Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1996, Side 66

Læknablaðið - 15.11.1996, Side 66
808 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Frá stjórn Læknafélags íslands Orðsending til lækna Um hóptryggingu lækna Stjórn Læknafélags íslands vekur athygli á því að góð þátt- taka er í hóptryggingu lækna og frá því að Læknafélag íslands gerði nýjan samning við Sam- einaða líftryggingafélagið fyrir rúmu ári hafa um 280 læknar sótt um og fengið aðild að trygg- ingunni. Því til viðbótar eru 40 læknar í eldri hóptryggingu lækna. Að okkar mati staðfestir þessi mikla þátttaka að það hafi verið rétt ákvörðun að leita að nýju tilboða í vátryggingar- vernd fyrir félagsmenn. Jafn- framt að verndin sé þannig upp- byggð að hún mæti þörfum flestra og dæmin sýna að ið- gjaldið er mjög hagstætt í sam- anburði við samskonar trygg- ingar fyrir einstaklinga hjá vá- tryggingarfélögunum. Á skrifstofu Læknafélags Is- lands og hjá Sameinaða líftrygg- ingafélaginu hefur orðið vart aukinna fyrirspurna um hóp- trygginguna á síðustu vikum og mánuðum. Við viljum því nota hér tækifærið og rifja upp í stuttu máli helstu atriði hóp- tryggingarinnar en viljum jafn- framt hvetja félagsmenn til þess að leita sér nánari upplýsinga hjá Sameinaða líftryggingafé- laginu (s. 569 2500) eða á skrif- stofu okkar. Hóptrygging Læknafélags íslands Grunntryggingarnar tvær mynda lágmarksvernd í hóp- tryggingunni: a) Líftrygging, að fjárhæð kr. 7.017.000, sem lækkar um 5% á ári frá 50 ára aldri. Úr líftryggingu greiðast dánar- bætur með eingreiðslu við andlát til þess eða þeirra sem tryggður tilnefnir í umsókn sinni. b) Sjúkra- og slysatrygging, sem er tvískipt. Annars veg- ar er um að ræða vikulegar bætur (dagpeninga) vegna tímabundinnar örorku og hins vegar eingreiðslu bóta vegna varanlegrar örorku í kjölfar slyss eða sjúkdóms. Vátryggingarfjárhæð dag- peninga er kr. 51.596 á viku, sem lækkar um 7% á ári frá 60 ára aldri. Boðið er upp á val í biðtíma, fjórar, 12 eða 36 vikur, en það er sá tími sem líður frá því tryggður verður óvinnufær vegna slyss eða sjúkdóms þar til bótatímabil hefst. Bótatíma- bil getur lengst orðið þrjú ár að frádregnum biðtíma. Vegna varanlegrar örorku er vátryggingarfjárhæðin kr. 7.842.500 miðað við algjöra ör- orku og fer hún lækkandi um 5% á ári frá 50 ára aldri. Til viðbótar grunntrygging- um býðst afkomutrygging fyrir lækna og líftrygging fyrir maka þeirra lækna sem aðild eiga að hóptryggingunni. Úr afkomu- tryggingu greiðast bætur til þess sem tryggður er á meðan hann er óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Bótatími getur orðið mjög langur, það er til 60 eða 65 ára aldurs, eftir vali við trygg- ingartöku. Fulltrúar úr stjórn Læknafé- lags íslands hafa fundað með fulltrúum Sameinaða líftrygg- ingafélagsins og sýnist full ástæða til þess vegna fjölda fyrirspurna að samband verði að nýju haft við lækna um það hvort þeir vilja gerast aðilar að hóptryggingunni. Stjórn Læknafélags íslands telur að hún geti mjög mælt með því við lækna og hvetur þá til að skoða kosti þessarar hóptryggingar mjög gaumgæfilega og hefur farið þess á leit við fulltrúa Sam- einaða líftryggingafélagsins að þeir hafi samband við lækna. Þrátt fyrir mjög góða þátttöku þyrftu þó fleiri læknar að vera aðilar að hóptryggingunni þannig að iðgjaldakjör væru þau hagstæðustu sem upp á er boð- ið.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.