Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 935-8 935 Sjúkratilfelli mánaðarins Heilkenni Gardners Guðrún Aspelund11, Tómas Jónsson”, Jón Gunnlaugur Jónasson2’, Hallgrímur Guðjónsson3’ Sjúkratilfelli Saga: Arið 1991 fékk 25 ára gömul kona framfall á ristilsepa gegnum endaþarmsop skömmu fyrir fæðingu síns fyrsta barns. Hún hafði ekki önnur einkenni frá meltingarfærum. Ekki var saga um ristilsepa í fjölskyldu en sjúklingur átti foreldra og sex yngri hálfsyst- kini á lífi. I heilsufarssögu var helst íhugunarefni að 1984, þegar sjúklingur var 17 ára, var fjarlægð- ur fjöldi tannhnúta (odontoma), sem hindruðu uppkomu fullorðinstanna úr efri og neðri kjálka sjúklings (mynd 1). Skoðun: Við skoðun 1991 var sjúklingur of feitur, þungunarrákir (striae gravidarum) á kviði en kviðskoðun annars neikvæð. Kríueggsstór harður hnútur þreifaðist á hnakka. Einnig þreif- aðist hnúður á lendhrygg og öðru handarbaki. Rannsóknir: Almenn blóðpróf voru eðlileg. Gerð var 50 cm löng ristilspeglun sem sýndi sepager (polyposis) eins langt og skoðað var. Separnir voru 1 mm til 4 cm í þvermál, flestir og stærstir í endaþarmi og þeir stærstu virtust vera á stuttum stilk. Tekin voru fjölmörg vefja- sýni sem sýndu sepa af kirtilfrumugerð. Spegl- un efri hluta meltingarvegar sýndi fjóra litla tlata sepa í hellis- (antrum) hluta maga og ótelj- andi flata sepa í skeifugörn, 1-8 mm að stærð. Frá "handlækningadeild Landspítalans, "Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræöi, 3|lyflækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hallgrímur Guöjónsson, lyflækn- ingadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. Lykilorö: ættgengt ristilsepager (familial adenomatous polyposis), Gardners heilkenni, ristilkrabbamein. Þessir separ voru einnig af kirtilfrumugerð með vægri atýpíu. Engar illkynja breytingar fund- ust. Röntgenrannsókn af smágirni var eðlileg. Röntgenmynd af höfuðkúpu sýndi beingadd (exostosis) út úr hnakkabeini. Kjálkasneið- mynd (orthopanotomogram) sýndi kalkskellur undir tannrótum augntanna en engar aukatenn- ur. Röntgenmyndir af öllum útlimabeinum og hrygg voru eðlilegar. Sjúkdómsgreining: Sjúklingur með ristil- sepager (polyposis coli) af kirtilfrumugerð auk sepagers í maga og skeifugörn. Það ásamt af- brigðileika í bein- og tannvef þótti samrýmast svokölluðu Gardners heilkenni. Gangur: Vegna krabbameinshættu var sjúk- lingi ráðlögð skurðaðgerð í forvarnarskyni, það er brottnám ristils og endaþarms, auk reglulegs eftirlits efri hluta meltingarvegar. Einnig var ráðlögð leit að sjúkdómnum hjá nánustu ætt- ingjum. Af þessum aðgerðum varð hins vegar ekki. I byrjun árs 1998 leitaði sjúklingur síðan til læknis með mánaðarsögu um niðurgang auk bakverkja. Ristilspeglun sýndi sem fyrr sepa- ger í endaþarmi og ristli en rannsóknin tak- markaðist við neðsta hluta bugaristils vegna þrengsla af völdum æxlisvaxtar. Blóðpróf sýndu vægt járnskortsblóðleysi og lækkað kal- íum. Lungnamynd var eðlileg. f aðgerð kom í ljós stórt æxli á mótum endaþarms og bugarist- ils auk sjúklegra stækkaðra eitla. Endaþarmur og ristill voru fjarlægðir og gerð dausgarnar- raufun (ileostoma). Vefjagreining sýndi sepager af kirtilfrumu- gerð og voru separnir langflestir og stærstir í endaþarmi og bugaristli (mynd 2). Víða sást misvöxtur (dysplasia) á háu stigi (mynd 3). Óhófleg fjölgun frumna í ristilslímhúð var talin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.