Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 68
968 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 þjónusta fellur undir sam- keppnislög? „Það er ekki alveg ljóst því eins og ég sagði getur heimil- islæknir ekki starfað eingöngu sem verktaki, hann verður að hafa samning við Trygginga- stofnun. Auk þess var máli sem nokkrir heimilislæknar ætluðu að vísa til Samkeppn- isráðs í fyrra því miður ekki haldið til streitu en þeir ætl- uðu að kæra stöðu heimilis- lækna. Eg hefði gjarnan viljað fá úrskurð í því máli. En það er ljóst að ef góður vilji ríkti í garð heimilislækna af hálfu ráðuneytisins þá væri búið að hleypa nokkrum ung- um mönnum með sérmenntun inn í stétt okkar sjálfstætt starfandi lækna. Það er ekki langt síðan ráðuneytið fór að ráðum héraðslæknisins í Reykjavík og synjaði tveimur heimilislæknum um leyfi til að opna stofur hér í borginni. Þar tel ég að héraðslæknirinn hafi misbeitt valdi sínu þegar hann kvað upp þann úrskurð að ekki væri þörf á fleiri heimilislæknum í borginni utan heilsugæslustöðva. Við höfum ekkert á móti heilsu- gæslustöðvum í opinberum rekstri en viljum að báðum rekstrarformum sé gert kleift að sanna sig. En það hefur verið þjarmað það duglega að okkur á undanförnum árum að við höfum átt í stökustu vand- ræðum með mönnun og af- leysingar. Þar tel ég raunar að Læknafélag Islands hafi ekki staðið sig á verðinum og ekki fylgt nógu vel eftir eigin aðal- fundarsamþykktum. Það sama gildir um Félag íslenskra heimilislækna sem samþykkti að sjálfstætt starfandi læknar ættu að halda óbreyttum stöðu- gildum svo það væri alla vega hægt að halda uppi samfellu í þjónustunni. Félagið brást með því að mótmæla ekki úrskurði Lúðvíks Olafssonar héraðs- læknis." - En þarf Tryggingastofnun ekki að laga starfsemi sína að þessum dómi? „Það er pólitísk ákvörðun og ég er búinn að starfa það lengi sem læknir að ég hef ekki ástæðu til þess að hafa mikla trú á frjálslyndi Heil- brigðisráðuneytisins sem er hið pólitíska vald að baki Tryggingastofnunar. Það lýsir kannski best viðhorfinu í okk- ar garð að stofnunin sagði í vor einhliða upp því ákvæði í samningi okkar sem tryggði heimilislæknum fullan rekstr- arstyrk fyrsta árið en honum hefur verið ætlað að mæta þeim kostnaði sem óhjá- kvæmilega fylgir opnun stofu. En ég vil óska kollegum mínum sem fóru út í að veita þjónustu á Þorfinnsgötunni til hamingju með þessi málalok þó að þetta sé kannski lítil sárabót fyrir þær hremmingar sem þeir gengu í gegnum. Þeir hófu þessa starfsemi í góðri trú en rekstrarformi þeirra var rækilega mismunað og rekstr- argrundvellinum kippt undan þeim. Þetta er að sumu leyti svipað og það sem röntgen- læknar í Domus Medica hafa mátt þola. Þeir hafa þó með seiglu og áræði haft betur að lokum en það er enginn vafi í mínum huga að sú þjónusta sem þeir hafa komið á fót hef- ur gerbylt heilsugæslu utan sjúkrahúsa í Reykjavík. Nauð- synlegar rannsóknir fást nú nánast fyrirvaralaust en áður gat verið margra vikna bið eft- ir þeim. Þetta hefur bætt mjög þjónustu og vinnubrögð heim- ilislækna," sagði Ólafur F. Magnússon sem vildi leggja áherslu á að uppbygging sér- fræðilækna á heilbrigðisþjón- ustu utan sjúkrahúsa væri víða til fyrirmyndar. Hins vegar stæði miðstýring úr Heilbrigð- isráðuneytinu uppbyggingu á heimilislæknaþjónustu fyrir þrifum. -ÞH / Læknablaðið á netinu: http://www.icemed.is/laeknabladid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.