Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 6
120 LÆKNABLAÐIÐ meðhöndluð með rauðum krypton leysi þó svo að nýæðar lægju undir FAZ og sjón væri verri en 6/30. Ljós frá krypton leysi er á annarri bylgjulengd en ljós frá argon leysi og telja sumir (3) að nota megi slíkan geisla í fovea þar sem gula litarefnið þar dragi hann ekki að sér líkt og argon leysi. Til að meta árangur meðferðar var mæld sjónskerpa á Snellen spjaldi. Ef sjúklingar bættu við sig tveimur línum eða meir var sjón talin betri en ef sjón versnaði um tvær línur eða meir var hún talin verri. Þeir sem lásu sömu línu, bættu við sig eða töpuðu einni línu, voru taldir með óbreytta sjón. Samtals var 96 sjúklingum (38.4%) fylgt eftir í 1-66 mánuði (meðaltal 22.5 mánuðir) (mynd 5). Öllum sjúklingum sem fengu leysimeðferð, en þeir voru 41, var fylgt eftir í 1-66 mánuði (meðaltal 18.8 mánuðir). NIÐURSTÖÐUR Af 497 augum sem voru rannsökuð, voru 278 (56.0%) eingöngu með þurrar breytingar en 202 augu (40.6%) með votar breytingar. í 17 augum (3.4%) var ekki að sjá ellihrömun í augnbotnum (þ.e. annað auga án ellihrörnunar) (mynd 6). Hjá 79 sjúklingum (31.6%) sást þurr ellihrömun í báðum augum en hjá 42 (16.8%) sjúklingum var vot ellihrörnun í báðum augum. í þurri ellihrömun voru flestir með blandað form af litarefnistilfærslu og útfellingum (mynd 7). I votri aldursrýrnun voru flestir með örmyndun (Disciform scarring) (mynd 8). Eitt hundrað og áttatíu sjúklingar (72.0%) höfðu sjón 1.0-0.5 á betra auga en einungis 21 sjúklingur (8.4% ) hafði sjón á betra auga 0.1 eða minni (lögblindir) (mynd 9). Mikill munur var á sjón eftir því hvort uin var að ræða þurra eða vota ellihrömun. Eitt hundrað níutíu og níu augu (71.5%) sem höfðu þurra ellihrömun reyndust vera með sjón 1.0-0.5 en einungis 38 (18.8%) augu sem höfðu vota ellihrörnun. Tuttugu augu (7.2%) með þurra ellihrömun voru með sjón 0.1 eða minni en hinsvegar 112 (55.5%) þeirra sem voru með vota ellihrömun (mynd 10). Fjörutíu og eitt auga (16.4%) í jafnmörgum einstaklingum var meðhöndlað með Number of patients 0 1-10 11-20 21-30 31-40 41-50 51-60 61-70 Months Fig. 5. Thefollow up time for 96 paúents. Number of eyes AMD Fig. 6. The fundus appearance of the 497 eyes. Of those 278 (56.0%) liad atrophic AMD, 202 (40.6%) had exudative AMD and 17 (3.4%) eyes were normal. leysimeðferð. Af þeim fengu 56% meðferð með krypton leysi, 39.0% nteð argon og 5.0% með bæði argon og krypton leysi. Sjón var eins eða betri á 24 augum (58.5%) eftir leysimeðferð, en 17 augu (41.5%) versnuðu eftir meðferð (mynd 11). UMRÆÐA Tvær skilgreiningar hafa verið í gangi á lögblindu. Hér höfum við kosið að miða við sjónskerpu 6/60 eða minni á betra auga í samræmi við fyrri greinar sem hafa verið skrifaðar hér á landi um svipað efni og þær erlendu rannsóknir sem við höfum borið okkar niðurstöður saman við (4-7). Meðal annars hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreint lögblindu sent sjón verri en 6/60 á betra auga, en skilgreining þeirra sem og annarra hefur verið nokkuð á reiki.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.