Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 129 <30 30-44 45-60 61-75 Aldur í árum Mynd 7. 1 myndinni er sýnd þéttni kadmíums í nýmaberki eftir búsetu (höfuðborgarsvæði og aðrir landshlutar), raðað í fjóra aldursflokka. og kadmíum auk kopars (óbirtar athuganir). Magn kadmíums í nýrum þeirra 30 einstaklinga, sem rannsakaðir voru, verður að teljast lítið. Enginn þeirra var með meira en 40 míkróg/g kadmíum í nýrum (mynd 5). Svipað magn kadmíums er þó algengt í Dönum (1) og Bretum (5). Yfirleitt er talið, að hætta á nýmaskemmdum af völdum kadmíums sé mjög lítil, ef magn þess í nýmaberki er minna en 200 mfkróg/g (2-5). Af þessu má ráða, að mengun af völdum kadmíums og áverkun á menn hér á landi sé lítil. Fyrri rannsóknir með hársýni bentu til hins sama (6). Magn kadmíums óx frá ungum aldri til sjötugs, en fór þá minnkandi (mynd 6). Aðrir hafa fundið svipaða dreifingu á gildum kadmíums (1,5). Skýringar á þessu fyrirbæri eru ekki nærtækar, en tengjast væntanlega öldrunarbreytingum í nýmavefnum. Reynt var að meta, hvort magn kadmíums í nýrum væri breytilegt eftir búsetu. Svo reyndist ekki vera (mynd 7). Efniviðurinn var raunar svo lítill, að slíkur munur kynni að vera fyrir hendi, þótt engar vísbendingar sæjust í þá átt í þessari rannsókn. í Bretlandi er magn kadmíums í nýrum að jafnaði meira í þéttbýli en dreifbýli (5). Kadmíum í nýrum reykingamanna er að jafnaði meira en í nýrum annarra (5). Því miður reyndist ekki auðið að fá upplýsingar um reykingavenjur einstaklinga í safni okkar. Rannsókn þessi er liður í víðtækari rannsóknum á tilvist eitraðra málma í íslensku lífríki, sem unnið er að í eiturefnadeild Rannsóknastofu í lyfjafræði. Efniviður þessi var kynntur á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild, sem haldin var í nóvember 1990. ÞAKKIR Prófessor Gunnlaugi Geirssyni er þakkað gott samstarf við rannsóknir þessar. SUMMARY Determination of cadmium was performed in sections of renal cortex from 30 persons who either committed suicide or died from accidents but were otherwise considered healthy. The age of these persons ranged from seventeen to seventy five years. It is well known that cadmium is concentrated in renal tissue, especially the renal cortex, and that determination of cadmium in specimens from the renal cortex gives good information of the body burden of cadmium and the degree of exposition to the metal in food and the environment. Samples of renal cortex were dissolved with acid (concentrated hydrochloride acid and nitric acid) in specially made protective capsules in a microwave oven for approximately 2 minutes. Cadmium in the resulting solution was then determined by so-called potentiometric stripping analysis, allowing of both a high degree of identification and sensitivity for quantitative analysis (down to at least 2 microg/1). The results showed that the amounts of cadmium in renal cortex of the 30 individuals included in our study were uniformly low. In fourteen individuals cadmium in renal cortex was thus in the range 0-9 microg/g, 10-19 microg/g in seven, 20-29 microg/g in seven and 30-39 microg/g in two. These levels are far lower than those generally considered to be connected with deranged renal functions due to cadmium. It was therefore concluded that the body burden and exposition to cadmium most likely is of low grade in Icelandic subjects. Cadmium has also been found in similar concentrations in samples of renal cortex obtained from Danish and British subjects. It was not possible to delineate whether any difference was between cadmium found in renal cortex of subjects living in the capital city of Reykjavik and other parts of the country. In some foreign studies it has, however, been found that people living in urban areas have higher cadmium levels than those living in rural areas. On the other hand we could substantiate, just as has been found in other countries, that the amounts of cadmium in renal cortex increase from young age up to

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.