Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 20
922 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 um var gerð hjá 72 (72%) og æðamyndataka hjá 14 (14%) einstaklingum. Ómun af hjarta í gegnum brjóstvegg var gerð hjá 69 (69%) en ómun af hjarta í gegnum vélinda hjá 11 (11%) yngstu einstaklingunum. Niðurstöður: Alls greindust 102 einstak- lingar með heilablóðþurrð (cerebral ischemia), 79 (79%) greindust með heiladrep (cerebral in- farction) og 23 (23%) með skammvinna heila- blóðþurrð (transient cerebra! ischemia). Ein- kenni frá næringarsvæði hægri hálsslagæðar höfðu 26 (26%), frá svæði vinstri hálsslagæðar 41 (41%), frá svæði hryggslagæðar 25 (25%), en óvíst var um staðsetninguna hjá 10 (10%) einstaklingum. Orsakir heiladreps skiptust þannig: hálsæðasjúkdómur 13 (16%), hjarta- sjúkdómur 21 (27%), smáæðasjúkdómur (lac- unar infarction) 16 (20%), ósértæk orsök hjá 29 (37%) einstaklingum. Orsakir skammvinnrar heilablóðþurrðar voru: hálsæðasjúkdómur fjór- ir (17%), hjartasjúkdómur tveir (9%), smá- æðasjúkdómur einn (4%), og ósértæk orsök hjá 16 (70%) einstaklingum. Af 102 einstaklingum sem greindust með heiladrep og skamvinna heilablóðþurrð gengust níu (9%) undir aðgerð á hálsslagæð og 15 (15%) einstaklingar voru settir á blóðþynningu með warfaríni að aflok- inni orsakagreiningu. Alyktanir: Sértæk orsök fannst hjá tveimur þriðju þeirra einstaklinga sem greindust með heiladrep og þriðjungi þeirra sem höfðu skammvinna heilablóðþurrð. Orsakagreining leiddi til sértækrar fyrirbyggjandi meðferðar hjá fjórðungi einstaklinga. Inngangur Orsakagreining heilablóðþurrðar (cerebral ischemia) hefur þýðingu vegna sérhæfðra með- ferðarmöguleika í fyrirbyggjandi tilgangi og til að meta batahorfur einstaklinga með heiladrep (cerebral infarction). Æðakölkun (atheroscle- rosis) er undirrót heilablóðþurrðar í flestum tilvikum. Sértækar ástæður eru meðal annars þrenging í innri hálsslagæð vegna æðakölkun- ar, smáæðasjúkdómur í heila og hjartasjúk- dómar, þar sem gáttatif (atrial fibrillation) er algengast. Líkur á heiladrepi eru 16-26% á tveimur til þremur árum (1,2) hjá þeim sem eru með marktæka þrengingu (70-99%) í hálsslag- æð og hafa sögu um heilablóþurrð á næringar- svæði æðarinnar. Hjá einstaklingum með gátta- tif eru líkurnar 10% á ári (3,4). Hætta á heila- drepi hjá einstaklingum með aðra hjartasjúk- dóma er lítið könnuð. Niðurstöður fjölþjóð- legra rannsókna hafa leitt í ljós hvenær rétt er að beita skurðaðgerð (1,2) við þrengslum í hálsslagæðum og hvenær blóðþynning með warfaríni eða meðferð með acetýlsalicýlsýru er gagnleg í fyrirbyggjandi tilgangi (5,6). Með- ferð með acetýlsalicýlsýru er talin minnka líkur á heiladrepi um fjórðung (6) hjá þeim sem hafa sögu um heilablóðþurrð. Hjá þeim sem hafa orðið fyrir heilablóðþurrð á næringarsvæði hálsslagæðar með marktæka þrengingu minnka líkur á heiladrepi á því næringarsvæði um 65% næstu tvö árin eftir aðgerð á æðinni (endarte- rectomy) (1,2). Blóðþynning með warfaríni minnkar hættu á endurteknu áfalli um 64% hjá þeim sem hafa gáttatif (4,5). Hægt er að greina orsakir heilablóðþurrðar með ómun eða skuggaefnismyndatöku af háls- slagæðum, ómun af hjarta gegnum brjóstvegg eða í gegnum vélinda, hjartalínuriti og hjarta- sírita (Holter). Meðferð einstaklinga með heilablóðfall byggist hins vegar fyrst og fremst á endurhæf- ingu og hefur verið sýnt fram á að hún er ár- angursríkust á sérhæfðum deildum og mikil- vægt að endurhæfing sé hafin strax eftir áfall (7-10). Heilablóðfallsteymi hóf starfsemi árið 1991 á endurhæfinga- og taugadeild Borgarspítal- ans. Inn á deildina hafa síðan verið lagðir þeir einstaklingar sem koma á spítalann vegna bráðs heilablóðfalls, eftir því sem hægt hefur verið. Á Borgarspítalanum hófst ómun af háls- æðum árið 1992 (11) og á svipuðum tíma var byrjað að óma hjarta í gegnum vélinda, en óm- un af hjarta í gegnum brjóstvegg hafði þá verið hægt að gera um nokkurt skeið. Árið 1994 var komin reynsla á starfsemi heilablóðfallseiningarinnar og möguleikar til að rannsaka einstaklinga orðnir með þeim hætti sem nú er. Það ár var því valið til gera aftur- skyggna rannsókn á því hvernig til hefði tekist við greiningu á orsökum heilablóðþurrðar. Rannsóknin var einskorðuð við sjúklinga end- urhæfinga- og taugadeildar en flestir sjúklingar þar voru í umsjá eins greinarhöfundar (E.M.V.). Efniviður og aðferðir Fenginn var listi frá sjúklingabókahaldi yfir alla sjúklinga sem útskrifuðust af Borgarspít- alanum með greiningarnúmerin (ICD IX) 431- 438.9, 342-342.9 og 781-781.9 árið 1994 og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.