Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 22

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 22
772 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Algengust var bólga bundin við endaþarm (53,9%), en bólga sem náði upp í bugaristil fannst hjá 29,8% sjúklinganna og útbreiddari bólga hjá 16,3%. Rúmlega 63% sjúklinganna greindust innan sex mánaða frá byrjun ein- kenna. Upplýsingar um ættingja með staðfest- an þarmabólgusjúkdóm fengust hjá 8,9%. Ályktun: Nýgengi sáraristilbólgu, einkum í endaþarmi, hefur aukist marktækt og nær tvö- faldast miðað við árin 1970-1979. Þessi aukning er talin raunveruleg en ekki byggð á bættum eða breyttum greiningaraðferðum. Inngangur Sáraristilbólga er langvinn og oft sveiflu- kennd slímhúðarbólga, sem ýmist er bundin við endaþarm (proctitis ulcerosa) eða teygir sig lengra upp eftir ristlinum (colitis ulcerosa). Or- sakir eru að mestu óþekktar, en gert er ráð fyrir fleiri en einum orsakaþætti bæði í um- hverfi og erfðum (1-3). Faraldsfræðilegar rannsóknir gefa til kynna að nýgengi sjúk- dómsins sé hærra á norðurslóðum en í suður- löndum (2). Þá hefur einnig komið í ljós sú sérkennilega staðreynd að tóbaksreykingar draga úr hættu á sáraristilbólgu (1). Sáraristil- bólga er aðgreind frá svæðisgarnabólgu (Crohn’s disease) með ýmsu móti, en fyrst og fremst á því að bólgubreytingar í meltingarvegi af völdum sáraristilbólgu eru alltaf samfelldar og einskorðaðar við endaþarm og ristil. Meðal helstu sjúkdómseinkenna má nefna blóðugan og slímkenndan niðurgang, endaþarmskveisu (tenesmus) og kveisuverki í kviðarholi. Ristil- bólgunni geta fylgt einkenni utan meltingar- vegar, svo sem í liðum, augum, húð, lifur og gallvegum (3). Faraldsfræðileg rannsókn á sáraristilbólgu á íslandi árin 1950-1979 sýndi að nýgengi sjúk- dómsins fór vaxandi allt 30 ára tímabilið. Síð- asta áratuginn var meðalnýgengið 7,4 tilfelli á 100.000 íbúa á ári, sem var þá svipað og í nálægum löndum (4,5). Þessari rannsókn er ætlað að varpa ljósi á framhald breytinga á nýgengi sáraristilbólgu hér á landi og að finna grundvöll til samanburðar við niðurstöður ný- legra rannsókna í nágrannalöndunum, sem ýmist sýna óbreytt eða hækkandi nýgengi sára- ristilbólgu (2). Efniviður og aðferðir Rannsóknin hófst árið 1989 og er því aftur- skyggn, hún nær yfir 10 ára tímabilið frá 1. janúar 1980 til 31. desember 1989. Leit að nýj- um tilfellum var gerð samtímis leit að svæðis- garnabólgu á þann hátt að skrár yfir öll ristil- og mjógirnissýni sem komu til vefjarannsóknar á Rannsóknastofu Háskóla íslands við Baróns- stíg og á meinafræðideild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri á tímabilinu voru skoðaðar. Þannig náði leitin til vefjasýna frá sjúklingum á landinu öllu. Könnuð voru sérstaklega um 3000 vefjarannsóknarsvör, þar sem bólgu var lýst, og öllum grunsamlegum tilfellum fylgt eft- ir með því að fara yfir sjúkraskýrslur, en þó sérstaklega speglana- og röntgenlýsingar, auk aðgerðarlýsinga þar sem það átti við. Þau til- felli sem uppfylltu viðurkennd skilmerki sjúk- dómsins (6) voru tekin með í rannsóknina. Þar var fyrst og fremst byggt á tveimur höfuðskil- yrðum, annars vegar að bólgubreytingar greindust í endaþarmsslímhúð við endaþarms- eða ristilspeglun og að þær væru samfelldar ef þær teygðu sig lengra upp í ristilinn, og hins vegar að bólga reyndist einnig samfelld við vefjarannsóknir og án bólguhnúða (granu- loma). Enn fremur varð að útiloka svæðis- garnabólgu, sýkingu, blóðþurrð (ischemia) og aðra þá sjúkdóma í ristli sem líkst gætu sárarist- ilbólgu (6). Upplýsingum um hvern sjúkling var safnað í staðlaða skrá og eftirtalin atriði skráð: Aldur, greiningarár og heimilisfang við greiningu, kyn, sjúkdómseinkenni, tímalengd einkenna, upplýsingar um ættingja með þarmabólgusjúk- dóm, dagsetningar og niðurstöður speglana, röntgenmyndatöku, vefjarannsókna og að- gerða, útbreiðsla og gangur sjúkdómsins, auk þeirra upplýsinga um meðferð og afdrif sem lágu fyrir hverju sinni. Ekki reyndist unnt að safna traustum upplýsingum um reykingavenj- ur. Samanburður við skrá um sjúklinga frá fyrra rannsóknartímabili, 1950-1979, auðveld- aði staðfestingu á því að alltaf væri um ný- greinda einstaklinga að ræða. Upplýsingar um mannfjölda voru fengnar frá Hagstofu íslands. Við útreikninga á meðal- nýgengi var notaður meðalmannfjöldi á tíma- bilinu, en við útreikninga á nýgengi í aldurs- hópum voru notaðar mannfjöldatölur á miðju tímabilinu, 1. desember 1984. Gert er ráð fyrir sem nálgun að fjöldi tilfella á hverjum tíma og í hverjum flokki fylgi Poisson dreifingu. í sam- ræmi við þetta voru reiknuð 95% öryggisbil fyrir fjölda tilfella á hverja 100.000 íbúa. Jafn- framt var kí-kvaðrats leitnipróf notað.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.