Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 127 (strípun, sjá síðar), og lengd tröppunnar til þess að ákvarða magn hans. Anóðustrípun á kadmíum sérstaklega: Aðferðinni má skipta í þrennt: i) húðun vinnuskauts ii) söfnun kadmíums iii) ákvörðun kadmíums (strípun) Húðun: Áður en kadmíum er ákvarðað, þarf að húða vinnuskautið með kvikasilfri. Sérstök húðunarlausn er búin til, sem inniheldur 50 /rg/ml af Hg2 í 0,1 N saltsýrulausn. Kvikasilfrið er lagt á vinnuskautið með rafgreiningu: Hg2+ + 2e“ <£> Hg. Kvikasilfrið er lagt á í fimm þrepum með fimm mismunandi spennugildum (-300, -500, -700, -900 og -1100 mV). Söfnun: Spennan er drifkraftur í rafgreiningu málmjóna. Kadmíumjónir afoxast fyrir tilstuðlan spennunnar í frían málm, sem leysist upp í kvikasilfurshúð vinnuskautsins: Cd2+ + 2e~ => Cd(Hg). Styrkur kadmíums í kvikasilfurshúðinni er miklu hærri en í sýnalausninni, en það skýrir næmi aðferðarinnar. Ákvörðun (strípun): Þegar búið er að safna kadmíumjónum á vinnuskautið í nægjanlega langan tíma, en sá tími er háður magni kadmíums í sýnalausn, er spennan tekin af vinnuskautinu. Kadmíumamalgam oxast þá fyrir tilstilli oxunarmiðils, Hg2 (0,5 /rg/rnl), sem bætt er í lausnina áður en magn kadmíums er ákvarðað: Mynd 3. Sýni, sem inniheldur Cd2 , Pb2 og Cu2+. Þessum jónum er safnað við mismunandi spennu. E, mV -1200 -1100 -1000 - 900 - 800 - 700 - 600 - 500 - 400 - 300 - 200 kadmíumtrappa \ I blýtrappa (vottur) sek. 6 12 18 24 30 36 42 48 54 60 Mynd 4. Anóðustrípun á sýni úr nýmaberki, sem safnað var í I mínútu við -1200 mV. Lóðrétti ásinn sýnir spennuna (-mV), en lárétti ásinn sýnir tímann. Efst sést þrep fyrir kadmíum, sem svarar til stöðu kadmíums í spennuröðinni (sannkennsli). Lengd þrepsins gefur hins vegar til kynna magn kadmíums í sýninu (magnákvörðun). Neðar vottar fyrir blýi og neðst er þrep, er svarar til kopars. Cd(Hg) + Hg2+ 44> Cd2+ + Hg. Staðalviðbót (standard addition) er notuð við magnákvörðun á kadmíum í sýnum. Eftir að sýni hefur verið mælt, er kadmíumstaðli (II) bætt út í og sýni ásamt staðli mælt: 2+ A f . 11 [Cd" ] í nýmaberki =------- x t2 — t| [Cd] staðals þyngd nýmabarkar 11 lengd Cd sýnaþreps h lengd Cd sýnaþreps + lengd Cd staðalþreps. Gerðar eru tvær sjálfstæðar mælingar á hverju nýmasýni, en þær eru aldrei gerðar samdægurs. Meðaltal þessara tveggja mælinga er reiknað út. Nákvœmni aðferðarinnar (precision)* er háð styrk kadmíumjóna í sýnalausnum. Til þess að meta nákvæmni aðferðarinnar er notað kadmíummagn, sem er nærri greiningarmörkum. Ákvörðun á því magni gefur vísbendingu um mestu dreifingu. Gerðar voru átta sjálfstæðar magnákvarðanir á 2,0 /xg/1 kadmíumlausn með staðalviðbót. Safnað var við -1200 mV í 7'/2 mínútu. Staðalfrávik (standard deviation) reyndist vera ±0,17 (C.V. 8,5%). ') accuracy = áreiöanleiki (þaö er hve nálægt niöurstööutala er réttu gildi). precision = nákvæmni (þaö er frávik frá meöaltalinu).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.