Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 649 Þegar haft er í huga, hve hægt væri að koma í veg fyrir mikið heilsuleysi og vanlíðan ef fólk hætti að reykja vaknar sú spurning, hvort hægt sé að draga almennan lærdóm af þessu máli tóbaksframleiðenda í Bandaríkjunum. Lækna- félagið þar hefur brugðist hart við þeim upplýs- ingum, sem fram hafa komið á Brown og Willi- amson gögnunum, og skorið upp herör gegn tóbaksframleiðendum. Það er gert vegna þess að ljóst þykir að tóbaksframleiðendur hafi var- ið hagsmuni sína á óprúttinn hátt. Dæmi tó- baksframleiðenda er augljóst nú þegar ofan- greindar upplýsingar liggja fyrir. Aður höfðu menn lengi grunað tóbaksiðnaðinn um græsku en nú þegar flett hefur verið ofan af honum er von að menn hugsi til aðstæðna sem eru hlið- stæðar að nokkru eða öllu leyti. í stað þess að forvarnarlækningar láti við það sitja að sýna fram á að ákveðnar hættur séu samfara atriðum í lífsstíl, neysluvenjum eða umhverfismengun þarf einnig að hafa í huga hvort læknar, almenningur og stjórnmálamenn fái óhindrað að tileinka sér og njóta góðs af slíkri nýrri þekkingu eða hvort einhver spillir fyrir því vegna þess að hann telur hagsmunum sínum ógnað. Slík hagsmunagæsla getur stefnt lífi fólks og heilsu í voða. Hafa þarf í huga hvort hagsmunaárekstrar fléttist inn í almenn heilbrigðs- og forvarnarmál. Það er eðlilegt að spyrja hvort alvarlegir hagsmunaárekstrar kynnu að vera til staðar þegar deilt er um holl- ustu ýmissa fæðutegunda eða skaðsemi meng- unar í nánasta umhverfi mannsins, svo sem á heimilum eða vinnustöðum. Vilhjálmur Rafnsson HEIMILD JAMA 1995; 274: 219-58.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.