vestur- Evrópu um langt árabil, en víðast hvar hafa læknaskólar og stjómvöld dregið úr þessari fjölgun og líklega mun nást jafnvægi á vinnumarkaði lækna í Evrópu um eða upp úr næstu aldamótum. Þetta á þó ekki við um Island. íslenskum læknum fjölgar enn og spá Kristján og Davíð því að offramboð á íslenskum læknum verði til staðar fram á fyrstu áratugi næstu aldar. Líklega mun vaxandi fjöldi íslenskra lækna ekki finna störf við sitt hæfi á íslandi og þurfa þá að velja á milli þess að vera atvinnulausir á íslandi eða setjast að í útlöndum. Þetta er tjón bæði fyrir einstaklingana og íslenskt þjóðfélag. Við verðum að spyrja hvort ísland hafi efni á því að velja úr nokkra af hæfustu einstaklingum hvers árgangs og mennta þá til útlegðar. A síðustu árum hefur nokkuð borið á skorti á aðstoðarlæknum á sjúkrahúsum á íslandi og hafa af þessu tilefni jafnvel heyrst þær raddir að fjölga þurfi útskrifuðum læknum úr Háskóla íslands. Þetta er auðvitað skammsýni. Sjúkrahúsin á íslandi reyna að manna stöður aðstoðarlækna og yngri lækna með einum til tveimur árgöngum af læknum. í nágrannalöndum okkar eru ungir læknar í aðstoðarlækna- og námsstöðum í mörg ár og eru þessar stöður mannaðar af fjórum til tíu árgöngum lækna. Þetta er miklu raunhæfara kerfi og þarf að vinna að því að íslenskir unglæknar geti verið lengur í námsstöðum á Islandi. Grein Kristjáns og Davíðs er þörf áminning til íslenskra lækna og læknadeildar Háskóla fslands um að taka til athugunar læknamenntun á íslandi og atvinnuhorfur íslenskra lækna. Einar Stefánsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.