Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 22
772 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Algengust var bólga bundin við endaþarm (53,9%), en bólga sem náði upp í bugaristil fannst hjá 29,8% sjúklinganna og útbreiddari bólga hjá 16,3%. Rúmlega 63% sjúklinganna greindust innan sex mánaða frá byrjun ein- kenna. Upplýsingar um ættingja með staðfest- an þarmabólgusjúkdóm fengust hjá 8,9%. Ályktun: Nýgengi sáraristilbólgu, einkum í endaþarmi, hefur aukist marktækt og nær tvö- faldast miðað við árin 1970-1979. Þessi aukning er talin raunveruleg en ekki byggð á bættum eða breyttum greiningaraðferðum. Inngangur Sáraristilbólga er langvinn og oft sveiflu- kennd slímhúðarbólga, sem ýmist er bundin við endaþarm (proctitis ulcerosa) eða teygir sig lengra upp eftir ristlinum (colitis ulcerosa). Or- sakir eru að mestu óþekktar, en gert er ráð fyrir fleiri en einum orsakaþætti bæði í um- hverfi og erfðum (1-3). Faraldsfræðilegar rannsóknir gefa til kynna að nýgengi sjúk- dómsins sé hærra á norðurslóðum en í suður- löndum (2). Þá hefur einnig komið í ljós sú sérkennilega staðreynd að tóbaksreykingar draga úr hættu á sáraristilbólgu (1). Sáraristil- bólga er aðgreind frá svæðisgarnabólgu (Crohn’s disease) með ýmsu móti, en fyrst og fremst á því að bólgubreytingar í meltingarvegi af völdum sáraristilbólgu eru alltaf samfelldar og einskorðaðar við endaþarm og ristil. Meðal helstu sjúkdómseinkenna má nefna blóðugan og slímkenndan niðurgang, endaþarmskveisu (tenesmus) og kveisuverki í kviðarholi. Ristil- bólgunni geta fylgt einkenni utan meltingar- vegar, svo sem í liðum, augum, húð, lifur og gallvegum (3). Faraldsfræðileg rannsókn á sáraristilbólgu á íslandi árin 1950-1979 sýndi að nýgengi sjúk- dómsins fór vaxandi allt 30 ára tímabilið. Síð- asta áratuginn var meðalnýgengið 7,4 tilfelli á 100.000 íbúa á ári, sem var þá svipað og í nálægum löndum (4,5). Þessari rannsókn er ætlað að varpa ljósi á framhald breytinga á nýgengi sáraristilbólgu hér á landi og að finna grundvöll til samanburðar við niðurstöður ný- legra rannsókna í nágrannalöndunum, sem ýmist sýna óbreytt eða hækkandi nýgengi sára- ristilbólgu (2). Efniviður og aðferðir Rannsóknin hófst árið 1989 og er því aftur- skyggn, hún nær yfir 10 ára tímabilið frá 1. janúar 1980 til 31. desember 1989. Leit að nýj- um tilfellum var gerð samtímis leit að svæðis- garnabólgu á þann hátt að skrár yfir öll ristil- og mjógirnissýni sem komu til vefjarannsóknar á Rannsóknastofu Háskóla íslands við Baróns- stíg og á meinafræðideild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri á tímabilinu voru skoðaðar. Þannig náði leitin til vefjasýna frá sjúklingum á landinu öllu. Könnuð voru sérstaklega um 3000 vefjarannsóknarsvör, þar sem bólgu var lýst, og öllum grunsamlegum tilfellum fylgt eft- ir með því að fara yfir sjúkraskýrslur, en þó sérstaklega speglana- og röntgenlýsingar, auk aðgerðarlýsinga þar sem það átti við. Þau til- felli sem uppfylltu viðurkennd skilmerki sjúk- dómsins (6) voru tekin með í rannsóknina. Þar var fyrst og fremst byggt á tveimur höfuðskil- yrðum, annars vegar að bólgubreytingar greindust í endaþarmsslímhúð við endaþarms- eða ristilspeglun og að þær væru samfelldar ef þær teygðu sig lengra upp í ristilinn, og hins vegar að bólga reyndist einnig samfelld við vefjarannsóknir og án bólguhnúða (granu- loma). Enn fremur varð að útiloka svæðis- garnabólgu, sýkingu, blóðþurrð (ischemia) og aðra þá sjúkdóma í ristli sem líkst gætu sárarist- ilbólgu (6). Upplýsingum um hvern sjúkling var safnað í staðlaða skrá og eftirtalin atriði skráð: Aldur, greiningarár og heimilisfang við greiningu, kyn, sjúkdómseinkenni, tímalengd einkenna, upplýsingar um ættingja með þarmabólgusjúk- dóm, dagsetningar og niðurstöður speglana, röntgenmyndatöku, vefjarannsókna og að- gerða, útbreiðsla og gangur sjúkdómsins, auk þeirra upplýsinga um meðferð og afdrif sem lágu fyrir hverju sinni. Ekki reyndist unnt að safna traustum upplýsingum um reykingavenj- ur. Samanburður við skrá um sjúklinga frá fyrra rannsóknartímabili, 1950-1979, auðveld- aði staðfestingu á því að alltaf væri um ný- greinda einstaklinga að ræða. Upplýsingar um mannfjölda voru fengnar frá Hagstofu íslands. Við útreikninga á meðal- nýgengi var notaður meðalmannfjöldi á tíma- bilinu, en við útreikninga á nýgengi í aldurs- hópum voru notaðar mannfjöldatölur á miðju tímabilinu, 1. desember 1984. Gert er ráð fyrir sem nálgun að fjöldi tilfella á hverjum tíma og í hverjum flokki fylgi Poisson dreifingu. í sam- ræmi við þetta voru reiknuð 95% öryggisbil fyrir fjölda tilfella á hverja 100.000 íbúa. Jafn- framt var kí-kvaðrats leitnipróf notað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.