Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 62

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 62
LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82 804 íðorðasafn lækna 83 Erythroderma Vigfús Sigurðsson, læknir, skrifar frá Hollandi og biður um aðstoð við að finna íslenskt heiti sem nota megi um hugtakið ery- throderma, en það er ekki í íð- orðasafninu. Vigfús segir í bréfi sínu að erythroderma sé sjúk- dómsástand þar sem nær allt yfirborð húðarinnar sé rautt og að oftast fylgi hreisturmyndun. Hann segir enn fremur að ýmsir húðsjúkdómar geti valdið ery- throderma. í sama streng tekur læknisfræðiorðabók Stedman’s: ósértcekt heiti á miklum og venjulega útbreiddum roða í húð sem stafar afútvíkkun blóð- œða og kemar oft á undan eða í tengslum við flagning. Þar og í hinni miklu læknis- og líffræði- orðabók Wiley’s má finna sam- heitin erythrodermatitis, ery- throdermia og generalized exfoliative dermatitis, auk ann- arra sem talin eru úrelt. Vigfús getur þess, að ekki sé alls kostar rétt að nota það síðasttalda sem samheiti, þar sem flagningur eða hreisturmyndun eigi sér ekki alltaf stað. Samheiti Samkvæmt Orðabók Máls og menningar er samheiti: sam- nafn, sameiginlegt heiti, orð sömu merkingar. Samheiti eru þó sjaldnast alveg jafngild eða nákvæmlega sömu merkingar og á það ekki síst við um fræði- leg samheiti. í sumum tilvikum hafa orðið til ný fræðiheiti vegna þess að ný þekking leiðir í ljós að þau eldri byggðust á úr- eltri hugmyndafræði, en í öðr- um tilvikum er einungis um að ræða mismunandi sjónarhorn. Heitið crythroderma gefur til dæmis einungis til kynna að húðin sé rauð, en heitið ery- throdermatitis að húðin sé bæði rauð og bólgin. Heitið exfolia- tive dermatitis sýnir hins vegar að um flagning og húðbólgu er að ræða, en ekkert er gefið til kynna um litinn. Þó að oft sé almennt samkomulag um notk- un einstakra samheita, getur notkunin einnig byggst á óskil- greindri hefð eða verið bundin við ákveðin sérsvið, stofnanir, svæði eða lönd. Stundum kem- ur það fyrir að vinsældir ákveð- inna heita eru einungis tíma- bundnar. íðorðafræðin krefjast þess þó við formlega skráningu að meðal samheita sé eitt ráð- andi og þá tilgreint sem aðal- heiti. íðorðasafn lækna vísar á milli samheita þannig að til aðalheitis er vísað með orðinu sjá, en til annarra samheita með skammstöfuninni sh. Við þýð- ingar og nýyrðasmíð er megin- reglan sú að leggja aðalheitið til grundvallar. Roðahúð, húðroði, alroði Fyrrtaldar orðabækur velja báðar erythroderma sem aðal- heiti. Heitið er samsett úr tveimur orðum sem bæði eru komin úr grísku. Það fyrra er erythros sem merkir rauður, en það síðara er derma sem merkir húð. Bein þýðing á erythro- derma er því einfaldlega rauð húð. í íðorðasafninu er orðhlut- inn erythro- einnig stundum þýddur sem roða-, þannig að roðahúð kemur einnig til greina. Erythrodermatitis verð- ur þá roðahúðbólga en exfolia- tive dermatitis getur fengið heitið flagningshúðbólga. Við nýja þýðingu Alþjóðlegu sjúk- dómaskrárinnar (ICD-IO) var hins vegar var farin sú leið að velja heitið húðroði til að tákna erythroderma. Þó að undirrit- aður hafi átt þátt í því verki á sínum tíma, þá finnst honum nú að roðahúð sé betra heiti á þessu almenna og útbreidda sjúkdómsástandi og að húðroði eigi betur við sem heiti á sjúk- dómseinkenni. Vigfús leggur sjálfur til heitið alroði, en því vill undirritaður hafna með svipaðri röksemd: að það eigi betur við sem kerfisheiti til lýsa útbreiðslu roða í húð. Valaðgerð Nýlega var spurt um íslensk heiti á elective surgery og elec- tive admission. I Iðorðasafninu má finna elective operation þar fylgir „?“ í stað þýðingar. Hins vegar er elective mutism þýtt með þrísamsetta heitinu val- málleysi. Enska orðið elective merkir valinn, kosinn eða kjör- inn. Operation er aðgerð eða skurðaðgerð og til samræmis verður elective operation þá valaðgerð. Heitið kjöraðgerð ætti hins vegar að nota um æski- legustu eða bestu aðgerð, til samræmis við heitið kjörþyngd, sem er notað um þá líkams- þyngd sem talin er æskilegust fyrir tiltekinn mann. Blóðstorkusótt Fyrirbærið disseminated intravascular coagulation er skráð í íðorðasafninu með því stirðlega íslenska heiti dreifð blóðstorknun. Stungið er upp á því, án rökstuðnings að sinni, að það verði nefnt blóðstorku- sótt. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.