Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 12
mánudagur 7. maí 200712 Sport DV
Stjarnan lagði HK 28-23 á heima-
velli sínum á laugardag og því ljóst
að rimma þessara liða um deildar-
bikarinn fer í oddaleik. Mun betri
handbolti var spilaður í leiknum
um helgina en í fyrsta leik þess-
ara liða sem fram fór í Digranesi.
HK byrjaði leikinn betur á laugar-
dag og skoraði þrjú fyrstu mörkin.
Fyrstu tíu mínúturnar var liðið með
tveggja til þriggja marka forystu.
Stjarnan náði að jafna í 13-13 en
á lokasekúndum fyrri hálfleiksins
skoraði HK og var með eins marks
forystu þegar haldið var til búnings-
herbergja.
Í seinni hálfleiknum settust hins
vegar Stjörnumenn í bílstjórasætið og
unnu á endanum fimm marka sigur.
Lykillinn að þessum sigri Stjörnunn-
ar var góður varnarleikur með Rol-
and Val Eradze í stuði þar fyrir aftan.
Tite Kalandadze var markahæstur
í Stjörnuliðinu en hann skoraði sjö
mörk og þeir David Kekelia og Arn-
ar Freyr Theodórsson voru með fjög-
ur mörk hvor. Roland varði alls 23
skot í markinu. Valdimar Þórsson var
markahæstur hjá HK með sjö mörk.
„Okkur finnst gott að spila í
Digranesinu og við hlökkum til að
spila þennan oddaleik,“ sagði Kristj-
án Halldórsson, þjálfari Stjörnunn-
ar í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.
Oddaleikurinn fer fram í Digranesi
á miðvikudagskvöld.
Einvígi HK og Stjörnunnar fer í oddaleik
Skot og mark
Tite Kalandadze var markahæstur í liði
Stjörnunnar á laugardag.
Roland í stuði roland Valur Eradze
náði sér vel á strik um helgina.
„Við erum mjög ánægð með vet-
urinn enda ekki annað hægt eftir
að hafa unnið þrjá titla af fjórum,“
sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálf-
ari kvennaliðs Stjörnunnar, í samtali
við DV. Stjarnan hampaði um helg-
ina deildarbikarmeistaratitlinum í
handbolta kvenna með því að leggja
Gróttu að velli 25-23. Stjörnustelpur
unnu báða leikina í viðureign sinni
við Gróttu. Aðalsteinn segir að sjálf-
sögðu ríkja gleði í Garðabænum með
uppskeru tímabilsins.
„Ég og Ragnar erum óánægðir
með smá kafla af tímabilinu í janúar
en að öðru leyti var þetta nánast full-
komið. Sá leikur sem ég sé mest eftir
er bikarleikurinn sem við töpuðum,“
sagði Aðalsteinn. Þetta fyrirkomulag
með deildarbikarkeppnina er um-
deilt en Stjarnan tók keppnina af
fullri alvöru og uppskar eftir því.
„Deildarbikarinn er bara eins og
þú hugsar hann. Ef leikmenn mæta
í þessa keppni eins og íþróttamenn
þá verður þetta skemmtilegt og fólk-
ið í kring smitast af því. Ef þú ert bú-
inn að ákveða fyrirfram að eitthvað
sé leiðinlegt og lélegt þá verður það
þannig. Mitt lið kom í fullri alvöru
í þessa keppni og lagði sig fram og
ég er ánægður með þeirra framlag,“
sagði Aðalsteinn. Spurður út í næsta
tímabil og hvort leikmannahópur-
inn verði sá sami sagði Aðalsteinn að
einhverjar breytingar yrðu á hópnum
en ekkert væri komið á hreint.
Sigur Stjörnunnar á laugardag
var sanngjarn en Garðabæjarlið-
ið var sterkari aðilinn nánast allan
leikinn. Það hafði góða forystu allan
fyrri hálfleikinn og var munurinn í
leikhléi fjögur mörk, 12-8. Í upphafi
síðari hálfleiks skoraði Stjarnan þrjú
mörk í röð en um miðbik hálfleiks-
ins sýndi Gróttuliðið að það er ekkert
lamb að leika sér við og saxaði niður
forskot Íslandsmeistaranna. Á loka-
mínútunni kom óvænt spenna þegar
munurinn var aðeins eitt mark. Rakel
Dögg Bragadóttir náði síðan að skora
og innsigla sigur Garðabæjarliðsins.
Stjarnan vann því bæði Íslands-
meistaratitilinn og deildarbikar-
meistaratitilinn og er ótvírætt besta
handboltalið landsins í kvenna-
flokki. Gróttuliðið náði sér ekki á
strik í leiknum á Seltjarnarnesinu á
laugardag en sýndi þó mikinn kar-
akter með því að ná að vinna sig úr
nánast ómögulegri stöðu og koma til
baka.
Rakel Dögg var markahæst í liði
Stjörnunnar með sjö mörk og Krist-
ín Guðmundsdóttir skoraði fimm. Þá
skoraði Alina Petrache fjögur mörk.
Florentina Grecu varði fimmtán skot
en hún meiddist í seinni hálfleik
og spilaði ekki lokakafla leiksins. Í
liði Gróttu var Natasa Damiljanovic
markahæst með átta mörk.
„Þetta var eiginlega of spennandi
þarna í lokin. En við keyrðum vel í
fyrri hálfleik og náðum góðu forskoti.
Við náðum að halda okkur yfir all-
an tímann en það er bara skemmti-
legra að fá smá spennu í svona leiki,“
sagði Rakel Dögg í viðtali við Ríkis-
sjónvarpið eftir leikinn en þar viður-
kenndi hún að hafa verið orðin frek-
ar stressuð þarna í lokin.
elvargeir@dv.is
Stjörnustelpur hömpuðu deildarbikarnum um helgina með verðskulduðum sigri á Gróttu. Stjarnan vann fyr-
ir stuttu Íslandsmeistaratitilinn og ríkir því mikil sigurgleði í Garðabænum.
Deildarbikarinn í Garðabæ
Hart barist
gróttustúlkur réðu ekki við stöllur sínar úr garðabæ.
Hlustað á skipanir
Elísabet gunnarsdóttir hlustaði á
lærimeistara sinn full af áhuga.
Saman með bikarinn
Stjörnustelpur voru stoltar af bikarnum.
Stoltur af stelpunum
aðalsteinn náði að lyfta bikarnum með
aðeins annarri hendinni.