Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 24
662 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 var mælt þar nreð geislaónæmismælingu en síð- ustu tvö árin með flúrónæmismælingu (DELF- IA) og sömu aðferð er beitt hér heima (6). Skipulag blóðsýnatöku og stjórnun rannsókn- arinnar á TSH hefur frá upphafi verið í hönd- um eins og sama læknis við Rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræði á Landspítalanum (ÞVG). Börnin hafa öll verið skoðuð og rann- sökuð og í langflestum tilfellum verið undir eftirliti eins og sama sérfræðings við barnadeild Landakotsspítala (ÁVÞ). Framkvæmd kembi- leitar, meðferðar og eftirlits fer í stórum drátt- um fram með þeim aðferðum, sem þróaðar hafa verið síðastliðinn áratug og ráðlagðar af samtökum sérfræðinga bæði austan hafs og vestan (4,7). Ef TSH mælist yfir ákveðnum mörkum (15 mU/L) er haft símasamband við lækni viðkom- andi barns og það kallað inn til staðfestingar eða útilokunar á sjúkdómi. Ef sjúkdómur er staðfestur, er lögð áhersla á að ljúka upphafs- rannsóknum með hraði og hefja þýroxínmeð- ferð strax að rannsóknum loknum. Upphafs- skammtastærð þýroxíns hefur venjulega verið á bilinu 8-10 mcg/kg og stefnt er að því að eðlileg þéttni skjaldkirtilshormóna í sermi ná- ist sem allra fyrst. Fylgst er með blóðprófum, klínískri skoðun, vexti og andlegum og líkam- legum þroska barnsins. Ennfremur er fylgst með beinþroska. Þýroxínskammtar eru ákveðnir með tilliti til áðurnefndra rannsókna. Til að greina hugsanlega missmíð á myndun skjaldkirtilsins var gert Technetium 99 skjald- kirtilsskann, sem gefur upplýsingar um stærð og staðsetningu skjaldkirtils (thyroid dysgen- esis: aplasia, hypoplasia, ectopia) hjá 15 börn- um. Niðurstöður Þátttaka í kembileitinni var afar góð. Á ár- unum 1979 til 1993 fæddust á íslandi 65.892 börn samkvæmt skrám Hagstofunnar. I töflu I má sjá fjölda þeirra barna sem rannsökuð voru hvert ár. Alls barst 65.581 blóðsýni til rann- sóknar, það er frá 99,5% fæddra barna. Alls mældust 35 börn með hækkun á TSH. Við endurteknar mælingar reyndust 12 þeirra hafa eðlilega starfsemi skjaldkirtils. Auk þess greindust tvö börn með tímabundna vanstarf- semi á skjöldungi. Þessi börn voru systkini og annað þeirra, drengur, fékk þýroxínmeðferð í tæp þrjú ár. Meðferð var þá hætt og kom í ljós að skjaldkirtilsstarfsemi var eðlileg. Skömmu Tafla I. Pátttaka í kembileit 1979-1993 og fjöldi barna sem greindust með skjaldvakaþurrð. Ár Fjöldi fæðinga Fjöldi sýna Þátttaka (%) Greind á árinu Vafi 1979 4475 4424 (98,9) 2 1 1980 4528 4482 (99,0) 2 3 1981 4345 4328 (99,6) 0 4 1982 4337 4309 (99,4) 2 1 1983 4371 4316 (98,7) 0 0 1984 4113 4085 (99,3) 0 1 1985 3856 3863 (100,2) 1 0 1986 3881 3839 (98,9) 0 0 1987 4193 4147 (98,9) 3 1 1988 4673 4608 (98,6) 2 0 1989 4560 4495 (98,6) 0 1 1990 4768 4748 (99,6) 2 0 1991 4533 4542 (100,2) 2 ? 1992 4609 4622 (100,3) 3 1 1993 4650 4773 (102,6) 2 1 Samt. 65892 65581 21 14 eftir fæðingu drengsins greindist móðir með skjaldkirtilssjúkdóm vegna sjálfsofnæmis. Lík- legt er talið að mótefni frá rnóður hafi farið um fylgju til barnsins og hindrað aðgang TSH að viðtökum á skjaldkirtilsfrumum þess (8). Alls greindist 21 barn með meðfædda skjaldkirtilsþurrð á umræddu 15 ára tímabili og samkvæmt því er nýgengi sjúkdómins 1/3138. Tafla II sýnir ástand barnanna við fæðingu. Alls greindust átta drengir og 13 stúlkur með sjúkdóminn. Hlutfall stúlkna á móti drengjum er því 1,6. Erlendar kannanir hafa í sumum tilfellum sýnt allt að tvöfalt hærri tíðni sjúk- dómsins hjá stúlkubörnum. I töflu II má sjá að langflest börnin voru innan eðlilegra marka hvað snerti fæðingar- þyngd. Þar sést einnig þéttni TSH í sermi við staðfestingu sjúkdóms stuttu áður en meðferð hófst. Meðaltal gilda TSH við greiningu var 349 mU/L (35-1825) og miðgildi 161 mU/L. Meðalaldur barnanna við greiningu var 27,2 dagar (1-131), en miðgildi 16 dagar. í 64% til- fella var meðferð hafin innan þriggja vikna frá greiningu. Hjá 18 börnum greindist sjúkdómurinn við kembileit. Langflest börnin voru eðlileg við skoðun skömmu eftir fæðingu. Eitt barnanna (tilfelli 10) fæddist þó með verulega stækkun á skjaldkirtli og blóðsýni sem sent var strax eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.