Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir mánudagur 7. maí 2007 7 Könnuðu eKKi meðmælin „Ef farið er á leitarvélina google.is og nafn Helgu Elsu slegið inn þá koma upp þrjár heimasíður. Þær eru framsokn.is og hrifla.is. Einnig kemur upp heimasíða Al- þingis þar sem kemur fram að Helga Elsa er móðir Jónínu Bjartmarz.“ Jónína Bjartmarz Hafnar því að nokkur tengsl hafi verið á milli sín og tengdadótturinnar á umsókn- inni sem var send allsherjarnefnd. Gámur á tengivagni rann um 200 metra: Tengivagnsgrind hlaðin vöru- gámi rann niður af plani fyrir ofan N-1 skálann á Blönduósi og fríhjól- aði hátt í tvö hundruð metra leið í gegnum planið á skálanum og fram- hjá bensíndælum, fólki og bílum, tók þá 45 gráðu beygju til hægri inn á plan gömlu vélsmiðjunnar og end- aði framan á henni. Gámurinn var hlaðinn sex tonnum af salti og er lík- lega um níu tonn að þyngd og telur lögreglan það ganga kraftaverki næst að enginn skuli hafa slasast né nokk- uð skemmst, sérstaklega í ljósi þess að breiddin á milli N-1 skálans ann- ars vegar og kantsteinsins hins veg- ar er nánast sú sama og breidd tengi- vagnsins. Í samtali við lögreglu þykir ljóst, þegar ferill vagnsins er skoðað- ur, að hann hafi runnið niður fyrr- greinda leið, enda sáust dekkjaför á kantsteininum. Lögreglan á Blöndu- ósi hefur aftur á móti ekki fundið nein vitni og lýsir eftir þeim. Tengivagn sem þessi hefur sjálf- stæðan bremsunarbúnað sem er knúinn lofti. Þegar vagninn er leyst- ur frá vörubíl á bremsan sjálfkrafa að festast um leið og loftþrýsting- ur fellur af bremsukerfinu. Það kom lögreglu enn meira á óvart að vagn- inn skuli hafa runnið niður á sunnu- dag þar sem hann hafi staðið á plan- inu frá því á föstudaginn. Þess ber ennfremur að geta að sambærilegur vagn rann niður sömu leið síðastlið- ið haust en þá náði hann ekki niður alla brekkuna og endaði á skálanum með þeim afleiðingum að skálinn varð fyrir töluverðu tjóni. „Þeir hjá Vörumiðlun hafa unnið tvisvar í lottóinu og enginn hefur enn slasast. Þetta er ægilegur tossaskap- ur að setja ekki eitthvað fyrir aftan hjólin,“ segir Lárus B. Jónsson, veit- ingamaður og leigjandi húsnæðisins sem vagninn lenti á. „Þessi tengivagn var merktur endurskoðun 5 og því er spurning hvort vagninum hafi verið hleypt í gegnum skoðun þrátt fyrir að vera ekki með öllu hættulaus,“ seg- ir Lárus sem telur það mestu mildi að enginn skuli hafa látist í þessum tveimur atvikum. skorri@dv.is Mildi að enginn slasaðist Níu tonna trukkur Steyptur burðarbiti gaf sig auk þess sem rúður brotnuðu. „Þau detta alveg ofan í klisjuna,“ segir Katrín Anna Guðmundsdótt- ir, talskona Femínistafélagsins, um sérkennilega auglýsingu Framsókn- arflokksins í Suðvesturkjördæmi en hún sýnir Samúel Örn Erlingsson halda á Unu Maríu Óskarsdóttur. Auglýsingin er liður í kosningaher- ferð Framsóknar í kjördæminu en önnur auglýsing sýnir Samúel Örn knúsa Siv Friðleifsdóttur á heldur spaugilegan hátt. „Þetta er klisjan um að konan geti ekki staðið á eigin fótum og er í raun afturhvarf til fortíðar,“ segir Katrín Anna og bendir á að jafnréttishugs- unin virðist hafa gleymst algjörlega við gerð auglýsingarinnar. Hún segir alla flokka hafa verið duglega að tefla fram konum í auglýsingum sýnum og gera það oft með prýði. Hún segir náttúruþema vera áberandi en þessi auglýsing virðist algjörlega hafa dott- ið ofan í einhverja klisju frá fimmta áratugnum. „Maður spyr hvort það höfði til kvenna að stökkva í fangið á sam- starfsfélaga sínum,“ segir Katrín Anna en bætir við að það sé líka ljóst að fatnaðurinn sem þau eru í ýta undir klisjurnar. En í auglýsingunni er Una María klædd í kvenleikann en Samúel Örn í valdið, eins og Katrín orðar það. Þá spyr Katrín til hverra í ósköp- unum auglýsingin eigi að höfða. Hún getur ekki séð í fljótu bragði að þetta muni ná vel til ungs fólks, hvað þá kvenfólks. „Þetta er kannski frekar spaugi- legt frekar en hitt,“ segir hún hlæj- andi og bendir á að grænt ex sem má sjá á bak við þau myndar nokk- urs konar horn á höfði Samúels. Því megi spyrja hverjir gerðu þessa aug- lýsingu en Katrín segir að svo virðist sem hún hafi sloppið fram hjá vök- ulum jafnréttisaugum. valur@dv.is Framsóknarauglýsing auglýsingar framsóknarmanna hafa vakið athygli í Suðvesturkjördæmi. Talskona femínista segir auglýsingu stjórnmálaflokks heldur klisjukennda: Stúlka stekkur í fangið á framsóknarfélaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.