Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 38
152 LÆKNABLAÐIÐ væri að ræða óafturkræft ástand. Mun minni áhersla var lögð á niðurstöður heilarits og því slegið föstu að athugun á viðbrögðum tauga í útlimum væri ónauðsynlegur þáttur í greiningunni, þar sem um væri að ræða mænuviðbrögð. Á áratugnum 1970-1980 birti Pallis (5) fjölda greina þar sem hann gerir grein fyrir ýmsum hliðum greiningarinnar. Þar er lögð mikil áhersla á að forsendur fyrir greiningu heiladreps séu til staðar (sjúklingur án sjálfkrafa öndunar og með þekkta skemmd í heilabúi) og að útilokaðar hali verið aðrar ástæður fyrir dái (eitranir, kulnun (hypothermi), efnaskipta- og hormónatruflanir). Til staðfestingar á niðurstöðu hinnar klínísku skoðunar hafa ýmsar rannsóknaraðferðir verið reyndar. Þeim má skipta í tvo meginflokka, þ.e. flæðisrannsóknir og lífefnafræðilegar rannsóknir á mænuvökva (CSF). Árið 1971 settu Brodersen og Jörgensen fram þá tillögu að framkvæma bæri röntgenmyndatöku af heilaæðum þar sem notað væri skuggaefni með joði til að staðfesta niðurstöðu hinnar klínísku skoðunar (6). Aðrar rannsóknir svo sem ísótópaæðamyndatökur af heila hafa reynst bæði tímafrekar og ertíðar í framkvæmd (7). Innöndunarrannsóknir þar sem notast er við geislavirka ísótópa eru bæði tímafrekar og ómarktækar og niðurstöður rannsóknanna truflast auðveldlega af streymi í æðum á utanverðri hauskúpu. Þess má ennfremur geta að fram hafa komið hugmyndir um að staðfesta klíníska greiningu með því að taka heilavefssýni og sprauta geislavirkum efnum í gegnum holur boraðar á hauskúpuna. Hvorug fyrmefndra aðferða er þó viðurkennd (1). Árið 1974 birtu Brodersen og Jörgensen niðurstöður rannsókna sinna á lífefnafræðilegri samsetningu mænuvökva. Niðurstaða þeirra varð sú að ekki væri unnt að staðfesta hina klínísku skoðun með því að rannsaka lífefnafræðilega samsetningu mænuvökva hjá sjúklingum höldnum heiladrepi, þar sem ekki væri hægt að gera greinarmun á heiladrepi og öðrum sjúkdómum sem hafa í för með sér frumudauða í miðtaugakerfi (8). ORSAKIR HEILADREPS Algengustu ástæður fyrir heiladrepi eru höfuðáverkar er valda heilabjúg (odema cerebri) og/eða margúl (hæmatoma cerebri) í heila (9). Einnig má nefna sjálfsprottnar blæðingar frá slagæðagúlum eða meðfæddum slag- og bláæðasamgöngum og blæðingar sem orsakast af sjúkleika í æðum vegna of hás blóðþrýstings. Sýkingar svo sem heilaígerð og heilahimnubólga ásamt bráðum vatnshöfuðsmyndunum t.d. vegna heilaæxla eru dæmi um sjaldgæfari ástæður fyrir heiladrepi. Ildisþurrð í heila og dá af völdum efnaskiptatruflana svo sem lifrardá eru einnig dæmi um sjaldgæfar ástæður heiladreps. GREINING Oftast fer greining á stöðvun heilastarfsemi fram á taugaskurðlækningadeildum og í einstöku tilfellum eru sjúklingar fluttir frá öðrum deildum einungis til greiningar. Framkvæmdin er því oftast í höndum sérfræðinga í taugaskurðlækningum eða taugalyflækningum. Greining á stöðvun heilastarfsemi er klínísk greining. Forsendan fyrir þeirri staðhæfingu er þó að ástæðan fyrir heiladrepi sé kunn og orsakist af óafturkræfri skemmd á heilabúi sem samkvæmt reynslu er banvæn. í sumum löndum er þó einnig stuðst við heilarit við staðfestingu greiningarinnar. I þeim tilfellum þar sem ástæða fyrir heiladái er með öllu óþekkt getur röntgenmyndataka af heilaæðum einnig stutt klíníska greiningu. Sú lýsing sem hér fer á eftir á greiningu heiladreps byggist á staðli sem fyrst var birtur í þessari mynd árið 1976. Áður en hin eiginlega greining á stöðvun heilastarfsemi fer fram ber að fullvissa sig um að ástand sjúklings sé stöðugt og er greiningin því afar sjaldan framkvæmd fyrr en sjúklingur hefur legið í öndunarvél í minnst 12 klukkutíma. Auk þess ber að útiloka ýmsar mikilvægar mismunagreiningar (tafla I). Þegar greiningin er framkvæmd þarf líkamshiti að vera hærri en 33°C, slagbilsþrýstingur hærri en 80 mmHg og hjartsláttartíðni örari en 50. Table 1. The differential diagnoses to brain deatli. Poisoning (most often with barbiturates and alcohol) Hypothermia (<33°C) Neuromuscular blockade Metabolic upset Cardiovascular failure Combinations of those (poisioning and deep hypothermia)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.