Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 969 Könnun á áhuga unglækna á námi í heimilislækningum Fáir hafa áhuga en fræðsluna skortir Það horfir ekki byrlega fyr- ir heimilislækningum á íslandi ef marka má könnun sem Sigurður Halldórsson heilsugæslulæknir Norður- Þingeyinga hefur gert á áhuga unglækna á námi í greininni. Niðurstaða Sigurður er sú að heimilislækningar sem grunn- ur heilbrigðisþjónustu á Is- landi muni líða undir lok á næstu 15-25 árum verði ekki gripið til róttækra aðgerða strax til að auka nýliðun í greininni. Heimilislæknar eru nú alls 192 talsins. Af þeim starfar 21 í útlöndum sem er svipaður fjöldi og vantar í stöður á landsbyggðinni. Til þess að eðlileg endurnýjun eigi sér stað í stéttinni þyrftu að út- skrifast sjö til níu heimilis- læknar ár hvert. A síðasta ára- tug hafa hins vegar einungis út- skrifast 14 læknar með heim- ilislækningar sem sérnám og 15 eru í námi. Það eru að meðaltali þrír á ári. Og þegar litið er á áhuga ungra lækna eins og Sigurður gerði verður útlitið ekki bjart- ara. Hann lagði þá spurningu fyrir lækna sem útskrifuðust úr læknadeild á árunum 1995- 1998 og einnig þá sem munu útskrifast næsta vor hvort þeir stefndu að sérnámi í heimilis- lækningum. Til þessa hóps teljast 155 manns og af þeim svöruðu 145. Af þeim svöruðu einungis sex spurningunni ját- andi en níu til viðbótar töldu líklegt að þeir myndu leggja fyrir sig heimilislækningar. Þetta lofar ekki góðu en þó eru ljósir punktar í könnun- inni. Hún leiddi í ljós að margir eru óákveðnir hvaða sérgrein þeir stefna í og á það skiljanlega einkum við þá sem enn eru í námi eða á kandí- datsárinu. Og helmingur læknanema lýsti áhuga sínum á frekari kynningu á námi og starfi í heimilislækningum. Hins vegar segir Sigurður ljóst vera að ekki sé rnikið gagn að því að fjölga nýnem- um í læknadeild ef hlutfall þeirra sem fara í heimilis- lækningar helst óbreytt. Engin ein ástæða Ýmsar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að ungir læknar eru áhugalausir um heimilislækningar. Heyrst hafa ástæður eins og slök launakjör, neikvæð umræða í samfélaginu, lítil eða illa tímasett kynning á starfinu í læknadeildinni og jafnvel ónóg tækifæri unglækna til að starfa í heilsugæslu. Loks er bent á að tískan geti haft áhrif á val unglækna á sérgrein og þar geti jafnvel sjónvarps- þættir á borð við Bráðavaktina haft áhrif en þar ríkir óneitan- lega viss ljómi yfir spítalalíf- inu. í samanburði við það verði sérgrein sem margir álíta að byggist eingöngu á því að lækna kvef og hysteríu heldur óspennandi. Sigurður hefur velt fyrir sér ástæðum þessa og segir að þær séu margar. „Það hafa safnast saman ýmsar ástæður og óheppilegar aðstæður og valdið þessu ástandi. Raunar má segja að kreppan hafi þeg- ar gert vart við sig á lands- byggðinni. Á árum áður var það venjan að ungir læknar fóru út á land og störfuðu þar fyrstu árin áður en þeir þok- uðu sér nær þéttbýlinu. Þess vegna hafa áhrifin af lítilli endurnýjun í stéttinni bitnað fyrst á landsbyggðinni,“ segir hann. Endurnýja héraðsskylduna - En hvað er hægt að gera til þess að snúa þróuninni við? Tafla 1. íslenskir heimilislœknar árið 1998. Aldur 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-67 Samtals A Islandi í 28 37 44 41 9 n 171 Erlendis 2 8 3 5 1 - 2 21 AIIs 3 36 40 49 42 9 13 192 Tafla 2. Samantekt á v iðhorfum unglœkna til heimilislœkninga. Útskriftarár Þátttaka Já Líklcga Veit ekki Kynning 1995 13/16 2 i 0 6 1996 25/27 3 3 í 12 1997 40/41 0 1 7 15 1998 29/31 1 4 4 21 1999 38/40 0 0 12 23 Alls 145/155 6 9 24 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.