Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 20
134 LÆKNABLAÐIÐ viku koma 30-40 sjúklingar á dagspítalann og dvelst liver einn eða fleiri daga vikunnar, en daglega eru 20 sjúklingar á staðnum. Sjúklingamir eru sóttir á leigubílum að morgni (kl. 08-09.30) og ekið heim síðdegis (kl. 15-16). Sjúklingar fá morgunmat, hádegismat og síðdegiskaffi á dagspítalanum. Allur matur kemur úr eldhúsi Landspítalans. Almennar rannsóknir, svo sem blóð- og þvagrannsóknir eru gerðar á rannsóknastofu Landspítalans, en sýni eru tekin á staðnum. Sé þörf ýtarlegri rannsókna, svo sem röntgenrannsókna eða sérfræðiráðgjafar, fara sjúklingar í leigu- eða sjúkrabflum á Landspítalann. Læknir og hjúkrunarfræðingar sjá um skoðun, skýrslugerð, almennt eftirlit og lyfjameðferð. Endurhæfing fer ýmist fram á dagspítala eða í aðstöðu á fyrstu hæð. Starfsfólk fundar einu sinni í viku, þar sem árangur og frekari áætlanir eru ræddar. Eftir útskrift er fylgst með sjúklingum frá móttökudeild, ýmist með endurkomum eða heimsóknum starfsfólks móttökudeildar. MARKMIÐ Markmiðið með fyrirliggjandi könnun var að kanna hvers konar sjúklingar komu á dagspítalann árin 1985 og 1986. Könnuð voru almenn atriði, svo sem aldurs- og kynskipting, hjúskaparstétt og fjölskylduhagir. Þá var reynt að leggja mat á almenna getu við athafnir daglegs lífs (ADL). Athugaður var tilgangur innlagnar og litið á afdrif eftir þrjá og sex mánuði. Litið var á sjúkdómsgreiningar, fjölda lyfja við komu og við útskrift og helstu lyfjaflokka. Með þessari afturvirku könnun vildu höfundar lýsa sjúklingum, sem komu á dagspítalann, afdrifum þeirra og félagslegri aðstöðu. Afturvirkt form könnunarinnar setti skorður varðandi staðlað mat á ýmsum þáttum vegna mismunandi forms upplýsinga í sjúkraskrám. Þetta leiddi í ljós nauðsyn samræmingar og stöðlunar upplýsinga um ýmis atriði, sem munu nýtast vel í væntanlegri framvirkri könnun á sjúklingaflæði dagspítala. Erlendis hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi dagspítala (6), en kostnaður hefur verið mikill meðal annars vegna flutnings (7). Omögulegt reyndist að meta kostnaðarliði eftir á, þar sem ýmis kostnaður deildarinnar var ekki greindur frá heildarrekstrarkostnaði öldrunarlækningadeildar. EFNIVIÐUR Könnunin er afturvirk og byggð á sjúkraskrám allra sjúklinga, sem komu á dagspítalann 1985-1986. Ekki var unnt að fá upplýsingar um virk vandamál allra fyrir innlögn og við útskrift, en stuðst var við sjúkdómsgreiningar í staðinn. Mat var lagt á hvort sjúklingur innritaðist til endurhæfingar eða viðhaldsmeðferðar, en ekki var unnt að meta árangur meðferðar vegna skorts á stöðluðum upplýsingum um fæmi, þol eða hreyfanleika við komu og útskrift. Læknar ÖL meta alla sjúklinga fyrir innlögn á dagspítalann, en beiðnir urn innlögn koma ýmist frá heimilislæknum, aðstandendum eða læknunt dagspítalans. FRAMKVÆMD Útbúið var eyðublað með reitum fyrir hin ýmsu atriði, sent kanna átti. Þannig var hægt að tölvuvinna niðurstöður. Þá voru kannaðar sjúkraskrár sjúklinga, sem komu á dagspítala 1985 og 1986, og eyðublaðið fyllt út fyrir hvem sjúkling. Könnunin náði einungis til þeirra, sem voru innritaðir á árinu og hver einstaklingur var aðeins skráður einu sinni. Andleg og líkamleg færni var metin eftir upplýsingum úr sjúkraskrám. Fyrst var litið á áttun (MSQ: mental state questionnaire) (8) og hópnum skipt samkvæmt því á eftirfarandi hátt: 1. Skýr (MSQ 10/10). 2. Gleyminn (MSQ 8-9/10). 3. Vitglöp (MSQ 0-7/10). Ef MSQ lá ekki fyrir,var farið eftir sjúkraskrá eða hjúkrunarskýrslu og flokkað á eftirfarandi hátt: 1. Skýr. 2. Gleyminn, en ekki hjálparþurfi sökum gleymsku. 3. Gleyminn og hjálparþurfi, vitglöp. Þá var litið á ADL fæmi og atriði skráð eftir upplýsingum úr sjúkraskrám (tafla I). ADL var ekki alltaf metið af iðjuþjálfum. Tilgangur innlagnar var metinn og hópnum skipt í tvennt eftir innlagnarástæðu: 1. Endurhæfing. 2. Viðhaldsmeðferð. Lagt var mat á hvort einstaklingar voru áfram í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.