Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 767 einn frumkvöðla á þessu sviði, gerir. Góð með- ferð er .. meðferð, sem búast má við að hámarki heildrœna velferð sjúklings, eftir að vegið hefur verið hlutfall milli kostnaðar og ávinnings þess sem nœst með öllum þáttum meðferðar“ (1). Gæðastjórnun í heilbrigðismálum er enn á frumstigi, jafnve! þar sem hún er hvað lengst kornin. Liðin eru um 80 ár frá því að Codman hóf að fara kerfisbundið yfir sjúkraskrár og meta árangur aðgerða í aðhaldsskyni (2). Þró- unin hefur haldið áfram, með gerð lágmarks- staðla, hefðbundinni, afturskyggnri endur- skoðun (audit), gæðaeftirliti (quality control, QC) og gæðatryggingu (quality assurance, QA). Spenna milli krafna neytenda, veitenda og greiðenda í heilbrigðisþjónustu knýr þróun- ina áfram. Enn vantar margt upp á. Helstu annmarkar hinna hefðbundnu aðferða eru: a) Hugtakið gæði er skilgreint of þröngt. b) Markmið að- ferðanna bera í sér stöðnun. c) Hefðbundnu aðferðirnar beina sjónum sínum um of að lækninum einum en ekki að teymisvinnu. d) Aðferðirnar leggja of mikla áherslu á tækni- lega og samskiptalega færni læknisins en líta framhjá öðrum þáttum, svo sem færni til að virkja aðra með sér, sjúklingi og stofnun til hagsbóta (3). Meðal nýrra aðferða í gæðastjórnun eru al- tæk gæðastjórnun (total quality management, TQM) og sívirkar gæðaumbætur (continuous quality improvement, CQI). Sameiginlegt þessum aðferðum er áhersla á framskyggnar endurbætur vinnuferla í stað leitar að göllum. Mörg samtök lækna láta gæðastjórnunarmál til sín taka; með þátttöku í þróun kennslu fyrir læknanema, með þjálfun sérfræðinga og sí- menntun fyrir eldri lækna, auk þess sem þau eru leiðandi í umræðu um siðfræði. Mörg læknafélög vinna einnig að eflingu vísinda- starfsemi lækna (4). Alþjóðafélög lækna og svæðafélög, ásamt alþjóðastofnunum svo sem Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni hafa tekið frumkvæði í gæðastjórn- un. Hollendingar hafa þróað þennan mála- flokk með myndarlegum hætti (5). Þar starfa landssamtök gæðastjórnunar á sjúkrahúsum (CBO), sem aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við þróun gæðastjórnunarverkefna á vinnustað. Samtökin skipuleggja námskeið og þjálfun, miðla upplýsingum um gæðastjórnun og sinna þróun og rannsóknum. Nokkrir starfsmenn CBO heimsóttu ísland haustið 1993 í boði LR og LÍ. Bandaríska heilbrigðiskerfið á sér hvað lengsta samfellda sögu í þessum efnum. Aft- urskyggn skoðun með refsandi viðhorfi og megináherslu á sparnað hefur einkennt gæða- stjórnun þar síðustu áratugi (6). Margt bendir til að þetta sé að breytast með vaxandi áherslu á gæðavísa (quality indicators) og framskyggna þróun (altæka gæðastjórnun, sívirkar gæðaum- bætur). í Kanada styðja bæði alríkis- og fylkisstjórnir gæðastjórnun (7). Tölvuneti hefur verið komið á (Quality Health Care Network) sem tengir saman heilbrigðisstofnanir, félög starfsmanna og kanadíska gæðastjórnunarfélagið. Kanad- íska læknafélagið hefur staðið fyrir útgáfu staðla og samráðsgreinargerða. Á þess vegum hafa einnig verið gefnar út leiðbeiningar um hvernig hanna beri samráðsgreinargerðir (8). Norska læknafélagið hefur tekið frumkvæði í gæðatryggingu (9, 10) meðal annars með námskeiðum fyrir lækna, gerð staðla, skil- merkja, samráðsgreinargerða og handbóka, auk þess sem félagið styður rannsóknir á þessu sviði. Reynslan víðast hvar er sú að læknar hafa tregðast við að beita nýrri aðferðum, enda er aðferðafræði altækrar gæðastjórnunar um margt ólík þeim aðferðum sem læknar hafa beitt. í stað afturskyggnrar leitar að mistökum er áhersla lögð á að bæta þjónustugæði á staðl- aðan og reiknanlegan hátt. Læknar bregðast gjarnan við eins og þeim sé ógnað, vegið sé að starfslegu sjálfstæði þeirra. Þau viðbrögð eru skiljanleg þegar haft er í huga, að aðferðirnar bera í sér framskyggna skoðun skipulags og vinnuferla og svo mat á meðferðarárangri með tölfræðilegri úrvinnslu, en ekki athugun ein- stakra tilvika sem er oftast undir stjórn læknis (12). Læknum hefur því fundist, stundum með réttu, að aðrir starfshópar, og ekki síst sjúkra- hússtjómendur, væru að fara inn á hefðbundið áhrifasvæði lækna. Ýmis samtök lækna á íslandi hafa beitt sér fyrir umræðu og aðgerðum í gæðamálum. I kjölfar aðalfundar Læknafélags íslands 1989 var hafin kynning á möguleikum gæðatrygg- ingarkerfa. Voru haldnir kynningarfundir fyrir læknisfræðilega stjórnendur sjúkrahúsa og full- trúa sérgreinafélaga lækna. Læknafélag Reykjavíkur gekkst fyrir ráðstefnu um gæða- stjórnun 1993 í samstarfi við CBO í Hollandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.