Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 34
148 LÆKNABLAÐIÐ stúlkur). Skólahjúkrunarfræðingur (annar af höfundum) spurði börnin sjálf um hagi þeirra samkvæmt stöðluðu spumingablaði og fóru viðtölin fram í október/nóvember öll árin. Náðist til allra barnanna í þessum aldurshópi. Við tölfræðilegan samanburð var stuðst við kí-kvaðrat próf. Munur milli hópa var talinn marktækur ef p gildi var <0.05. NIÐURSTÖÐUR Mynd 1 sýnir vinnuhlutfall útivinnandi mæðra. Eins og sjá má vinna 75-80% þeirra hálfa eða fulla vinnu utan heimilis. Tæp 7% mæðra voru einstæðar. Enginn tölfræðilegur munur var á milli ára hjá þeim, sem unnu fulla vinnu utan heimilis borið saman við þær, sem voru heima eða unnu hlutavinnu. Feður unnu í öllum tilvikum utan einu fulla vinnu utan heimilis. Mynd 2 sýnir hvernig gæslu bamanna er háttað fyrir eða eftir skóla. Eins og sjá má eru það móðir eða faðir, sem sjá um gæslu bamanna í um helmingi tilvika. Fram kemur að börnin eru ein eða að hluta til ein í allt að 43% tilvika 1986-87 og gæta jafnvel yngri systkina. Þetta hlutfall er þó lægst á síðasta tímabilinu, 1989-90. Munurinn milli þessara tveggja skólaára reyndist tölfræðilega marktækur (p<0.05). A myndinni sést einnig að þessi níu ára böm gæta yngri systkina í 3% tilvika 1984-85 og 4% tilvika 1986-87. Hér var um að ræða fjögur yngri systkini alls. Það yngsta var einungis eins og hálfs árs. Einnig kom fram tilvik, þar sem eldra systkini (tólf ára) gætti níu ára barns auk þess að sjá um þriggja ára systkini. Árið 1984-85 sögðust 98% barnanna borða morgunmat, 96% árið 1986-87 og 94% 1989- 90. Samsvarandi hlutföll varðandi hádegismat voru 97%, 100% og 100%. Á mynd 3 sést hver tekur til morgunmat. Mjög mörg barnanna á skólaárinu 1986-87 taka sjálf til morgunverðinn eða alls 40%, en það hlutfall er mun lægra skólaárið 1989-90 eða 16%. Hér var ekki tölfræðilegur munur milli þessara tveggja skólaára. Á fyrsta tímabilinu 1984-85 var ekki spurt um þessi atriði. Á mynd 4 sést liver gefur bömunum hádegismat. Á þesssum tímabilum tóku bömin til hádegismat sjálf eða stundum sjálf í allt að 25% tilvika. Foreldrar gera það í um 60% Hlutfall 60 50 40 30 20 10 0 um Heima ussa 50% starf ■■ I00%starf Mynd 1. Vinnuhlutfall útivinnandi kvenna. 51 1984-85 1986-87 1989-90 Skólaár 1984-85 1986-87 Skólaár 1989-90 Gætir yngra systkinis o Eitt hluta dags Systkini ■■ Foreldri ihiib Eitt c77A Annar Mynd 2. Gœsla barnanna heimavið fyrir eða eftir skóla. Hlutfall Skólaár i.. i Sjálf eöa aðrir vm Sjált wm Foreldri Esa Aörir Mynd 3. Hverjir taka til morgunmatinn fyrir börnin.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.