Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 66
808 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Frá stjórn Læknafélags íslands Orðsending til lækna Um hóptryggingu lækna Stjórn Læknafélags íslands vekur athygli á því að góð þátt- taka er í hóptryggingu lækna og frá því að Læknafélag íslands gerði nýjan samning við Sam- einaða líftryggingafélagið fyrir rúmu ári hafa um 280 læknar sótt um og fengið aðild að trygg- ingunni. Því til viðbótar eru 40 læknar í eldri hóptryggingu lækna. Að okkar mati staðfestir þessi mikla þátttaka að það hafi verið rétt ákvörðun að leita að nýju tilboða í vátryggingar- vernd fyrir félagsmenn. Jafn- framt að verndin sé þannig upp- byggð að hún mæti þörfum flestra og dæmin sýna að ið- gjaldið er mjög hagstætt í sam- anburði við samskonar trygg- ingar fyrir einstaklinga hjá vá- tryggingarfélögunum. Á skrifstofu Læknafélags Is- lands og hjá Sameinaða líftrygg- ingafélaginu hefur orðið vart aukinna fyrirspurna um hóp- trygginguna á síðustu vikum og mánuðum. Við viljum því nota hér tækifærið og rifja upp í stuttu máli helstu atriði hóp- tryggingarinnar en viljum jafn- framt hvetja félagsmenn til þess að leita sér nánari upplýsinga hjá Sameinaða líftryggingafé- laginu (s. 569 2500) eða á skrif- stofu okkar. Hóptrygging Læknafélags íslands Grunntryggingarnar tvær mynda lágmarksvernd í hóp- tryggingunni: a) Líftrygging, að fjárhæð kr. 7.017.000, sem lækkar um 5% á ári frá 50 ára aldri. Úr líftryggingu greiðast dánar- bætur með eingreiðslu við andlát til þess eða þeirra sem tryggður tilnefnir í umsókn sinni. b) Sjúkra- og slysatrygging, sem er tvískipt. Annars veg- ar er um að ræða vikulegar bætur (dagpeninga) vegna tímabundinnar örorku og hins vegar eingreiðslu bóta vegna varanlegrar örorku í kjölfar slyss eða sjúkdóms. Vátryggingarfjárhæð dag- peninga er kr. 51.596 á viku, sem lækkar um 7% á ári frá 60 ára aldri. Boðið er upp á val í biðtíma, fjórar, 12 eða 36 vikur, en það er sá tími sem líður frá því tryggður verður óvinnufær vegna slyss eða sjúkdóms þar til bótatímabil hefst. Bótatíma- bil getur lengst orðið þrjú ár að frádregnum biðtíma. Vegna varanlegrar örorku er vátryggingarfjárhæðin kr. 7.842.500 miðað við algjöra ör- orku og fer hún lækkandi um 5% á ári frá 50 ára aldri. Til viðbótar grunntrygging- um býðst afkomutrygging fyrir lækna og líftrygging fyrir maka þeirra lækna sem aðild eiga að hóptryggingunni. Úr afkomu- tryggingu greiðast bætur til þess sem tryggður er á meðan hann er óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Bótatími getur orðið mjög langur, það er til 60 eða 65 ára aldurs, eftir vali við trygg- ingartöku. Fulltrúar úr stjórn Læknafé- lags íslands hafa fundað með fulltrúum Sameinaða líftrygg- ingafélagsins og sýnist full ástæða til þess vegna fjölda fyrirspurna að samband verði að nýju haft við lækna um það hvort þeir vilja gerast aðilar að hóptryggingunni. Stjórn Læknafélags íslands telur að hún geti mjög mælt með því við lækna og hvetur þá til að skoða kosti þessarar hóptryggingar mjög gaumgæfilega og hefur farið þess á leit við fulltrúa Sam- einaða líftryggingafélagsins að þeir hafi samband við lækna. Þrátt fyrir mjög góða þátttöku þyrftu þó fleiri læknar að vera aðilar að hóptryggingunni þannig að iðgjaldakjör væru þau hagstæðustu sem upp á er boð- ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.