Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 50
684 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Minning Dr. Martin Elton Dr. Martin Elton, yfirlæknir við réttargeðdeildina í Vad- stena í Svíþjóð, lést þann 30. júní síðastliðinn 58 ára að aldri. Hann fæddist í Noregi en flutti til Svíþjóðar á sjöunda ára- tugnum. Hann var mörgum ís- lenskum læknum að góðu kunn- ur meðal annars sem yfirlæknir við háskólasjúkrahúsið í Lin- köping en þar starfaði hann í 18 ár eða þar til 1986 að hann tók að sér uppbyggingu réttargeð- deildar í Vadstena, sem á síð- ustu árum hefur notið mikils álits á Norðurlöndum og þótt að flestu leyti til fyrirmyndar. Þóttu stjórnunar- og skipulags- hæfileikar hans einstakir og varð hann leiðandi í mótun rétt- argeðlækninga í Svíþjóð. Þá átti hann þátt í uppbyggingu slíkra deilda á öðrum Norðurlöndum. Síðustu æviár sín var hann for- maður félags réttargeðlækna í Svíþjóð. Honum voru sérlega hugleik- in mál er vörðuðu siðfræði starfs hans og barðist fyrir mannúð- legri meðferð geðsjúkra. Hann innrætti starfsliði sínu virðingu fyrir meðbræðrum sínum, hversu illa sem þeir kynnu að vera leiknir af sjúkdómum eða öðru heimsins böli og taldi reyndar slíka afstöðu forsendu þess að geta orðið að liði. Hann hikaði aldrei við að taka afstöðu til málefna, sem vörðuðu með- ferð geðsjúkra. Skoðanir hans voru ætíð afdráttarlausar og skýrar, settar fram á þann hátt að engum gat blandast hugur um, að hann bar hag hinna sjúku ætíð fyrir brjósti. Hann var með eindæmum hógvær þrátt fyrir rómaða greind sína og færni í starfi. Nokkrir ís- lenskir geðlæknar hafa hlotið sérfræðimenntun sína undir leiðsögn dr. Eltons á umliðnum árum. Undanfarin ár starf- aði hann meðal annars að ráðgjöf við uppbygg- ingu réttargeðlækninga í rfkjum, þar sem með- ferð geðsjúkra afbrota- manna var vanþróuð eða ekki til staðar. Má þar nefna hin nýfrjálsu Eystrasaltslönd og ís- land. Hann hafði lifandi áhuga fyrir því að ís- lendingar kæmust á bekk með öðrum Norð- urlandaþjóðum í þessum efnum og átti drjúgan þátt í að móta meðferðarstefnuna að Sogni, þegar stofnunin var að slíta barnsskónum. Hann undraðist oft hvernig rótgróin menningar- þjóð, sem hann taldi íslendinga vera, gæti horft upp á sína minnstu bræður sitja í fangels- um eða jafnvel í útlegð vegna sjúkleika síns. Dr. Elton veitti okkur, sem starfað hafa að þessum málum hér á landi, ómetanlega leið- sögn við uppbyggingu meðferð- ar geðsjúkra afbrotamanna og mótun meðferðarstefnunnar að Sogni og lagði á sig ómælda vinnu og ferðalög í því skyni. Hann skynjaði vel andstöðu þá sem stofnunin mætti, jafnvel hjá þeim sem helst hefði mátt ætla að málið væri skylt og gætu orð- ið að liði. Þrátt fyrir næmi sitt og skýra hugsun, þá var honum það ætíð hulin ráðgáta hversu algert úrræðaleysi okkar í þess- um málum var. Þegar honum varð ljóst í hvert óefni stefndi, bauð hann fyrir nokkrum árum aðstoð sína, ef það mætti verða til þess að þoka málum í rétta átt. Þetta boð hans var þegið með þökkum og hefur síðan haldist náið samstarf milli Sogns og deildarinnar í Vadstena. Hann tók starfsliði frá Sogni opnum örmum við deild sína í Vadstena og veitti því ómetan- lega þjálfun og leiðsögn. Ég er ekki einn um þá skoðun, að án hans aðstoðar og skilnings hefði mannúðleg meðferð geðsjúkra afbrotamanna á íslandi ekki orðið að veruleika, en niðurlæg- ing okkar á því sviði haldið áfram enn um hríð. Okkur, sem nú sjáum á bak dr. Elton, er því efst í huga þakklæti fyrir ómetanlegt fram- lag hans til þessara mála. Fyrir hans atbeina hefur nú, þrátt fyrir magnaða fordóma, tekist að koma á fót stofnun fyrir geð- sjúka afbrotamenn hér á landi, þannig að loks er lokið áratuga píslargöngu þessara einstak- linga. Mér koma oft í hug orð Fjodor Dostojevskíjs í þessu sambandi: „Menningarstig hverrar þjóð- ar má ráða af því hvernig hún meðhöndlar þá sem hún heldur í fangelsum sínum" Grétar Sigurbergsson, yflrlæknir réttargeðdeildinni að Sogni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.